17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

116<br />

Ekki er ljóst af lögbókunum hversu langt til sjávar netlög náðu enda mun það að nokkru hafa<br />

farið eftir aðstæðum eins og grunnsævi við sjávarstrendur. Lúðvík Kristjánsson getur sér þess til að<br />

netlög hafi verið miðuð við 6 þumlunga selmöskvalegg og hefur því mesta dýpt netlaga um fjöru<br />

verið 120 þumlungar eða 6 álnir. 1 Alin jafngilti um 47,7 sm svo að netlög hafa náð út að 2,9 m dýpi.<br />

Í skipan goðorðsmannsins Sæmundar Ormssonar um almenninga í Hornafirði, sem talin er frá<br />

um 1245, er því lýst yfir að land og fjöru skyldi helga 30 faðma þaðan frá sem efst féll í<br />

meðalflæðum. Rekald þar fyrir utan skyldi vera almenningur. 2 Talið hefur verið að Sæmundur hafi<br />

í skipan sinni verið að lýsa netlögum. 3 Í löggjöf frá miðbiki 19. aldar var miðað við 60 faðma (u.þ.b.<br />

112 metra) frá stórstraumsfjörumáli. 4 Í 20. aldar löggjöf hefur fyrst og fremst verið við það miðað<br />

að netlög séu 115 metrar á haf út miðað við stórstraumsfjörumál. 5 Sýnist nú óhætt að miða þau<br />

mörk sem meginreglu þó svo önnur viðmið gildi vissulega skv. þeim eldri lögum sem enn eru í<br />

gildi.<br />

Merki sjávarjarða til hafsins miðast annaðhvort við ytri mörk fjöru eða netlaga. Um þetta álitaefni<br />

er ekki þörf ítarlegrar umfjöllunar hér enda fjalla þjóðlendulögin einungis um land ofan sjávar.<br />

Ljóst er að strandlengja landsins tekur breytingum, á einum stað kann að verða landrof en á<br />

öðrum landauki. Dómstólar hafa lagt til grundvallar að eigandi sjávarjarðar eignist þann landauka<br />

sem til verður í fjöru og netlögum fyrir landi hans. 6 Það á a.m.k. við um þann landauka sem til<br />

verður af náttúrulegum ástæðum eða fyrir tilverknað þriðja manns. 7<br />

Með lögum nr. 73/1990 voru auðlindir hafsbotnsins utan netlaga og svo langt til hafs sem fullveldisréttur<br />

Íslands nær lýstar eign íslenska ríkisins, sbr. 1. gr. Netlög eru þar skilgreind með sama<br />

hætti og áður, sbr. 3. mgr. 2. gr., og ekki verður talið að ætlunin hafi verið að afnema til frambúðar<br />

áðurgreindan rétt sjávarjarða til landauka og fastsetja þar með í eitt skipti fyrir öll mörk sjávarjarða<br />

til hafsins. Vilji löggjafans til slíkrar breytingar hefði þurft að koma skýrt fram. Gildistaka laga nr.<br />

73/1990 hafði þannig ekki í för með sér að merki sjávarjarða til hafsins væru endanlega fastsett.<br />

Fjara og netlög færast út og inn í samræmi við landauka eða landtap, þ.e. breytt stórstraumsfjörumál,<br />

og landamerki þar með.<br />

9.6. Niðurstöður<br />

Af úrlausnum dómstóla fyrir gildistöku þjóðlendulaga 1998 var ljóst að tiltekin landsvæði á hálendi<br />

Íslands væru ekki í eigu sveitarfélaga eða ríkis. Jafnframt mátti ætla að svipað ætti við um fleiri<br />

landsvæði en þau sem komið höfðu til umfjöllunar dómstóla. Réttarstaða þessara landsvæða var því<br />

að miklu leyti óljós. Þörfin á skýrum reglum um eignarráð og forræði jókst hins vegar með aukinni<br />

og fjölbreyttari nýtingu.<br />

Þjóðlendulögin voru sett til að leysa úr þessum vanda. Með þeim er íslenska ríkið lýst eigandi<br />

slíkra svæða, þau kölluð þjóðlendur og óbyggðanefnd falið að greina á milli þeirra og eignarlanda.<br />

Jafnframt er gert ráð fyrir að innan þjóðlendu geti einstaklingar eða lögaðilar átt takmörkuð eignarréttindi<br />

og óbyggðanefnd falið að úrskurða um þau.<br />

1 Lúðvík Kristjánsson 1980, s. 203.<br />

2 Íslenskt fornbréfasafn 1, s. 536.<br />

3 Sbr. Þorgeir Örlygsson, 1993: „Er Hornafjörður almenningur?“ Tímarit Háskóla Íslands. 6. árg. nr. 6. Reykjavík. S. 33.<br />

4 Sbr. t.d. 3. gr. tilskipunar um veiði á Íslandi frá 20. júní 1849.<br />

5 Sjá t.d. 3. mgr. 2. gr. laga um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, nr. 57/1998, 1. gr. laga um vernd, friðun og<br />

veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, nr. 64/1994, og 1. gr. laga um lax- og silungsveiði, nr. 76/1970.<br />

6 Sbr. H 1946 345. Sjá einnig Ólafur Lárusson, 1950: Eignaréttur I, s. 45 og Gaukur Jörundsson, 1982-83: Eignaréttur II,<br />

s. 136.<br />

7 Ekki verður ráðið af fyrirliggjandi réttarheimildum og fræðiskrifum að greinarmunur sé í þessu sambandi gerður á landauka<br />

sem til verður fyrir tilstilli fasteignareigandans sjálfs. Á það er þó bent að réttur fasteignareiganda í þessa veru geti<br />

ekki, í ljósi tækniframfara og nýrra viðhorfa, verið án takmarkana. Þær takmarkanir helgast þá af hagsmunum íslenska<br />

ríkisins, fullveldisrétti þess og eignarrétti, sbr. t.d. lög nr. 73/1990.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!