17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

112<br />

Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns var tekin saman hafði myndast þéttriðið net ítaka um<br />

land allt. 1<br />

Ljóst er að ítakaeign skipti í margar aldir verulegu máli fyrir afkomu landsmanna og mun að<br />

einhverju leyti hafa stuðlað að jafnari dreifingu landgæða. Á sumum stöðum á landinu hagaði þannig<br />

til að jörð, sem ekki átti mikilvæg hlunnindi eins og upprekstrarland, skóg eða fjörunytjar eða<br />

gat ekki nýtt þau í eigin landi vegna staðhátta, fékk þau sem ítök í öðru landi. Nefna má sem dæmi<br />

að í Þórisdal í Lóni áttu nokkrar jarðir skógarítak. Ein þeirra var Efri-Fjörður í Lóni. Hún átti skógarítak<br />

í Skálahvömmum í Þórisdal eða Laxárdal en í staðinn var heimilað útræði frá Klifunum (Þorgeirsstaðaklif).<br />

2 Slík ítakaskipti munu víðar hafa tíðkast, ekki síst á þeim svæðum þar sem útræði<br />

var gott. Hraunskarð undir Jökli átti t.d. „frí kolatak í Hrísaskóg og raptvidahögg í jördunne til upheldis“<br />

í staðinn fyrir uppsátur og „ítaksbúðir“ í Hraunskarðsjörð. 3 Annars staðar þar sem ekki var<br />

um ítök eða ítakaskipti að ræða var venjulega greitt ákveðið gjald fyrir útræðið, svonefndur vertollur. 4<br />

Mörg ítök gengu smám saman úr sér ýmist af völdum eyðingarafla náttúrunnar, ofnýtingar eða<br />

vegna breyttra búskaparhátta og urðu því ekki annað en inntakslaus réttur sem setti ákveðnar hömlur<br />

á eignarrétt fasteigna. 5 Um miðbik nýliðinnar aldar var því svo komið að fjölmörg þeirra ítaka, sem á<br />

jörðum hvíldu, komu ítakshafanum að litlu sem engu gagni auk þess sem ýmis þeirra virtist augljóslega<br />

hagkvæmara að nýta samhliða nýtingu á viðkomandi jörð. Lagasetning frá þeim tíma ber skýran vott<br />

um þá stefnu löggjafans að tryggja það að eðlileg gæði fasteigna fylgi þeim sjálfum og séu nytjuð<br />

í sambandi við notkun þeirra. 6 Það var einkum gert með því að banna að tiltekin hlunnindi, sem fasteign<br />

fylgdu, væru frá henni skilin auk þess sem eigendum fasteigna, sem ítök hvíldu á, var gert kleift<br />

að leysa þau af eignum sínum gegn fjárgreiðslu. Þannig var t.d. lausn veiðiítaka í ám og vötnum<br />

heimiluð með lögum nr. 40/1942, sbr. nú lög nr. 76/1970 og lausn skógarítaka af jörðum með lögum<br />

nr. 100/1940, sbr. nú lög nr. 3/1955, sbr. lög nr. 76/1984. Þá fjalla lög nr. 13/1956, um sölu kirkjuítaka.<br />

Veigamesti þátturinn í þessari viðleitni löggjafans var þó setning laga nr. 113/1952, um lausn<br />

ítaka af jörðum, en þau taka til allra ítaka í jarðir annarra en lax- og silungsveiðiítaka í ám og vötnum<br />

og skógarítaka, sbr. 2. og 3. gr. laganna. 7 Með þeim var sú skylda lögð á þá sem töldu sig eiga slík<br />

ítök að lýsa þeim í samræmi við efni laganna. Væri það ekki gert féll ítakið úr gildi. Lögin hafa enn fremur<br />

að geyma reglur um það hvernig eigandi jarðar, sem ítak er í, eldra en 25 ára, getur leyst það af<br />

jörð sinni. Þrátt fyrir þessa viðleitni löggjafans er þó ljóst að enn kunna að finnast gild ítök hér á landi.<br />

<strong>Óbyggðanefnd</strong> telur að tilvist ítaks í fasteign bendi fremur til þess að svæði það, sem ítakið er<br />

á sé eða hafi einhvern tíman verið eignarland. 8 Þannig hafi réttur yfir viðkomandi landsvæði verið<br />

1 Sbr. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. 12. b. (Atriðisorðaskrá), undir afrétt, beit/beitarítak, melaslægja/<br />

meltak, lax/laxveiði, fugl/fuglatekja, eggjatak/eggjatekja/eggver, skógur/skógarítak, hrís/hrísrif/hrístak, torf, móskurður/mótak,<br />

engjatak/engjaítak, reki/rekaítak.<br />

2 Þetta kom fram í vitnisburði Vilhjálms Geirs Þórhallssonar, eiganda Efra-Fjarðar, við skýrslutöku 9.9. 2002 í máli nr.<br />

5/2001. Sbr. einnig vitnisburð Þorsteins Geirssonar á Reyðará við sömu skýrslutöku.<br />

3 Íslenskt fornbréfasafn. 3. b. Kaupmannahöfn 1896. S. 141. Fleiri dæmi eru um slík ítakaskipti í þessari heimild sem talin<br />

er frá um 1360.<br />

4 Sbr. Jarðabók Árna og Páls 12, undir naust, uppsátur, útræði, verbúð, vertollur.<br />

5 Sbr. hugtakið servitut í merkingunni ítak eða ískylda.<br />

6 Þegar um miðja 19. öld tók að gæta þeirrar tilhneigingar löggjafans að sporna við frekari stofnun ítaka, sbr. 4. gr.<br />

tilskipunar um veiði á Íslandi frá 20. júní 1849.<br />

7 Í 1. gr. laga nr. 113/1952 segir að ítak merki í lögunum hvers konar afnot fasteignar, sem eigi séu samfara vörslum hennar<br />

eða þess hluta hennar, sem afnotin taki til, enda sé réttur til afnotanna byggður á heimild einkaréttareðlis. Í greinargerð<br />

með frumvarpi því, sem varð að umræddum lögum, segir í athugasemdum að fylgt sé hinni venjulegu fræðilegu<br />

skýringu á því hvað ítak sé.<br />

8 Í greinargerð með frumvarpi því, sem varð að lögum nr. 113/1952, er í athugasemdum tekið fram að lögin taki ekki til ítaka<br />

í kaupstaðarlóðir eða í afrétti, sem sveitarfélög eiga. Í lögunum er þannig gert ráð fyrir því að unnt sé eða hafi verið að stofna<br />

til ítaka í afréttarlöndum. Með hliðsjón af hinni almennu lögfræðilegu skilgreiningu á hugtakinu ítak verður þó að ætla að með<br />

því sé átt við afréttarlönd sem undirorpin eru beinum eignarrétti eða hafi verið það á þeim tíma þegar til ítaksins var stofnað.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!