17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

vegar veiði alla í netlögum, flutninga hvals og viðar og allt það sem flaut utan netlaga og að<br />

rekamörkum og aðrir höfðu ekki áður eignað sér. 1 Enn fremur skyldi landeigandi en ekki fjörumaður<br />

(rekamaður) varðveita vogrek, þar til eigandi kæmi fram en eignast ella, og skotmannshlut<br />

og fá ágóða af og hafa þriðjung af öllum þeim hvölum „er fyrir mönnum hlaupa á land“. 2 Í heimildum<br />

frá miðöldum eru einnig mörg dæmi um að rekinn væri ekki miðaður við ákveðið svæði heldur<br />

tiltekið magn af viði sem ýmist var kallað afdráttur eða afreiðsla. 3<br />

Af því sem hér hefur verið rakið má álykta að fjörueign í landi annarrar jarðar hafi fyrst og<br />

síðast verið ítak en ekki falið í sér eignarrétt á landinu sjálfu. 4 Í því sambandi má benda á þau orð<br />

Hans Kuhn að fjöruítök séu í elstu máldögum og skrám aðeins kölluð fjörur eða rekafjörur. 5 Hér<br />

verður þó að hafa á þann fyrirvara að rekamanni tilheyrði ekki einvörðungu fjaran í merkingunni<br />

fjöruítak heldur einnig rekagrunnurinn enda missti hann ekki rétt sinn til rekans þótt orpinn væri<br />

sandi eða grjóti. 6 Þegar þess er gætt að fjörur (reki) voru í mörgum tilvikum ítak í landi annarra en<br />

þeirra sem áttu rekann þarf ekki að koma á óvart að fjörumörk og landamerki jarða til sjávar fóru<br />

ekki alltaf saman eins og t.d. landamerkjabréf jarða í Öræfum vitna um. Samkvæmt lögum um<br />

lausn ítaka af jörðum, nr. 113/1952, féllu önnur ítök en skógarítök og lax- og silungsveiðiítök úr<br />

gildi væri ítaksrétti ekki lýst með tilteknum hætti, sjá nánar í kafla 9.4.<br />

Í lögbókunum er einnig gert ráð fyrir að fjörur geti verið almenningur og heimildir um almenninga<br />

við sjávarsíðuna eru allnokkrar. 7 Þar skyldu fjórðungsmenn eiga reka allan nema þann sem<br />

skot var í. Þá skyldu þeir menn varðveita „er lönd eigu næst“. 8 Samkvæmt þessu virðist ekki gert<br />

ráð fyrir því að almenningsfjara sé ítak í eignarlandi en dæmi um slíkt kunna þó að finnast. 9<br />

Netlögum má líkja við „fiskveiðilögsögu“ sjávarjarða. Þau eru skilgreind á þessa leið í fornlögum:<br />

Þar eru netlög utast í sæ er selnet stendur grunn, tuttugu möskva djúpt, af landi eða af skeri og komi<br />

flár [þ.e. flotholt] upp úr sjánum að fjöru þá er þinur [þ.e. teinn á neti] stendur grunn. En fyrir það utan<br />

á hver að veiða að ósekju er vill. 10<br />

Landeigandinn átti einn alla veiði í netlögum og í fjörunni, og gilti einu þó að annar hefði<br />

eignast aðrar nytjar í fjöru og netlögum. 11 Eins og áður hefur komið fram virðist fiskhelgi<br />

samkvæmt Jónsbók hafa verið miðuð við rekamörk og verður því ekki í öllum tilvikum lögð að<br />

jöfnu við netlög.<br />

11 Grágás 1992, s. 354-355, 365. Jónsbók 1904, s. 196-197. Sambærilegt ákvæði um rétt rekamanns til flutninga er hins<br />

vegar ekki í Jónsbók.<br />

12 Grágás 1992, s. 354. Jónsbók 1904, s. 197, 201-203, 208-209.<br />

13 Lúðvík Kristjánsson 1980, s. 220. Sjá einnig Íslenskt fornbréfasafn 3, s. 56-57.<br />

14 Sbr. einnig hugtakið ítaksreki um þann reka jarða eða hluta hans sem gengið hafði undan jörðinni (Lúðvík Kristjánsson<br />

1980, s. 204).<br />

15 Kuhn, Hans, 1943-1948: „Hátúningamelur og Gnúpverjahreppur.“ Árbók Hins íslenzka fornleifafélags. S. 73. Austfirðingar<br />

nota orðið sandur um það sem Sunnlendingar kalla fjöru (Lúðvík Kristjánsson 1980, s. 218).<br />

16 Lúðvík Kristjánsson 1980, s. 203.<br />

17 Sjá nánar í almennum niðurstöðum óbyggðanefndar um hugtakið almenningar.<br />

18 Grágás 1992, s. 369. Sbr. Jónsbók 1904, s. 193-194.<br />

19 Af þessu yfirliti má sjá að samkvæmt lögbókunum, Grágás og Jónsbók, áttu nokkrir aðilar lögverndaðan rétt til hvals<br />

eftir ákveðnum reglum: Í fyrsta lagi var það landeigandinn, í öðru lagi rekamaður, ef rekinn hafði verið seldur undan<br />

jörð, í þriðja lagi skotmaður, sem átti hálfan hval sem hann náði ekki að festa í fjöru og loks fjórðungsmenn ef um almenningsfjöru<br />

var að ræða. Fleiri áttu einnig sinn rétt til rekahvals að uppfylltum ákveðnum skilyrðum eins og leiglendingur<br />

og sá sem fyrstur kom að hval er fluttur hafði verið úr almenningi (sbr. „finnandaspik“). Sbr. Grágás 1992, s. 356,<br />

365. Jónsbók 1904, s. 135.<br />

10 Grágás 1992, s. 354. Sbr. Jónsbók 1904, s. 196.<br />

11 Jónsbók 1904, s. 197.<br />

115

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!