17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

122<br />

Þá hefur eigandi Núpsstaðar í Vestur-Skaftafellssýslu lýst kröfu um beinan eignarrétt yfir hluta<br />

vestanverðs Skeiðarársands, að jökulrönd eins og hún er á hverjum tíma, þó innan tiltekinna marka.<br />

Ágreiningur er þannig milli eigenda Núpsstaðar og Skaftafells II um hluta sandsins. Sjá nánar í<br />

kafla 3.2.<br />

Loks hafa þinglýstir eigendur Svínafellstorfu, þ.e. jarðanna Svínafells I-IV, lýst kröfu um<br />

beinan eignarrétt að Hrútsfjalli, sjá nánar í kafla 3.4.<br />

Af hálfu íslenska ríkisins, sbr. kafla 7, er því haldið fram að beinn eignarréttur Skaftafells hafi<br />

aldrei náð að jökli og landnám til vesturs á þessu svæði einungis að Jökulfelli. Vísað er til heimilda<br />

um landnám, landamerkjabréfs frá 1890, þar sem óbyggðamörkum sé ekki lýst, nýtingar, staðhátta,<br />

gróðurfars og hæðar yfir sjó.<br />

Af hálfu þinglýstra eigenda Skaftafells II, sbr. kafla 8.2., er aðallega byggt á landnámi, skráðum<br />

eignarheimildum og hefð. Vísað er til landamerkjabréfs jarðarinnar sem aðliggjandi jarðir hafi<br />

samþykkt, afsals til Náttúruverndarráðs vegna ríkissjóðs 13. maí 1966 og gerðardóms um landskipti<br />

á óskiptu sameignarlandi ríkisins og Skaftafellsbænda frá 25. nóvember 1969. Jafnframt er<br />

m.a. byggt á athugasemdalausum þinglýsingum, nýtingu landsins, greiðslu ríkisstofnana fyrir landafnot<br />

og malartekju á Skeiðarársandi, auk tómlætis ríkisins. Einnig er vísað til 4. gr. reglugerðar nr.<br />

319/1984, um þjóðgarð í Skaftafelli, og kaupsamnings um land í grennd við þjónustumiðstöð, dags.<br />

10. maí 1978.<br />

Af hálfu þinglýsts eiganda Núpsstaðar, sbr. kafla 8.1., er vísað til landnáms, búsetu og nýtingar,<br />

sölu jarðarinnar á opinberu uppboði 1839 og landamerkjabréfs jarðarinnar frá 1987. Því er haldið<br />

fram að landamerkjalínu ofan til á sandinum (nærri vegi) eigi að draga austan Gígjukvíslar, nærri<br />

fornum farvegi Sigurðarfitjaála en ekki vestan Gígjukvíslar svo sem eigendur Skaftafells haldi<br />

fram. Einnig er vísað til gerðardóms frá 1969 um landskipti á jörðinni Skaftafelli, bréfs Náttúruverndarráðs<br />

frá 1996 o.fl.<br />

Af hálfu þinglýstra eigenda Svínafellstorfu, sbr. kafla 8.3.-8.4., er byggt á því að sé landamerkjalína<br />

Svínafells að vestanverðu, gagnvart Skaftafelli, framlengd frá efsta tilgreinda landamerkjapunkti,<br />

yfir Svínafellsjökul og í meginjökulinn, lendi Hrútsfjallið Svínafellsmegin við þá<br />

línu, sbr. einnig athugasemdalausa nýtingu Svínfellinga á Hrútsfjalli, venju og hefð.<br />

Saga afmörkunar, ráðstafana að eignarrétti og nýtingar að Skaftafelli er rakin í kafla 6.2. Þar<br />

kemur fram að Skaftafells er getið í heimildum allt frá fyrri hluta 14. aldar en sagnir um búsetu þar<br />

má rekja aftur til loka 10. aldar. Af heimildum verður ráðið að um sjálfstæða jörð hefur verið að<br />

ræða, sbr. umfjöllun um hugtakið jörð í almennum niðurstöðum óbyggðanefndar. Jafnframt eru<br />

fremur líkur til þess að landsvæði það, sem hér er til umfjöllunar, sé, a.m.k. að langstærstum hluta,<br />

innan upphaflegs landnáms í Austur-Skaftafellssýslu og að numið hafi verið frá sjávarmáli að<br />

þáverandi jökulbrún, að minnsta kosti, sbr. kafla 10.2. Að því leyti sem sérstakur vafi kann að leika<br />

á um landnámlýsingar vestast á Skeiðarársandi vísast til fyrri niðurstöðu óbyggðanefndar um heimildargildi<br />

Landnámu þar sem segir að af takmörkuðum lýsingum í Landnámu verði engar afdráttarlausar<br />

ályktanir dregnar um það hvort í öndverðu hafi verið stofnað til eignarréttar yfir landsvæði<br />

með námi, sbr. umfjöllun um landnám í almennum niðurstöðum óbyggðanefndar.<br />

Fyrstu lýsinguna á landamerkjum Skaftafells er að finna í landamerkjabréfi jarðarinnar, ódags.<br />

en þingl. 5. maí 1890. Bréfið er áritað af hálfu bæði Núpsstaðar og Svínafells. Merki í vestur og<br />

austur eru tilgreind en norður- eða suðurmörkum ekki lýst sérstaklega. Þó segir í bréfinu að jörðin<br />

eigi „land allt milli fjalls og fjöru“. Mörkum til vesturs, gagnvart Núpsstað í Fljótshverfi, er lýst<br />

þannig að jörðin eigi „land svo langt vestur að Súlnatindar beri hver í annan“. Í landamerkjabréfi<br />

Núpsstaðar, dags. 17. maí 1891 og þingl. 19. maí 1892, er sömu mörkum lýst með þeim hætti að<br />

Súlnatindar beri hver í annan, skoðað frá sjó, svo beina leið að norðan og að stórstraumsfjörumáli.<br />

Súlnatindar eru skörðóttur fjallshryggur austast í Eystrafjalli við vesturjaðar Skeiðarárjökuls,<br />

norður af þeim hluta hans sem nefnist Súlujökull. Fyrirsvarsmenn Núpsstaðar árita bréf Skaftafells

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!