17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

120<br />

Um eignarréttarlega stöðu þess lands, sem hulið er jökli, fer eftir sömu reglum og um önnur<br />

landsvæði. Þegar merki jarðar eru miðuð við jaðar jökuls og þeim því ekki lýst nema að takmörkuðu<br />

leyti í landamerkjabréfi ber þannig að miða við stöðu jökuljaðarsins við gildistöku þjóðlendulaga,<br />

1. júlí 1998, enda sé jökullinn í þjóðlendu. Sé jökulsvæði innan merkja jarðar gilda hins vegar<br />

almenn sjónarmið um túlkun landamerkja. Merki sjávarjarða til hafsins fylgja breytingum á stórstraumsfjörumáli<br />

og landamerki færast inn og út í samræmi við landauka eða landtap.<br />

10. NIÐURSTÖÐUR ÓBYGGÐANEFNDAR Í MÁLI ÞESSU<br />

10.1. Inngangur<br />

Hér verður gerð grein fyrir þeim sérstöku forsendum sem úrskurður óbyggðanefndar í máli þessu<br />

byggist á. Í upphafi verður fjallað um landnám á því svæði sem hér er til meðferðar og því næst<br />

koma niðurstöður óbyggðanefndar um eignarréttarlega stöðu einstakra landsvæða, í staðfræðilegri<br />

röð frá vestri til austurs. 1 Að því loknu verður tekin afstaða til krafna Landsvirkjunar. Þá verður<br />

fjallað um ákvörðun málskostnaðar. Loks verður gerð grein fyrir tæknilegum atriðum.<br />

10.2. Landnám<br />

Svo sem fram kemur í kafla 6.1. eru þrír landnámsmenn í Öræfum nafngreindir í Landnámabók,<br />

tveir karlar og ein kona. Hrollaugur Rögnvaldsson er sagður hafa numið land frá Horni til Kvíár.<br />

Við Tóftafell skammt frá Kvíá tók við landnám Þorgerðar, konu Ásbjarnar Heyjangurs-<br />

Bjarnasonar, og náði það til Jökulfells og markaðist af Jökulsá í vestri. Þar fyrir vestan var landnám<br />

Bárðar Heyjangurs-Bjarnarsonar sem náði yfir Fljótshverfi.<br />

<strong>Óbyggðanefnd</strong> telur að ekki verði dregin sú afdráttarlausa ályktun af lýsingum Landnámu á<br />

landnámi Fljótshverfis og Ingólfshöfðahverfis að á milli Núpsvatna og Skeiðarár hafi ekki verið<br />

stofnað til eignarréttar með námi í öndverðu. Farvegur jökulvatna undan Skeiðarárjökli um landnám<br />

er ekki þekktur og auk þess óljóst hvort Skeiðará sé sama á og nefnd er Jökulsá í Landnámu.<br />

Í greinargerð Freysteins Sigurðssonar, jarðfræðings og sérfræðings í vatnafræðum, sem liggur<br />

frammi í málinu kemur fram að þáverandi Skeiðarárjökull hafi sennilega legið innan við þrengslin<br />

við Jökulfell eða jafnvel enn norðar. 2 Miðað við landslag á svæðinu sé líklegt að jökulvötn frá<br />

honum hafi frekar fallið niður miðjan dalinn milli Jökulfells og Súlutinda og þó jafnvel verið bægt<br />

til vesturs af skriðjöklum niður með Jökulfelli og aursvuntum frá þeim. Sé því líklegt að jökulvötn<br />

undan þáverandi Skeiðarárjökli hafi fallið tíðum niður miðjan sand eða jafnvel vestar þó vænta<br />

megi þess að þau hafi rásað eitthvað um að hætti slíkra vatna. Jökulsá sú, sem um geti í Landnámu,<br />

hafi því legið vestur á sandi en ekki verið sama á og nú heitir Skeiðará. Skeiðará hafi verið annað<br />

og miklu minna vatnsfall, byggðavatn neðan Jökulfells. Þegar Skeiðarárjökull hafi komist fram að<br />

Jökulfelli, líklega á 15.-17. öld, hafi Jökulsáin lagst í Skeiðarána og í kjölfarið týnt nafni sínu en<br />

meginvötnin fengið nafn Skeiðarár.<br />

Þá bendir greinargerð Ingva Þorsteinssonar náttúrufræðings um gróðurfar í Öræfum, sbr. kafla<br />

5.2., ekki til þess að Skeiðarársandur hafi á landnámstíma verið „óbrúkandi öræfi“ svo sem haldið<br />

er fram af hálfu íslenska ríkisins. Þar kemur fram að ekki sé óvarlegt að draga þá ályktun að<br />

Skeiðarársandur hafi verið grónari um landnám en nú. Mikill hluti Skeiðarársands er ógróið eða lítt<br />

gróið land, einkum vestur- og austurhluti sandsins þar sem jökulhlaup hafa komið í veg fyrir uppgræðslu.<br />

Á miðjum sandinum neðanverðum, innan kröfusvæðis ríkisins, er hins vegar allvíðáttumikið,<br />

raklent gróðursvæði, með fjölskrúðugu gróðurfari. Melgresi hefur verið að breiðast út á<br />

1 Umfjöllun um einstök örnefni byggist á útgefnum kortum Landmælinga Íslands, örnefnaskrám frá Örnefnastofnun<br />

Íslands, athugunum í vettvangsferð, sbr. kafla 4.4., og almennum uppsláttarritum, svo sem árbókum Ferðafélags Íslands.<br />

2 Sbr. einnig skjal nr. 19 (1).

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!