17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

að þar byggju hálftröll eða goðumlíkar persónur (sbr. frásagnirnar um Bárð Snæfellsás og<br />

Hallmund í Balljökli). Enda þótt jöklar séu ekki nefndir sérstaklega í lögbókunum fornu verður sú<br />

ályktun dregin að lögsaga þjóðveldisins hafi einnig náð til þeirra; sakamenn voru a.m.k. ekki óhultir<br />

á „fjöllum“ og í „óbyggðum“. 1 Ef marka má frásögn Grettis sögu hafa grið milli manna tekið jafnt<br />

yfir fjöll og jökla sem byggðar lendur. 2<br />

Því hefur verið haldið fram að einhverjir hinna norsku landnámsmanna hafi þekkt jökla af eigin<br />

raun úr heimkynnum sínum. Hins vegar er erfitt að segja til um hversu nákvæm og víðtæk þekking<br />

þeirra á jöklum var. 3 Elsta lýsing á jöklum á Íslandi er í riti Saxo Grammaticus (Saxa hins málspaka),<br />

Gesta Danorum, sem samið var um 1200. Þar er í fyrsta skipti lýst hreyfingu skriðjökla,<br />

nánar tiltekið hverfihreyfingu þegar neðri hluti jökulsins hverfist upp á yfirborðið. 4 Saxi lýsir þessu<br />

sem furðufregn og er alls ekki víst að frumbyggjar Íslands hafi í öndverðu verið betur að sér en<br />

hann um þann eiginleika skriðjökla að færast úr stað. 5 Hér er einnig ástæða til að benda á það sem<br />

stendur í formála Guðmundar sögu Arasonar eftir Arngrím ábóta Brandsson (rituð um 1350):<br />

Á sjánum liggja þeir hafísar, at með sínum ofvægilegum vexti taka þeir at fylla norðrhöfin, en yfir<br />

háfjöll landsins svo óbræðiligir jöklar með yfirvættis hæð og vídd, at þeim mun ótrúligt þykkja, sem<br />

fjarri eru fæddir. 6<br />

Landsmenn áttu eftir að komast að því, þótt síðar yrði, að stærð jökla var ekki föst og óbreytanleg<br />

heldur gátu þeir hlaupið fram í náttúruhamförum eins og gerðist við eldgosið í Knappafellsjökli<br />

1362. En hægfara breytingar gátu einnig átt sér stað og má nefna sem dæmi að um 1700<br />

var landnámsbærinn Fell (Fjall) við Breiðá kominn undir jökul. 7 Um svipað leyti (1695) lauk<br />

Þórður Þorkelsson Vídalín Skálholtsrektor við ritgerð sína um jökulfjöll á Íslandi þar sem hann,<br />

sennilega fyrstur manna, setti fram frostþenslukenninguna svonefndu til skýringar á jöklaskriði. 8 Þá<br />

er þess að geta að jökulhlaup voru eitt af því sem Árni Magnússon og Páll Vídalín áttu að gefa<br />

sérstakan gaum að þegar þeir voru sendir í rannsóknarleiðangur um landið í byrjun 18. aldar. 9<br />

Jökull hefur verið skilgreindur sem massi af ís og snjó sem orðinn er þjáll og hreyfanlegur og<br />

hnígur og skríður undan eigin fargi. 10 Í aðdraganda að setningu vatnalaga í byrjun 20. aldar var<br />

ágreiningur um eignarrétt að vatni og eignarhæfi þess. Niðurstaðan varð sú að í vatnalögum, nr.<br />

15/1923, er ekki kveðið á um eignarrétt landeiganda að vatni á landi sínu heldur felst í þeim að<br />

landeigandi á aðeins þann rétt sem lögin heimila honum sérstaklega. Þar var raunar um að ræða<br />

allar helstu hagnýtingarheimildir vatns. 11 Vatnalögin gera mun á mismunandi afbrigðum vatns en<br />

um jökla er ekki fjallað sérstaklega.<br />

11 Sbr. Grágás 1992, s. 472. Jónsbók 1904, s. 43, 272-273.<br />

12 Íslendinga sögur. 6. b. Guðni Jónsson bjó til prentunar. [Reykjavík] 1953. S. 233 (72. k.): „Nú skulum vér vera sáttir ok<br />

sammála hverr við annan í huga góðum, hvárt sem vér finnumst á fjalli eða fjöru, skipi eða skíði, jörðu eða jökli, í hafi<br />

eða á hestbaki …“<br />

13 Sigurður Þórarinsson, 1960: „Glaciological Knowledge in Iceland before 1800. A Historical Outline.“ Jökull. Ársrit<br />

Jöklarannsóknafélags Íslands. S. 1-2, 15.<br />

14 Sigurður Þórarinsson 1960, s. 14-15.<br />

15 Sbr. Saxo Grammaticus, 1985: Danmarks Krønike. Kaupmannahöfn. S. XXII-XXIII.<br />

16 Byskupa sögur. 3. b. Hólabyskupar. Guðni Jónsson bjó til prentunar. [Reykjavík] 1953. S. 150.<br />

17 Landnámabók 1986, s. 233 (1. nmgr.).<br />

18 Dissertationcula de montibus Islandiæ chrystallinis (Smárit um jökulfjöll Íslands) (sbr. Sigurður Þórarinsson 1960, s.<br />

16-17).<br />

19 Jarðabók Árna og Páls 13, s. 38.<br />

10 Minnisblað Odds Sigurðssonar, jarðfræðings, til óbyggðanefndar, dags. 13.1.2003.<br />

11 Um aðdragandann að setningu vatnalaganna, sjá t.d. Gaukur Jörundsson, 1982-83: Eignaréttur I. Reykjavík. S. 43.<br />

107

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!