17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Þau hafa ýmist verið miðuð við neðri mörk fjöru eða netlög. 1 Fjaran er svæðið á milli stórstraumsflóðmáls<br />

og stórstraumsfjörumáls. Netlög eru í ýmsum lögum skilgreind sem sjávarbotn 115 metra<br />

út frá stórstraumsfjörumáli landareignar. Dómstólar hafa lagt til grundvallar að eigandi sjávarjarðar<br />

eignist landauka til sjávar. 2 Fjara jarðarinnar og netlög færast út og inn í samræmi við landauka eða<br />

landtap, þ.e. breytt stórstraumsfjörumál og landamerki hennar þar með. Með lögum nr. 73/1990<br />

voru auðlindir hafsbotnsins utan netlaga og svo langt til hafs sem fullveldisréttur Íslands nær lýstar<br />

eign íslenska ríkisins, sbr. 1. gr. Netlög eru þar skilgreind með sama hætti og áður, sbr. 3. mgr.<br />

2. gr., og ekki verður talið að ætlunin hafi verið að afnema til frambúðar áðurgreindan rétt sjávarjarða<br />

til landauka og fastsetja þar með í eitt skipti fyrir öll mörk sjávarjarða til hafsins. Vilji löggjafans<br />

til slíkrar breytingar hefði þurft að koma skýrt fram. Gildistaka laga nr. 73/1990 hafði þannig<br />

ekki í för með sér að merki sjávarjarða til hafsins væru endanlega fastsett.<br />

Samkvæmt ákvæði 1. gr. laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og<br />

afrétta, nr. 58/1998, er eignarhaldi á landi skipt í tvo flokka, eignarlönd og landsvæði utan eignarlanda,<br />

þ.e. þjóðlendur. Um leið eru þjóðlendur lýstar eign íslenska ríkisins, sbr. 2. gr. Í greinargerð<br />

með frumvarpi til þjóðlendulaganna kemur skýrt fram að jökull getur hvort heldur er verið í<br />

eignarlandi eða þjóðlendu, sbr. þá athugasemd sem að framan greindi. Þetta bendir ótvírætt til þess<br />

að löggjafinn hafi ekki álitið að jökulrönd væri í eðli sínu afmörkun á eignarlandi og þjóðlendu.<br />

Breytingar á stöðu jökuls ættu því ekki að hafa í för með sér að eignarland breyttist í þjóðlendu og<br />

öfugt. Um eignarréttarlega stöðu þess lands sem hulið er jökli fer þannig eftir sömu reglum og um<br />

önnur landsvæði. Gildistaka þjóðlendulaganna hafði í för með sér endanlega skiptingu lands í<br />

annars vegar eignarland og hins vegar þjóðlendur. Hér skilur á milli laga um eignarrétt íslenska ríkisins<br />

að auðlindum hafsbotnsins og þjóðlendulaga. Í fyrra tilvikinu er gert ráð fyrir að nýtt land, þ.e.<br />

landauki, eigi eftir að verða til og merki eða eignamörk því ekki fastsett. Í síðara tilvikinu er hins<br />

vegar fjallað um allt land sem við gildistöku laganna var ofan sjávar, þ.m.t. landsvæði undir jökli,<br />

og merki endanlega fastsett. Land, sem kemur undan jökli, er þannig ýmist eignarland eða þjóðlenda,<br />

um það fer ekki eftir reglunni um merki sjávarjarða til hafsins.<br />

Vatnsréttindi á jökulsvæðum í eignarlandi og túlkun vatnalaga í því sambandi er ekki til úrlausnar<br />

fyrir óbyggðanefnd. Tilkall annarra en íslenska ríkisins til vatnsréttinda á jökulsvæðum í<br />

þjóðlendum verður að meta í hverju tilviki fyrir sig.<br />

Kemur þá til skoðunar hvort taka skuli mið af elsta þekkta jökuljaðri, legu jökuls þegar landamerki<br />

voru skráð, jökuljaðri við gildistöku þjóðlendulaganna eða einhverju öðru, í þeim tilvikum<br />

að landamerki virðast miðuð við jökuljaðar.<br />

Vísindamenn hafa slegið því föstu að jöklar landsins séu stærri nú en á landnámstíma. 3 Hafi<br />

landnám náð að jökli hefur það land sem horfið hefur undir jökul tilheyrt aðliggjandi jörðum. Þar<br />

getur jafnvel verið um að ræða heilar jarðir sem lítið eða ekkert er vitað um í dag. Lega jökuls á<br />

landnámstíma verður ekki ákvörðuð með nokkurri vissu. Töluvert er hins vegar vitað um stöðu<br />

jökuls við lok nítjándu aldar og byrjun þeirrar tuttugustu þegar sett höfðu verið landamerkjalög og<br />

ætla má að flest landamerkjabréf hafi verið gerð. Jöklar voru þá stærstir á sögulegum tíma en síðan<br />

hafa þeir almennt hopað þó ekki alla leið aftur til stöðu sinnar um landnám. Innan þess jökuljaðars,<br />

1 Í H 1996 2518 og 2525 er talinn vafi um beinan eignarrétt fasteignareiganda í netlögum.<br />

2 Sbr. H 1946 345. Sjá einnig Ólafur Lárusson, 1950: Eignaréttur I. Reykjavík. S. 45. Gaukur Jörundsson, 1982-83:<br />

Eignaréttur II. Reykjavík. S. 136.<br />

3 Sjá eftirfarandi greinar Odds Sigurðssonar jarðfræðings: „Útbreiðsla jökla á Íslandi á sögulegum tíma.“ Greinargerð, júlí<br />

2001. „Minnispunktar um breytingar jökla frá landnámi Íslands“, dags. 7.6.2002. „Variations of termini of glaciers in<br />

Iceland in recent centuries and their connection with climate.“ Óbirt handrit, ódags. Minnisblað Odds Sigurðssonar<br />

jarðfræðings um hugtakið jökul o.fl., dags. 13.1.2003. – Helgi Björnsson, 1979: „Glaciers in Iceland.“ Tímaritið Jökull.<br />

Jöklarannsóknafélag Íslands. 29. árg. – Sigurður Þórarinsson, 1974: „Ofgnótt jökla.“ Saga Íslands. 1. b. Reykjavík. S.<br />

43-48.<br />

109

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!