17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

heldur verið sýnt fram á að eignarhefð hafi verið unnin á því. Rannsókn óbyggðanefndar leiðir<br />

einnig til þeirrar niðurstöðu að Rauðikambur sé þjóðlenda.<br />

Það er því niðurstaða óbyggðanefndar að land jarðarinnar Svínafells, svo sem því er að framan<br />

lýst, að jökuljaðri eins og hann var við gildistöku þjóðlendulaga 1. júlí 1998, teljist ekki til þjóðlendu<br />

í skilningi 1. gr., sbr. einnig a-lið 7. gr., laga nr. 58/1998.<br />

Það er jafnframt niðurstaða óbyggðanefndar, sbr. einnig umfjöllun í kafla 9.3., að Rauðikambur,<br />

svo sem hann er afmarkaður hér á eftir, teljist til þjóðlendu í skilningi 1. gr., sbr. einnig a-lið 7. gr.,<br />

laga nr. 58/1998.<br />

Landsvæði það á milli Virkisjökuls og Falljökuls sem kallast Rauðikambur, svo sem hann er afmarkaður<br />

af jökli, og vestan við línu sem dregin er á milli punkta 8, 8a og í jökuljaðar.<br />

10.5. Sandfell<br />

Hér verður fjallað um landsvæði það sem afmarkað er í landamerkjabréfi Sandfells, dags. 15. júlí<br />

1922 og þingl. 9. júlí 1923.<br />

Að Sandfelli liggja jarðirnar Svínafell að vestan og Hof að austan. Skörp skil eru á milli<br />

undirlendis og fjalllendis fyrir landi Svínafells svo sem víðast annars staðar í Öræfum. Til suðurs<br />

kvíslast jökulárnar um hallalítinn Skeiðarársandinn, allt niður að sjávarmáli. Að norðan liggur<br />

Vatnajökull, nánar tiltekið Öræfajökull ásamt skriðjöklum sínum Falljökli og Kotárjökli. Að vestanverðu,<br />

handan við Falljökul, er fjallsrani sem heitir Rauðikambur en neðan við kambinn ná<br />

Virkisjökull og Falljökull saman undir aurkápu. Að austanverðu, handan við Kotárjökul, er Rótarfjall<br />

en Rótarfjallsjökull hinum megin við fjallið. Jöklarnir ná ekki saman fyrir framan Rótarfjall nú<br />

en kunna að hafa gert það á fyrri tíð. Á milli Falljökuls og Kotárjökuls er nokkurt fjalllendi og<br />

heiðarland. Nyrst og næst Falljökli er Grænafjall og sunnan þess er djúpt gljúfur, Grænafjallsgljúfur.<br />

Ofan bæjarstæðisins er Sandfellsfjall en neðsti hluti þess heitir Sandfellsheiði. Fjarlægð frá<br />

sjó og upp undir Sandfellsheiði er um 18 km.<br />

Íslenska ríkið hefur dregið kröfulínu sína frá Öskuhnútu og neðst í Falljökul, þaðan yfir<br />

Sandfellsheiði, neðst í Kotárjökul og loks í Goðafjall. Að auki er nokkru vestar dregin bein lína frá<br />

upptökum Skeiðarár við Skeiðarárjökul og til sjávar. Samkvæmt þessari kröfugerð er þjóðlenda á<br />

milli skriðjöklanna Falljökuls og Kotárjökuls, auk Rauðakambs vestan við Falljökul og Rótarfjalls<br />

austan við Kotárjökul. Jafnframt er þá ráðgerð þjóðlenda á landskika syðst á vestanverðum<br />

Skeiðarársandi. Jörðin Sandfell er í eigu ríkissjóðs og íslenska ríkið lýsir einnig kröfu um beinan<br />

eignarrétt að þeim hluta Sandfells, samkvæmt landamerkjalýsingu, sem liggur sunnan við framangreinda<br />

kröfulínu en um afréttarrétt jarðarinnar innan þjóðlendu að öðru leyti að jökulrönd. Kröfum<br />

þessum er nánar lýst í köflum 3.1.1. og 3.1.3.<br />

Af hálfu íslenska ríkisins, sbr. kafla 7, er á því byggt að ljóst sé af heimildum að Sandfell hafi<br />

skipst í heimaland og annað land sem í flestum tilvikum sé réttur til lands á fjalli. Landamerkjabréfið<br />

frá 1922 gangi miklu lengra til jökuls en eldri heimildir og því verði að mestu að víkja því<br />

til hliðar.<br />

Saga afmörkunar, ráðstafana að eignarrétti og nýtingar að Sandfelli er rakin í kafla 6.4. Þar<br />

kemur fram að Sandfells er getið í heimildum allt frá 13. öld en sagnir um búsetu þar má rekja aftur<br />

til 9. aldar. Af heimildum verður ráðið að um sjálfstæða jörð hefur verið að ræða, sbr. umfjöllun um<br />

hugtakið jörð í almennum niðurstöðum óbyggðanefndar. Jafnframt eru fremur líkur til þess að<br />

landsvæði það, sem hér er til umfjöllunar, sé innan upphaflegs landnáms í Austur-Skaftafellssýslu<br />

og að numið hafi verið frá sjávarmáli að þáverandi jökulbrún, að minnsta kosti, sbr. kafla 10.2.<br />

Til eru lýsingar frá ýmsum tímum á merkjum Sandfells í vestur og austur en norður- og suðurmörkum<br />

er hvergi lýst sérstaklega. Fyrstu lýsinguna á vesturmörkum Sandfells er að finna í vísitasíu<br />

Brynjólfs Sveinssonar frá 1641, þar sem miðað er við Smjörstein, Landavötn og Fjallið.<br />

131

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!