17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

108<br />

Eignarréttarleg staða jökulsvæða hefur ekki verið til sérstakrar umfjöllunar í íslenskri lögfræði.<br />

Jöklar hafa einna helst verið nefndir sem dæmi um óbyggð svæði sem enginn hafi nytjar af eða<br />

landalmenninga samkvæmt síðari tíma flokkun. Með því hefur þó alls ekki verið útilokað að jökull<br />

geti fallið innan eignarlands og jafnvel gerður skýr fyrirvari um að sá möguleiki væri fyrir hendi. 1<br />

Í almennum athugasemdum við frumvarp til þjóðlendulaga kemur fram að byggt sé á nokkrum<br />

meginatriðum, m.a. þessum: „Tekið verði upp nýtt hugtak fyrir landsvæði utan eignarlanda,<br />

þjóðlenda. Þetta hugtak taki til þeirra landsvæða sem nú eru ýmist nefnd afréttur, almenningur,<br />

óbyggðir eða hálendi utan eignarlanda. Jöklar, sem ekki teljast innan eignarlanda, falli undir flokk<br />

þjóðlendna.“ 2 Um jökla er ekki fjallað að öðru leyti í greinargerðinni og þeir eru ekki nefndir í<br />

ákvæðum laganna.<br />

Um ákvörðun eignarmarka/landamerkja að eða á jökli hefur ekki verið tekið af skarið í íslenskri<br />

réttarframkvæmd. Jaðrar jökla taka breytingum, ýmist ganga fram eða hopa. Meginálitaefnið er<br />

hvernig með skuli fara þegar landamerki virðast miðuð við jökuljaðar og merkjum jarðar að jökli<br />

því ekki lýst nema að takmörkuðu leyti í landamerkjabréfi.<br />

Í úrskurðum óbyggðanefndar í málum á svæði 1 er vikið að mörkum afréttar innan þjóðlendu<br />

við jökul og talið að með hliðsjón af því að um einhliða ákvörðun afréttarmarka sé að ræða en ekki<br />

mörk tveggja afrétta eða afréttar og eignarlands sé fullnægjandi að miða við jaðar jökulsins eins og<br />

hann var við gildistöku laga nr. 58/1998, sbr. 3. mgr. 1. gr. laganna, enda eingöngu um beitarréttindi<br />

að ræða sem ráðist af gróðurfari og hafi ekki þýðingu í öðru sambandi. Engin afstaða er tekin<br />

til þessa álitamáls að því er eignarland varðar, enda ekki gefið að sömu reglur eigi að gilda. 3 Verður<br />

nú hugað nánar að því atriði.<br />

Í grein sinni „Landamerki fasteigna“ reifar Tryggvi Gunnarsson þrjár leiðir sem til álita komi<br />

um mörk eignarlanda við jökul. Í fyrsta lagi mætti hugsa sér að merkin væru breytileg og miðuðust<br />

við jökulbrún á hverjum tíma. Í öðru lagi gætu þau náð að elstu þekktu jökulbrún, sbr. reglu vatnalaga<br />

um „fornan miðjan farveg“ í ám. Loks væri í þriðja lagi hægt að taka mið af jökulbrún á þeim<br />

tíma þegar landamerkin voru skráð eða þau ákveðin með öðrum hætti. 4 Taka ber fram að grein þessi<br />

er rituð fyrir gildistöku þjóðlendulaganna 1998. Niðurstaða Tryggva er sú að réttast sé að landamerkin<br />

séu breytileg og miðist við jökulbrúnina eins og hún er á hverjum tíma. Telur Tryggvi að<br />

þeir sem völdu jökul sem landamerkjaviðmiðun hafi gert sér grein fyrir því að jökulbrúnin færðist<br />

til. Með vísan til reglna íslensks réttar varðandi breytingu á fjöru og landauka sem þar myndast sé<br />

ástæða til að ætla að dómstólar beiti hliðstæðri reglu varðandi breytingar á landamerkjum þar sem<br />

jökulbrún færist til og landamerki í samræmi við breytingar á jökulbrúninni. Sérstök sjónarmið<br />

kunni síðan að koma upp ef jökull hverfi með öllu þar sem hann hafi áður skilið að fasteignir.<br />

Ástæða er til að huga hér nánar að reglum um merki sjávarjarða til hafsins, sjá einnig kafla 9.5.<br />

1 Sbr. þessi orð Sigurðar Líndals: „Auk afrétta og almenninga kunna að vera til lönd inni á hálendinu, til dæmis öræfa- og<br />

jöklasvæði, sem enginn einstaklingur getur leitt heimildir að eða skírskotað til sérréttinda yfir né heldur neinn almannaréttur<br />

er bundinn við“ („Eignarréttur á landi og orkulindum.“ Sérprentun úr skýrslu aðalfundar Sambands íslenskra rafveitna<br />

1983. S. 18). – Sbr. einnig Þorgeir Örlygsson: „Landalmenningur er landsvæði, sem enginn aðili telur til einstaklingseignarréttinda<br />

yfir. Nú á tímum er erfitt að benda á staði, sem ótvírætt verða taldir til landalmenninga, þótt e.t.v. sé<br />

það ekki útilokað. Miðað við landnýtingu og búskaparhætti síðustu áratugi má ætla, að erfitt sé að finna landsvæði utan<br />

fullkominna eignarlanda og sérstakra friðlanda, sem ekki hafa að einhverju marki verið nýtt til sauðfjárbeitar eða sauðfé<br />

farið þar um á sumrin og verið smalað að hausti. Ekki er þó hægt að útiloka, að slík svæði finnist inni á hálendinu. Jöklar<br />

landsins, að því marki sem þeir falla ekki innan fullkominna eignarlanda, teljast að öllum líkindum almenningar“ („Um<br />

eignarhald á landi og náttúruauðlindum.“ Afmælisrit: Gaukur Jörundsson sextugur 24. september 1994. Reykjavík 1994.<br />

S. 592).<br />

2 Þskj. 598. Alþtíð. 1997-1998, 122. lögþ. A: 2598.<br />

3 Sjá t.d. kafla 12.10. í máli nr. 5/2000 hjá óbyggðanefnd.<br />

4 Tryggvi Gunnarsson, 1994: „Landamerki fasteigna.“ Afmælisrit: Gaukur Jörundsson sextugur 24. september 1994.<br />

Reykjavík. S. 510-512.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!