17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

anamál, yfirtöku byggðalína o.fl. Vísað er sérstaklega til 10. og 11. gr. samningsins og 3. og 4. tölul.<br />

í fskj. 1 með samningnum. Á því svæði sem hér um ræði nefnist línan Prestbakkalína I og liggi á<br />

milli aðveitustöðva við Prestbakka í Vestur-Skaftafellssýslu og Hóla í Austur-Skaftafellssýslu.<br />

Auk beins eignarréttar að línum, staurum, undirstöðumannvirkjum og tengivirkjum háspennulínunnar<br />

hafi Landsvirkjun óheftan rétt til að láta mannvirkið standa ótímabundið og að komast að<br />

línunni til viðhalds og viðgerða hvenær sem er. Í því felist m.a. réttur til þess að leggja vegslóða<br />

með fram línunni og að undirstöðumannvirkjum. Þá er minnt á ákvæði reglugerðar um raforkuvirki<br />

sem setji skorður við ákveðnum framkvæmdum í næsta nágrenni við háspennulínur. Þess sé óskað<br />

að háttvirt óbyggðanefnd gæti framangreindra réttinda Landsvirkjunar við uppkvaðningu úrskurðar<br />

um mörk þjóðlendu í Austur-Skaftafellssýslu að því leyti sem háspennulínan liggi innan þjóðlendu,<br />

sbr. ákvæði laga nr. 58/1998, um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta,<br />

sérstaklega 5. mgr. 10. gr. og ákvæði stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, sérstaklega 10. gr.<br />

Til frekari stuðnings er vísað til lóðarleigusamnings Rafmagnsveitna ríkisins við Þorleif Hjaltason,<br />

eiganda Hóla í Nesjahreppi, um lóð fyrir spennustöðvamannvirki í landi jarðarinnar, dags.<br />

20.2.1981. Leiguupphæðin komi ekki fram en um eingreiðslu hafi verið að ræða. Hið leigða sé 2<br />

ha. og leigutíminn 99 ár. Þá er vísað til lóðarleigusamnings milli annars vegar Rafmagnsveitna ríkisins<br />

og Landsvirkjunar, sem leigutaka og hins vegar Þorleifs Hjaltasonar, eiganda Hóla, um leigu<br />

á 3.600 fm lóð norðan við aðveitustöðina í landi Hóla. Leigugjald sé 8 kr. á fm á ári, tengt bv. miðað<br />

við 1.5.1990. Samningurinn sé til 1 árs í senn, uppsegjanlegur fullum þremur mánuðum fyrir 1.5.<br />

ár hvert. Loks er vísað til greinargerðar frá Rarik, dags. 19.12.1984, yfir uppgjör við bændur og<br />

landeigendur við Suðurlínu á svæðinu frá Geirlandi og Prestbakka í Vestur-Skaftafellssýslu að Hólum<br />

í Austur-Skaftafellssýslu. Til viðbótar þeim upplýsingum, sem þar komi fram, sé tekið fram að<br />

uppgjör hafi einnig farið fram við eigendur jarðarinnar Fells í Borgarhafnarhreppi, Austur-Skaftafellssýslu.<br />

9. VIÐAUKI VIÐ ALMENNAR NIÐURSTÖÐUR ÓBYGGÐANEFNDAR<br />

9.1. Inngangur<br />

Í úrskurðum óbyggðanefndar í málum nr. 1-7/2000 í Árnessýslu er gerð grein fyrir athugunum og<br />

niðurstöðum óbyggðanefndar um nokkrar staðreyndir og lagaatriði sem almenna þýðingu geta haft<br />

við úrlausn þeirra mála sem undir nefndina heyra. Þannig er gefið yfirlit um gróðurfar á Íslandi við<br />

landnám og þær breytingar sem á því hafa orðið síðan. Einnig er fjallað um landnám, hefð og lög<br />

sem stofnunarhætti eignarréttinda. Gerð er grein fyrir flokkun lands í jarðir, almenninga og afrétti<br />

og eignarréttarlegri þýðingu þessara hugtaka. Í því sambandi er einnig litið til réttarreglna um fjallskil.<br />

Þá er fjallað um efni og gildi þeirra heimilda sem helst fjalla um eignarréttindi fyrr á tímum.<br />

Gerð er sérstök grein fyrir jarðamötum og jarðabókum, máldögum og vísitasíum, lögfestum,<br />

jarðabréfum og landamerkjabréfum, afsals- og veðmálabókum. Um einstök atriði varðandi framangreint<br />

er vísað í almennar niðurstöður óbyggðanefndar í málum nr. 1-7/2000 á svæði I sem lagðar<br />

hafa verið fram sem fylgiskjal I í málum nr. 1-5/2001 á svæði II, Austur-Skaftafellssýslu.<br />

Í Austur-Skaftafellssýslu koma til skoðunar nokkur ný álitaefni sem þýðingu kunna að hafa<br />

víðar á landinu, þ.e. eignarhald á landi undir jöklum og mörk við jökul eða á, merki sjávarjarða til<br />

hafsins og réttindi í fjöru og netlögum, m.a. rekaeign, og ítök til lands og sjávar. Verður fjallað um<br />

athuganir og niðurstöður óbyggðanefndar í þeim efnum hér á eftir. Fyrst er þó ástæða til að auka<br />

nokkuð við fyrri umfjöllun um jarðir og afrétti, sbr. framangreinda úrskurði í Árnessýslu.<br />

Þá verða loks dregnar saman meginniðurstöður um þau atriði sem að framan hafa verið rakin.<br />

Þeir kaflar, sem hér fara á eftir, eru þannig hluti af og í beinu samhengi við framangreindar almennar<br />

niðurstöður óbyggðanefndar í málum nr. 1-7/2000 á svæði I.<br />

105

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!