17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

sandfokssvæðum norður eftir sandinum miðjum og mosanýgræðingur er einnig ofar á sandinum,<br />

allt norður undir jökulgarða Skeiðarárjökuls. Auk þessa eru líkur á því að á fyrstu öldum Íslandsbyggðar<br />

hafi Skeiðarársandur verið minni en síðar varð.<br />

Norðurmörkum landnáms í Austur-Skaftafellssýslu er ekki lýst í Landnámabók en af frásögn<br />

Hauksbókar má ráða að menn hafi a.m.k. farið svo langt til fjalls sem beitiland náði. Land í Öræfum<br />

er afmarkað af jöklum hið efra og sjó hið neðra. Upp við jökul rís fjalllendi og heiðarlönd en<br />

þar neðan við og allt niður að sjó er slétt undirlendi. Þaðan skerast fjölmargir dalir inn í fjalllendið,<br />

stórir og smáir. Hálendi og jöklar blasa við frá fjöru séð en fjarlægðir þar á milli eru u.þ.b. 3-38 km.<br />

Talið er vafalaust að við upphaf landnáms hafi gróðurþekja í Öræfum verið mun meiri að víðáttu<br />

og grósku en nú er og jöklar minni, sbr. kafla 5.2. og 5.4.<br />

Þess ber þannig að geta að sé tekið mið af staðháttum við túlkun landnámslýsinga verður að<br />

telja fremur líklegt að land í Öræfum hafi verið numið frá sjávarmáli að þáverandi jökulbrún, að<br />

minnsta kosti. Óvissa um aðferðir við landnám er þó of mikil til þess að hægt sé að fullyrða um<br />

stærð landnáma á þeim grundvelli, sbr. umfjöllun um landnám í almennum niðurstöðum óbyggðanefndar.<br />

10.3. Skaftafell<br />

Hér verður fjallað um landsvæði það sem afmarkað er í landamerkjabréfi Skaftafells, ódags. en<br />

þingl. 5. maí 1890, án tillits til síðari skiptingar lands innan þeirra merkja.<br />

Að Skaftafelli liggja jarðirnar Núpsstaður í Fljótshverfi, Vestur-Skaftafellssýslu, að vestan og<br />

Svínafell að austan. Skörp skil eru á milli undirlendis og fjalllendis fyrir landi Skaftafells, svo sem<br />

víðast annars staðar í Öræfum. Til suðurs kvíslast jökulárnar um hallalítinn Skeiðarársandinn, allt<br />

niður að sjávarmáli. Að norðan liggur Vatnajökull, nánar tiltekið Skeiðarárjökull, Öræfajökull og<br />

þrír skriðjöklar hins síðastnefnda, Morsárjökull, Skaftafellsjökull og Svínafellsjökull. Inn á milli<br />

skriðjöklanna rís mikið hálendi og heiðarlönd. Alls munu um tuttugu tindar á þessu svæði vera yfir<br />

1000 m háir og flestir meira eða minna tengdir saman með löngum fjallshryggjum. Á milli<br />

Skeiðarárjökuls og Skaftafellsjökuls liggur Morsárdalur. Fjarlægð frá sjó að jaðri Skaftafellsjökuls<br />

er um 26 km en 32 km inn í miðjan Morsárdal. Fjalllendinu, sem umlykur dalinn, má í megindráttum<br />

skipta í þrjá klasa. Að vestanverðu eru Skaftafellsfjöll, að norðanverðu Miðfell og Skaftafellsheiði<br />

austanmegin. Inn af heiðinni eru Kristínartindar (sá nyrðri 1126 m) og Skarðatindur (1385 m)<br />

næst jökli. Austan við Skaftafellsheiði, í krikanum á milli Skaftafellsjökuls og Svínafellsjökuls, er<br />

Hafrafellið (1174 m) og þar efst, í jökulkróknum ofan við Svínafellsjökul, er Hrútsfjall (1875 m).<br />

Íslenska ríkið hefur í meginatriðum dregið kröfulínu sína frá sjávarmáli í upptök Skeiðarár, þaðan<br />

í Krossgilstind, yfir Jökulfell og Morsárdal í Syðri-Kristínartind, að jökulrönd Skaftafellsjökuls og<br />

með fram henni þar til kemur á móts við neðri hluta Svínafellsjökuls nyrst, þar er dregin lína yfir í<br />

Svínafellsjökul og jaðri þess jökuls síðan fylgt.<br />

Samkvæmt þessari kröfugerð er þjóðlenda á norðurhluta þess landsvæðis sem liggur á milli<br />

skriðjöklanna Skeiðarárjökuls, Skaftafellsjökuls og Svínafellsjökuls og á vestanverðum Skeiðarársandi,<br />

að vesturmörkum þess svæðis sem óbyggðanefnd hefur til meðferðar í þessu máli. Þá hefur<br />

sami aðili einnig lýst kröfu um beinan eignarrétt að þeim hluta Skaftafellsjarðarinnar sem er í eigu<br />

ríkissjóðs, þ.e. Skaftafelli I og III, og liggur utan framangreindrar þjóðlendukröfulínu, samkvæmt<br />

landamerkjalýsingu. Jafnframt er gerð krafa um yfirráðarétt til þess hluta landsins samkvæmt<br />

landamerkjabréfi sem er innan þjóðlendulínu og meðal annars alls lands þjóðgarðsins í Skaftafelli.<br />

Kröfum þessum er nánar lýst í köflum 3.1.1. og 3.1.2.<br />

Eigendur Skaftafells II hafa hins vegar lýst kröfu um beinan eignarrétt yfir þeim hluta þessa<br />

landsvæðis sem þeir telja að liggi innan merkja Skaftafells II, sjá nánar í kafla 3.3. Jafnframt er þess<br />

krafist að hafnað verði öllum kröfum fjármálaráðuneytis sem feli í sér að land Skaftafellsjarða verði<br />

gert að þjóðlendu.<br />

121

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!