17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Hlutverk óbyggðanefndar er skilgreint í 7. gr. laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda,<br />

þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998. Samkvæmt því skal óbyggðanefnd:<br />

a. Kanna og skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda.<br />

b. Skera úr um mörk þess hluta þjóðlendu sem nýttur er sem afréttur.<br />

c. Úrskurða um eignarréttindi innan þjóðlendna.<br />

Verkefni óbyggðanefndar er þannig lögbundið og felst í að upplýsa um mörk eignarlanda og<br />

þjóðlendna og skilgreina óbein eignarréttindi innan þjóðlendu. Við úrlausn verkefnis síns hlýtur<br />

óbyggðanefnd að byggja annars vegar á heimildum um eignarréttindi og hins vegar almennum<br />

sönnunarreglum. Það er ekki á valdsviði óbyggðanefndar að ákvarða frá grunni mörk, eftir atvikum<br />

ný mörk, svo sem á grundvelli hæðarlínu eða annarra almennra viðmiðana af því tagi, sbr. 5. gr. laga<br />

nr. 58/1998. <strong>Óbyggðanefnd</strong> hefur ekki heimild til að svipta menn eignarlöndum sínum eða skerða<br />

eignarréttindi þeirra á annan hátt. Í vafa- og takmarkatilvikum er þó óhjákvæmilegt annað en að<br />

ætla nefndinni nokkurt svigrúm við mat á mörkum eignarlanda og þjóðlendna í samræmi við þær<br />

sönnunarreglur íslensks réttar sem nefndin er bundin af og grein er gerð fyrir í forsendum þessum.<br />

Þá telur nefndin að heimildir hennar til afmörkunar og ákvörðunar marka afrétta innan þjóðlendu<br />

séu eðli málsins samkvæmt rýmri en þegar um fyrrgreind mörk eignarlanda og þjóðlendna er að ræða.<br />

Frumstofnun eignarréttar hér á landi hefur farið fram með landnámi, hefð og lögum, sbr. löggjöf<br />

um nýbýli og þjóðlendur.<br />

Landnáma er grundvallarheimildin um landnám Íslands en heimildargildi hennar er umdeilt<br />

meðal fræðimanna. <strong>Óbyggðanefnd</strong> telur að Landnáma lýsi a.m.k. þeirri skiptingu lands sem menn<br />

töldu rétta eða voru ásáttir um á ritunartíma einstakra gerða hennar. Af frásögnum þar og<br />

rannsóknum á sviði sagnfræði, fornleifafræði og náttúrufræði virðist jafnframt óhætt að draga þá<br />

almennu ályktun að landnám hafi víða náð lengra inn til landsins en byggð á síðari tímum.<br />

<strong>Óbyggðanefnd</strong> telur jafnframt að skýrar frásagnir Landnámu hafi sönnunargildi um tilvist eignarréttar.<br />

Af takmörkuðum lýsingum í Landnámu verða hins vegar engar afdráttarlausar ályktanir<br />

dregnar um það hvort í öndverðu hafi verið stofnað til eignarréttar yfir landsvæði með námi.<br />

Hefð er annar frumstofnunarháttur eignarréttar. Dómstólar hafa hafnað því að eignarhefð verði<br />

unnin á grundvelli hefðbundinna afréttarnota af landi utan landamerkja jarða. Eignarhefð hefur hins<br />

vegar verið viðurkennd á grundvelli sambærilegra nota innan landamerkja jarðar. Jafnframt er ljóst<br />

að nytjar af þessu tagi hafa ekki nægt til að vinna eignarhefð með útrýmandi hætti innan marka<br />

jarðar svo sem þau hafa verið afmörkuð í landamerkjabréfi hennar. <strong>Óbyggðanefnd</strong> telur að við mat<br />

á því hvort tekist hafi að fullna eignarhefð yfir landsvæði skipti máli hvort það er innan eða utan<br />

landamerkja jarðar. Skilyrði fyrir því að eignarhefð verði unnin á landsvæði utan landamerkja<br />

jarðar eru þröng þó að ekki sé slíkt útilokað.<br />

Þá telur óbyggðanefnd það ekki á færi sínu, þrátt fyrir lögbundna rannsóknarskyldu nefndarinnar,<br />

að ákvarða einstökum aðilum réttindi á grundvelli réttarskapandi úrræðis sem hefðar án þess að<br />

til komi beint og ótvírætt tilkall viðkomandi aðila um ákveðin og afmörkuð eignarréttindi og að<br />

hann eftir atvikum beri fyrir sig og byggi rétt á hefð.<br />

Lög eru þriðji frumstofnunarháttur eignarréttar. Stofnun nýbýla á grundvelli nýbýlatilskipunar<br />

frá 15. apríl 1776 eða laga um nýbýli frá 6. nóvember 1897 virðist þó ekki hafa mikla almenna<br />

þýðingu í þessu sambandi enda fátíð þó ekki sé hún dæmalaus.<br />

Fram að gildistöku þjóðlendulaga var land að meginstefnu flokkað á grundvelli eignarhalds í<br />

jarðir, afrétti og almenninga. Þýðing þeirrar flokkunar nú ræðst af því hvernig hún fellur að hugtökunum<br />

eignarland og þjóðlenda.<br />

<strong>Óbyggðanefnd</strong> telur að almennt megi gera ráð fyrir að jörð sé landsvæði sem upprunalega hefur<br />

verið ráðstafað úr einstökum landnámum, stofnað til nýbýlis á eða eignarhefð unnin yfir. Tilgangurinn<br />

með stofnun hverrar jarðar hefur verið að stunda þar búskap árið um kring. Samt sem áður<br />

117

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!