17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

114<br />

Sú skýring hefur verið gefin á rekamarki að það sé „sá hluti fjöru og hafs sem bóndi eða rekamaður<br />

má nýta á allan reka“. 1 Lúðvík Kristjánsson taldi hins vegar rekamark vera sömu merkingar<br />

og fjörumark og tákna merki milli deildra reka. 2 Í Staðarhólsbók Grágásar er rekamark við það<br />

miðað „að sjá mundi mega þaðan fisk á borði ef eigi bæri land fyrir“. 3 Lýsing Konungsbókar á rekamarki<br />

er nokkru ítarlegri og er hún sambærileg við skilgreiningu Jónsbókar á fiskhelgi:<br />

Maður á að flytja við þann er hann finnur á floti fyrir utan það er fisk sér af borði, óflattan, fyrir annars<br />

manns landi. Það skal þorskur vera, sá skal svo mikill vera að hann sé álnar í öxarþærum flattur [álnarbreiður<br />

milli þunnildisnefja]. Sá fiskur heitir gildingur. Á því borði skal sjá þann fisk er til lands veit,<br />

þaðan úr fjöru er fyrvir [fellur út] utast. 4<br />

Fiskhelgi í þessu samhengi táknar svæðið út að rekamörkum sem að sínu leyti miðast við að<br />

óflattur þorskur sé í sjónmáli frá ströndinni. 5<br />

Síðar, sennilega snemma á 14. öld, var kveðinn upp svofelldur alþingisdómur um rekamark til lands:<br />

Rekamarck til landz sem leingst ut fiarar. og flod geingur leingst i logne. þa hvorke æser brim nie vindur.<br />

Þad var logtekid um rekamark a Auxararþijnge af badum l¹gm¹nnunum og allri logriettunne a dogum<br />

Häkonar kongz. sem væri i almennelegu flædarmäle þa siör rædur sier. Enn hvad hann æser brim edur<br />

vindur. edur kastar yfer Mälarkamp. edur eírartanga. so sem i logbok utvijsar. edur a land upp. þar sem<br />

so vid vijkur. þa eignast þad landeigande hvort þad er trie edur hvalur. 6<br />

Hér virðist lögrétta skilgreina það sem í síðari löggjöf er nefnt stórstraumsflóðmál.<br />

Algengt var á miðöldum og síðar að fjara innan merkja tiltekinnar jarðar væri nýtt frá annarri<br />

jörð. Eigandi hinnar síðarnefndu nefndist þá rekamaður eða fjörumaður en rétturinn var þó bundinn<br />

jörð hans en ekki persónu. Landeigandi og fjörumaður skiptu með sér fjörugögnum eftir ákveðnum<br />

reglum. Um þetta segir í Jónsbók:<br />

Ef maðr kaupir reka af landi manns at lÄgmáli réttu, ok skilja þeir þat eigi gjørr en svá, þá á landeigandi<br />

af fjÄru þeiri álnarlÄng kefli Äll ok smæri, en rekamaðr á þar við allan annan útelgdan er þar<br />

rekr upp, ok svá hvali alla er þar hlaupa kvikir á land, nema menn valdi, og svá á hann þá hvali er þar<br />

rekr. Sá maðr er land á, hann á þara allan ok fugla alla, sela alla ok rostunga, ok svá ef maðr drepr sel;<br />

hann á þar at hafa hnísur ok háskerðinga, ok fiska alla, nema þar reki fleiri senn á land en .v. [5], þá á<br />

rekamaðr. 7<br />

Rekamaður átti einnig allan ómerktan við og hval sem menn fluttu úr almenningi 8 , ef þeir<br />

fylgdu ekki festum eins og skylt var, og að auki allt það sem flaut í netlögum. Landeigandi átti hins<br />

1 Grágás 1992, s. 552. Í Jónsbók virðist einnig gert ráð fyrir að rekamark geti tekið til hafsvæðis út fyrir netlög, sbr. þetta<br />

orðalag: „Ef maðr veiðir hval í rekamarki, þar er fisk sér á borði ok fyrir utan netlÄg, þá á sá allan er veiðir“ (Jónsbók<br />

1904, s. 206 sbr. einnig s. 197).<br />

2 Lúðvík Kristjánsson, 1980: Íslenzkir sjávarhættir. 1. b. Reykjavík. S. 219.<br />

3 Grágás 1992, s. 353 (Staðarhólsbók). Skilgreining Konungsbókar er ítarlegri (sbr. Grágás 1992, s. 353-354). Samkvæmt<br />

Jónsbók 1904 (s. 206) var rekamark „þar er fisk sér á borði“.<br />

4 Grágás 1992, s. 353-354. Sbr. Jónsbók 1904, s. 203 og 206 (6. og 8. k. rekabálks).<br />

5 Sbr. Magnús Már Lárusson, 1981: „Hvalfangst.“ Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelaldar. 7.b. Kaupmannahöfn.<br />

D. 169.<br />

6 Íslenskt fornbréfasafn 11, s. 1-2.<br />

7 Jónsbók 1904, s. 196-197.<br />

8 Í Jónsbók er landeiganda eignaður allur flutningur (Jónsbók 1904, s. 197).

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!