17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

nauðsynlegur grundvöllur undir stofnun ítaks á því og ítakshafinn öðlast rétt sinn innan marka þess<br />

réttar sem handhafi hinna beinu eignarréttinda átti.<br />

Þrátt fyrir þetta kunna að finnast ítök í landsvæðum sem ekki eru undirorpin beinum eignarrétti<br />

nú og ekki unnt að sýna óyggjandi fram á að hafi nokkurn tíman verið það. Sem dæmi um slíkt má<br />

nefna ákvæði í máldögum um takmörkuð réttindi kirknanna í Biskupstungum á Biskupstungnaafrétti.<br />

Þannig segir í máldaga kirkjunnar á Torfastöðum frá 1331 að hún eigi „skógarteig í Sandvatnshlíð“.<br />

1 Hið sama kemur fram í Vilkinsmáldaga frá 1397 2 og Gíslamáldaga frá 1570. 3 Þá segir<br />

í Gíslamáldaga um kirkjuna í Bræðratungu að hún eigi „Skógartungu undir Bláfelli“. 4 Í máli nr.<br />

4/2000, Biskupstungnaafréttur og efstu lönd í Biskupstungnahreppi, komst óbyggðanefnd að þeirri<br />

niðurstöðu að Framafréttur Biskupstungna, það landsvæði sem framangreind réttindi kirknanna<br />

náðu til, væri þjóðlenda. Nefndin útilokaði þó ekki að umrætt landsvæði hefði einhvern tímann<br />

verið undirorpið beinum eignarrétti en taldi umrædda máldaga eina og sér ekki veita næga sönnun<br />

í þeim efnum. Í slíkum tilvikum kann þó að vera um annars konar réttindi að ræða en ítök í hinni<br />

hefðbundnu lögfræðilegu merkingu hugtaksins.<br />

9.5. Fjörur og rekaeign<br />

Eignarréttur að fasteign sem liggur að sjó nær einnig til fjörunnar fram af henni, þ.e. svæðisins á<br />

milli stórstraumsflóðmáls og stórstraumsfjörumáls. 5 Undir yfirborði sjávar taka við svokölluð<br />

netlög sem í ýmsum lögum eru skilgreind sem sjávarbotn 115 metra út frá stórstraumsfjörumáli<br />

landareignar. 6 Óumdeilt er að netlög fylgi sjávarjörðum en um hitt hefur fremur verið ágreiningur<br />

hvort eignarráð fasteignareiganda feli í sér beinan eignarrétt eða séu bundin við þau réttindi sem<br />

sérstaklega er mælt fyrir um í einstökum lögum. 7<br />

Kemur þá til skoðunar hver hafi verið réttur landeigandans í fjöru og netlögum jarðar sinnar.<br />

Þar verður helst litið til þeirra fjörunytja sem lengst hafa verið til umfjöllunar í löggjöf hér á landi,<br />

þ.e. reka og veiði.<br />

Rekinn hefur verið helsta verðmæti fjörunnar. Elstu ákvæði laga um reka eru í Grágás. Þau voru<br />

síðan tekin upp lítið breytt í rekabálk Jónsbókar, og er sá bálkur enn í gildi ásamt viðbótum um<br />

skotinn hval og skotmannshlut sem gefnar voru út í konungsbréfum 1778 og 1779. 8 Meginreglan<br />

var sú að jarðeigandi átti reka fyrir landi sínu. Í Jónsbók er reki nánar skilgreindur með svofelldum<br />

hætti: „Hverr maðr á reka allan fyrir sínu landi viðar ok hvala, sela ok fiska, fugla og þara, nema<br />

lÄgum sé frá komit.“ 9 Eignarréttur jarðeiganda á viðar- eða hvalreka var þó því aðeins hafinn yfir<br />

vafa að hann merkti sér rekann eða kæmi böndum á hann. 10 Allan reka utan rekamarka var hverjum<br />

manni heimilt að flytja að landi, marka sér og slá eign sinni á en landeigandi skyldi eiga alla aðra<br />

flutninga hvals og viðar. 11<br />

11 Íslenskt fornbréfasafn 2, s. 669.<br />

12 Íslenskt fornbréfasafn 4, s. 49.<br />

13 Íslenskt fornbréfasafn 15, s. 647.<br />

14 Íslenskt fornbréfasafn 15, s. 648.<br />

15 Ólafur Lárusson, 1950: Eignaréttur I, s. 45. Gaukur Jörundsson, 1982-83: Eignaréttur I, s. 37. Þorgeir Örlygsson, 1998:<br />

Kaflar úr eignarétti I, s. 57 (hdr.).<br />

16 Sjá t.d. 3. mgr. 2. gr. laga um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, nr. 57/1998, 1. gr. laga um vernd, friðun og<br />

veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, nr. 64/1994, og 1. gr. laga um lax- og silungsveiði, nr. 76/1970.<br />

17 Í H 1996 2518 og 2525 er talinn vafi um beinan eignarrétt fasteignareiganda í netlögum.<br />

18 Sbr. opið bréf um rekatilkall á Íslandi frá 4. maí 1778, 5. gr., og konungsbréf (til stiftamtmanns) um landshlut af flutningshvölum<br />

á Íslandi frá 23. júní 1779, 1.-2. gr.<br />

19 Jónsbók 1904, s. 194.<br />

10 Grágás 1992, s. 351-352. Sbr. Jónsbók 1904, s. 194-195.<br />

11 Grágás 1992, s. 353-354. Jónsbók 1904, s. 196-197. Á öðrum stað í Jónsbók (s. 203) segir þó að þess hvals, sem fluttur<br />

sé, eigi flytjendur þriðjung en landeigandi tvo hluti nema skot finnist í, þá eigi skotmaður þriðjung. Þetta ákvæði<br />

virðist eiga sér nokkra samsvörun í 71. k. landabrigðisþáttar Grágásar (Grágás 1992, s. 365).<br />

113

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!