17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

128<br />

kemur fram að Svínafells er getið í heimildum allt frá 13. öld en sagnir um búsetu þar má rekja aftur<br />

til 10. aldar. Af heimildum verður ráðið að um sjálfstæða jörð hefur verið að ræða, sbr. umfjöllun<br />

um hugtakið jörð í almennum niðurstöðum óbyggðanefndar. Jafnframt eru fremur líkur til þess að<br />

landsvæði það sem hér er til umfjöllunar sé, a.m.k. að langstærstum hluta, innan upphaflegs landnáms<br />

í Austur-Skaftafellssýslu og að numið hafi verið frá sjávarmáli að þáverandi jökulbrún, að<br />

minnsta kosti, sbr. kafla 10.2. Að því leyti sem sérstakur vafi kann að leika á um landnámslýsingar<br />

vestast á Skeiðarársandi vísast til fyrri niðurstöðu óbyggðanefndar um heimildargildi Landnámu<br />

þar sem segir að af takmörkuðum lýsingum í Landnámu verði engar afdráttarlausar ályktanir dregnar<br />

um það hvort í öndverðu hafi verið stofnað til eignarréttar yfir landsvæði með námi, sbr. umfjöllun<br />

um landnám í almennum niðurstöðum óbyggðanefndar.<br />

Fyrstu lýsinguna á landamerkjum Svínafells er að finna í landamerkjabréfi jarðarinnar, dags. 2.<br />

maí 1890 og þingl. 5. maí sama ár. Bréfið er áritað af hálfu bæði Skaftafells og Sandfells. Merki<br />

Svínafells í vestur og austur eru tilgreind en norður- og suðurmörkum ekki lýst sérstaklega. Þó segir<br />

í bréfinu að jörðinni „tilheyri allt Svínafellsfjall og Hvannadalurinn.“<br />

Nyrsti punktur til vesturs, gagnvart Skaftafelli, er „úr stórum steini framan undir jöklinum“.<br />

Mun þar vísað til Svínafellsjökuls. Syðsti punktur til vesturs er í „vörðu fram í Nesinu“, ekki langt<br />

undan sama jökli. Þessum merkjum er eins lýst í landamerkjabréfi Skaftafells, ódags. en þingl. 5.<br />

maí 1890 en þó tekið fram um norðvesturmörkin að þau séu „á Freysnesi“. Fyrirsvarsmenn<br />

Svínafells árita bréf Skaftafells og öfugt. Ekki eru heldur til eldri gögn um landamerki Skaftafells<br />

að þessu leyti, sbr. kafla 10.3.<br />

Nyrsti punktur til austurs, gagnvart Sandfelli, er „lækjarfarvegur úr miðjum Markhól“. Í landamerkjabréfi<br />

Sandfells, dags. 15. júlí 1922 og þingl. 9. júlí 1923, er farið nokkru norðar, þ.e. úr<br />

„miðjum Rauðakambi“, og þaðan í fyrrnefndan Markhól. Fyrirsvarsmenn Svínafells árita bréf<br />

Sandfells og öfugt. Núverandi eigendur Svínafells vísa til landamerkjabréfs Sandfells kröfum<br />

sínum til stuðnings. Eldri heimildir um vesturmerki Sandfells eru ekki samhljóða þessu. Samkvæmt<br />

þeim hafa mörk Sandfells og Svínafells færst úr Svínafellsfjalli árið 1641, austanvert við<br />

Svínafellsfjall 1800 og í miðjan Rauðakamb 1922, sjá nánar í kafla 10.5. Svínafellsfjall liggur vestan<br />

við Virkisjökul, á móts við Rauðakamb og Markhóll er þar nokkru sunnar.<br />

Austurmörkum Svínafells er lýst í átt til sjávar með stefnu „vestan við Eyrartagl“, sbr. orðalag<br />

í landamerkjabréfi Sandfells þar sem segir „sama stefna ræður mörkum til enda.“ Eyrartagl mun<br />

hafa verið austast á graslendi neðan við Virkisáraur, vestan Virkisár, ofar landavötnum. Það mun nú<br />

undir sandi. Gögn um merki Sandfells frá 1654, 1677 og 1800 miða hins vegar við Hrakdælu eða<br />

Hrakdæluhóla. Hrakdæla var mýri en er nú aftekin. Hún lá á milli Hrakdeildarhóla (Hrakdæluhóla)<br />

sem nú eru einnig horfnir, tveggja lágra hóla á aurunum nokkuð fyrir neðan Rasshóla en hinir<br />

síðarnefndu liggja við brúna á Virkisá. Þessar eldri lýsingar á merkjum Sandfells ná þannig ekki<br />

eins langt suður og landamerkjabréfin.<br />

Óljóst orðalag landamerkjabréfsins þarfnast nánari athugunar. Verður þá fyrst litið til norðurmarka<br />

jarðarinnar, gagnvart Vatnajökli.<br />

Í framangreindri færslu á merkjum Svínafells og Sandfells til austurs, sennilega með tilliti til<br />

breytinga á jökuljaðrinum, felst ekki að merki jarðanna nái lengra norður en samkvæmt elstu heimildum.<br />

Þá verður nákvæm staðsetning austurmarka Svínafells gagnvart Sandfelli ekki talin hafa<br />

þýðingu hér enda hafa eigendur jarðanna getað samið um breytt merki sín á milli.<br />

<strong>Óbyggðanefnd</strong> telur að umfjöllun um Svínafellsfjall og Hvannadal í landamerkjabréfi Svínafells<br />

og staðsetning landamerkjapunkta skammt undan jökulsporðinum að vestan og austan bendi<br />

til þess að eigendur jarðarinnar hafi litið svo á að merki hennar næðu allt að jökli enda náði hann<br />

nokkru sunnar á þeim tíma en nú. Jökullinn hefur afmarkað það land, sem máli skipti, með svo<br />

augljósum hætti að ekki var talið þurfa umfjöllunar við. Landamerkjabréf Sandfells frá 1922 miðar<br />

hins vegar við miðjan Rauðakamb sem er innan jökuljaðars. Eldri heimildir um þessi merki, þ. á

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!