17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

m. landamerkjabréf Svínafells 1890 gera þó ekki ráð fyrir að land Svínafells og Sandfells nái þar<br />

inn fyrir, sbr. einnig kafla 10.5. Þessu til stuðnings má jafnframt vísa til þess að mörkum gagnvart<br />

jökli er ekki lýst að öðru leyti. Krafa eigenda Svínafells um að merki jarðarinnar og beinn eignarréttur<br />

nái inn á Rauðakamb verður því ekki talin geta stuðst við heimildir um merki jarðarinnar en<br />

um önnur þau atriði, sem hana varða, er fjallað hér síðar.<br />

Verður þá næst hugað nánar að suðurmörkum Svínafells, gagnvart Skeiðarársandi og til sjávar.<br />

Lýsingu á austurmörkum verður að skýra svo að þar sé tekin stefna til sjávar, sbr. einnig orðalagið<br />

„allt til enda“ í landamerkjabréfi Sandfells. Lýsingar eldri heimilda um merki Sandfells mæla<br />

landamerkjabréfinu ekki í mót enda er suðurmerkjum ekki lýst að öðru leyti en því að tiltekin eru<br />

kennileiti til austurs og vesturs á eða við aura ánna á Skeiðarársandi.<br />

Athygli vekur að lýsingar á mörkum Svínafells og Skaftafells enda í punkti skammt suðvestan<br />

við Svínafellsjökul, rétt ofan við Skeiðarársand og langt norðan við sjávarmál. Kröfugerð og meðfylgjandi<br />

kort miða við að framlengja landamerki jarðanna alla leið til sjávar, í sömu átt og þau<br />

liggja milli tveggja síðustu punkta upp undir Svínafellsjökli. Lýsingar landamerkjabréfanna að<br />

þessu leyti virðast í ósamræmi við ákvæði bréfs Skaftafells um „allt land milli fjalls og fjöru“.<br />

Merkjalýsingar gagnvart öðrum aðliggjandi jörðum, þ.e. annars vegar milli Skaftafells og Núpsstaðar<br />

og hins vegar milli Svínafells og Sandfells, verður einnig að skilja svo að miðað sé við sjávarmál.<br />

Sama máli gegnir um merki Sandfells og Hofs. Hlaupsvæði vatnanna á Skeiðarársandi liggur<br />

fyrst og fremst fyrir landi þriggja jarða, þ.e. Skaftafells, Svínafells og Sandfells. Merki Svínafells<br />

og Sandfells virðast ná rétt vestur fyrir núverandi ós Skeiðarár. Sé merkjalína Skaftafells og<br />

Svínafells framlengd til sjávar svo sem kröfugerð gerir ráð fyrir, í sömu átt og hún liggur milli<br />

tveggja síðustu punkta upp undir Svínafellsjökli, liggur hún yfir hlaupsvæði vatnanna á Skeiðarársandi<br />

og umtalsvert inn á Skeiðarársand. Með hliðsjón af þessum staðháttum má líklegt telja að<br />

umfjöllun um merki jarðanna á aurum Skeiðarár og Svínár hafi þótt tilgangslítil þar sem farvegir<br />

voru breytilegir og óljósir, auk þess sem engin not urðu höfð af landinu sem vatnið flæmdist um.<br />

Jafnframt hafa kennileiti á sandinum verið vandfundin.<br />

Í kjölfar þess að landamerkjalög taka gildi 1882 er gert landamerkjabréf fyrir jörðina Svínafell.<br />

Lýsing landamerkja þar er um margt óljós en fyrirliggjandi gögn um merki jarða á þessu svæði<br />

styðja þó flest sem þar kemur fram en mæla öðru ekki í mót. <strong>Óbyggðanefnd</strong> telur jafnframt að líta<br />

verði til þess að land á þessu svæði er afmarkað af jöklum hið efra og sjó hið neðra.<br />

Landamerkjabréf jarðarinnar er áritað, þinglesið, fært í landamerkjabók og á því byggt síðan um<br />

merki jarðarinnar, án þess að séð verði að komið hafi fram athugasemdir yfirvalda eða ágreiningur<br />

við nágranna. Landamerkjabréf Skaftafells og Sandfells eru einnig árituð og þinglesin. Þetta bendir<br />

allt til þess að lýsing merkja hafi verið í samræmi við það sem almennt var talið gilda. Jafnframt er<br />

ljóst að eigendur Svínafells hafa um langa hríð haft réttmætar ástæður til að vænta þess að merkjum<br />

sé þar rétt lýst.<br />

Kemur þá til skoðunar hvort land innan framangreindra merkja jarðarinnar Svínafells hafi mismunandi<br />

eignarréttarlega stöðu.<br />

Staðháttum á því landsvæði, sem hér er til umfjöllunar, er lýst hér að framan. Ástæða er til að<br />

gera einnig grein fyrir gróðurfari á síðustu áratugum.<br />

Á sunnanverðu því svæði sem samkvæmt framangreindu telst innan landamerkja Svínafells er<br />

Skeiðarársandur. Nær óslitið gróðurlendi teygir sig nú frá Svínanesi í vestri austur að Vestari-Kvíá.<br />

Syðst á þessu gróðurbelti, næst sjó, eru stakir hólmar vaxnir melgresi og öðrum grastegundum.<br />

Ofar verður gróðurlendið samfelldara og þar sem er nægur jarðraki hefur myndast vatnagróður,<br />

flóar, mýrar og hálfdeigjur. Á þurrlendi, þar sem jarðvegur hefur myndast ofan á árframburðinum,<br />

er oftast graslendi en ofar á söndunum, þar sem yfirborðið er gróft og þurrt og jarðvegur lítill, er<br />

landið ógróið eða þakið mosagróðri.<br />

Svo sem fram kemur í kafla 5.2. er talið víst að á fyrstu öldum Íslandsbyggðar hafi víða verið<br />

129

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!