17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

leika. Önnur og e.t.v. heppilegri útfærsla er hins vegar ekki á valdsviði óbyggðanefndar en sá<br />

möguleiki fyrir hendi að ríkisvaldið og einstakir jarðeigendur nái um slíkt samkomulagi, eftir atvikum<br />

með nauðsynlegri aðkomu löggjafarvalds, sbr. ákvæði 40. gr. stjórnarskrár og II. kafla þjóðll.<br />

9.4. Ítök<br />

Í íslenskum rétti hafa ítök eða ítaksréttindi verið skilgreind sem réttindi er veiti rétthafa tiltekin<br />

þröng umráð og takmörkuð not fasteignar sem er í eigu og umráðum annars eða annarra aðila. 1<br />

Réttindi af þessum toga eiga sér langa sögu hér á landi og verður fyrst vikið að því hvað ráða megi<br />

af eldri rétti um ítök og inntak ítaksréttinda.<br />

Í lögbókunum Grágás og Jónsbók er hugtakið ítak ekki skilgreint sérstaklega en af einstökum<br />

ákvæðum má ráða í merkingu þess. Í landabrigðisþætti Grágásar er fjallað um þær réttarathafnir<br />

sem fram áttu að fara þegar maður vildi brigða öðrum land. Þar segir m.a. að brigðandi skyldi<br />

kveðja sér kviðar (væntanlega búakviðar) til að ganga úr skugga um hvort unnt væri að selja<br />

leiguból „eða ítök í annarra manna löndum“ áður en til þess kæmi að aðalbólið væri selt. 2<br />

Kaflinn um landamerki og lagakaup í Jónsbók (6. k. landsbrigðabálks) hefst á þessa leið:<br />

Nú vill maðr selja land sitt við verði, þá skulu þeir kveða á um merki með sér, um land ok skóga ok<br />

engjar ok reka, veiðar ok afréttu ef eru, ok allra gÏða skulu þeir geta þeira, er því landi eigu at fylgja,<br />

þó at þat sé í Ännur lÄnd, eða aðrir menn eigi þanneg ítÄk; síðan skulu þeir takaz í hendr ok kaupa með<br />

váttum tveim eða fleirum. 3<br />

Annars staðar í lögbókinni er nánar rætt um sams konar réttindi án þess þó að tekið sé fram að<br />

um ítök sé að ræða. Þannig er fjallað um skóg, beituteig, fjöru, veiði og engi í annars jörðu en síður<br />

eða jafnvel ekki notuð orðin skógar-, beitar-, fjöru-, veiði- og engjaítak. 4 Ákvæði lögbókanna leiðir<br />

því til þeirrar niðurstöðu að ítak sé „réttur til ákveðinna nytja á landi annars“, 5 og fær það vel samrýmst<br />

hinni lögfræðilegu skilgreiningu hugtaksins nú á dögum.<br />

Til ítaka var stofnað með ýmsum hætti. Ítakaeign mun t.d. hafa orðið til við tímabundin lán<br />

hlunninda, kaup og ítakaskipti. 6 Elsta skjallega heimildin um ítakaeign mun vera máldagi Stafholtskirkju<br />

sem talinn hefur verið frá miðri 12. öld. 7 Þar er greint frá því að prestur nokkur, Steini Þorvarðsson,<br />

hafi gefið kirkjunni m.a. þrjá hluti laxveiðar í Þverá, kerveiði í Norðurá undir fossi, Engines<br />

á Ströndum norður „ok reki með“ og selför í Þverárdal upp frá Kvíum. Í máldaganum er lýst<br />

einum algengasta stofnunarhætti kirknaítaka sem var gjöf í sáluhjálparskyni. Þannig hefur frá fyrstu<br />

tíð byggðar hér á landi verið stofnað til ítaka með beinni yfirfærslu eða afhendingu tiltekinna réttinda.<br />

Frá 13. öld hafa varðveist nokkrar skrár um ítök, einkum reka, m.a. elsta rekaskrá Skálholtskirkju<br />

frá um 1270. Benda þær til þess að á þeim tíma hafi ítök verið orðin eftirsótt gæði sem ekki<br />

síst kirkjulegar stofnanir sóttust eftir. 8 Ítökum fjölgaði síðan jafnt og þétt, og í byrjun 18. aldar, þegar<br />

1 Þorgeir Örlygsson, 1998: Kaflar úr eignarétti I. Reykjavík. S. 28 (hdr.). Gaukur Jörundsson, 1982-83: Eignaréttur I, s.<br />

6. Ólafur Lárusson, 1950: Eignaréttur I, s. 13.<br />

2 Sbr. Grágás 1992, s. 288.<br />

3 Jónsbók 1904, s. 124. Sambærilegur kafli er í Grágás (1992, s. 290) án þess að orðið ítak sé þar notað.<br />

4 Sbr. Grágás 1992, s. 296, 321, 329. Jónsbók 1904, s. 147-148, 150.<br />

5 Grágás 1992, s. 537. Sbr. Magnús Már Lárusson, 1981: „Jordejendom. Island.“ Kulturhistorisk leksikon for nordisk<br />

middelalder. 7. b. Kaupmannahöfn. D. 671.<br />

6 Páll Sigurðsson, 1992: „Kirknaítök. Saga þeirra og réttarþróun.“ Svipmyndir úr réttarsögu. Þættir um land og sögu í ljósi<br />

laga og réttarframkvæmdar. Reykjavík. S. 277.<br />

7 Íslenskt fornbréfasafn. 1. b. Kaupmannahöfn 1857. S. 178-180. Sbr. Páll Sigurðsson 1992, s. 279.<br />

8 Íslenskt fornbréfasafn 1, s. 67-76. Tímasetning rekaskrárinnar er ekki örugg. Sbr. einnig sama rit, s. 4, 246-248 (ítakaskrá<br />

Viðeyjarklausturs [1284]), 248-251 (reka- og landamerkjaskrá Þingeyraklausturs [1285]).<br />

111

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!