17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

og öfugt. Núverandi eigendur Núpsstaðar og Skaftafells greinir þó á um við hvaða tinda í fjallgarðinum<br />

skuli miðað og hvað teljist til Súlnatinda. Eldri heimildir um austurmerki Núpsstaðar, vísitasíubækur<br />

biskupa frá 1657 og síðar, kveða einungis á um að jöklar deili að austan. 1<br />

Nyrsti punktur til austurs, gagnvart Svínafelli, er „á Freysnesi úr stórum steini framan undir<br />

jöklinum“. Mun þar vísað til Svínafellsjökuls. Syðsti punktur til austurs er í „vörðu fram í Nesinu“,<br />

ekki langt undan sama jökli. Þessum merkjum er eins lýst í landamerkjabréfi Svínafells, dags. 2.<br />

maí 1890 og þingl. 5. maí sama ár. Fyrirsvarsmenn Skaftafells árita bréf Svínafells og öfugt. Ekki<br />

eru til eldri gögn um landamerki Svínafells að þessu leyti.<br />

Óljóst orðalag landamerkjabréfsins þarfnast frekari athugunar. Verður þar fyrst litið til norðurmarka<br />

jarðarinnar, gagnvart Vatnajökli.<br />

Af hálfu eigenda Skaftafells II er gerð krafa um fremsta hluta Svínafellsjökuls án tillits til<br />

breytinga á jökulröndinni. Kröfu þessari til stuðnings er vísað til gerðardóms frá 25. nóvember<br />

1969 um landskipti á óskiptu sameignarlandi ríkisins og bræðranna Ragnars og Jóns Stefánssona,<br />

þáverandi bænda í Skaftafelli. Þar eru mörk dregin beina sjónhendingu „að hlíðarrótum Hafrafells<br />

á mótum fjalls og sandsins og sama sjónhending, þar til línan sker landamerki Skaftafells og<br />

Svínafells“. Samkvæmt uppdrætti sem lagður hefur verið fram í málinu og óumdeilt er að stafi frá<br />

landskiptunum felst í þessu að suðvesturhorn Svínafellsjökuls tilheyri Skaftafelli II. Jafnframt er<br />

byggt á 4. gr. reglugerðar um þjóðgarð í Skaftafelli, nr. 319/1984, þar sem mörk þjóðgarðsins eru<br />

m.a. miðuð við „landamörk Svínafells og Skaftafells á Svínafellsjökli“. Því næst segir svo „Mörkin<br />

fylgja síðan síðastnefndum landamörkum til norðurs“.<br />

<strong>Óbyggðanefnd</strong> telur að staðsetning landamerkjapunkts skammt undan jökulsporðinum að<br />

austanverðu 1890 bendi til þess að eigendur jarðarinnar hafi litið svo á að merki hennar næðu allt<br />

að Svínafellsjökli enda náði hann nokkru sunnar á þeim tíma en nú. Hvað varðar vesturmerkin telur<br />

óbyggðanefnd að orðalag í landamerkjalýsingum Skaftafells og Núpsstaðar bendi fremur til þess<br />

að þar sé tekin stefna af Súlnatindum og merki Skaftafells nái þar einnig að jökulrönd fremur en að<br />

þau liggi yfir jökulinn og að Súlnatindum. Þessu til stuðnings má jafnframt vísa til þess að mörkum<br />

gagnvart jökli er ekki lýst að öðru leyti. Jökullinn hefur afmarkað það land, sem máli skipti, með<br />

svo augljósum hætti að ekki var talið þurfa umfjöllunar við. Hér ber einnig að líta til ákvæðis<br />

landamerkjabréfsins um land „milli fjalls og fjöru“. Það ber því að skilja þannig að fjalllendið sé<br />

innan merkja jarðarinnar, alla leið að jökulrönd. Til samanburðar má benda á þau orð Íslendingabókar<br />

að landið hafi verið „viði vaxið milli fjalls og fjöru“, en vitað er að skógarmörk lágu þá í<br />

nokkurri hæð, sbr. kaflann „Gróðurfar við landnám og síðari breytingar“ í almennum niðurstöðum<br />

óbyggðanefndar.<br />

Krafa eigenda Skaftafells II um að merki jarðarinnar og beinn eignarréttur nái til hluta Svínafellsjökuls<br />

verður því ekki talin geta stuðst við lýsingu landamerkjabréfs en um önnur þau atriði<br />

sem kröfu þessa varða er fjallað síðar.<br />

Lýsing á merkjum Skaftafells til suðurs þarfnast einnig nánari umfjöllunar. Athygli vekur að<br />

lýsingar á mörkum Skaftafells og Svínafells enda í punkti skammt suðvestan við Svínafellsjökul,<br />

rétt ofan við Skeiðarársand og langt norðan við sjávarmál. Kröfugerð og meðfylgjandi kort miða<br />

við að framlengja landamerki jarðanna alla leið til sjávar, í sömu átt og þau liggja milli tveggja<br />

síðustu punkta upp undir Svínafellsjökli. Lýsing landamerkjabréfsins að þessu leyti virðist í ósamræmi<br />

við framangreint ákvæði bréfsins um „allt land milli fjalls og fjöru“. Merkjalýsingar aðliggjandi<br />

jarða, þ.e. annars vegar milli Skaftafells og Núpsstaðar og hins vegar milli Svínafells og<br />

Sandfells, styðja hið síðarnefnda þar sem þær verður að skilja svo að miðað sé við sjávarmál. Sama<br />

máli gegnir um merki Sandfells og Hofs. Hlaupsvæði vatnanna á Skeiðarársandi liggur fyrst og<br />

fremst fyrir landi þriggja jarða, þ.e. Skaftafells, Svínafells og Sandfells. Merki Svínafells og Sand-<br />

1 Skjöl nr. 2 (47, 48, 49).<br />

123

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!