17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

104<br />

Fjall. Annaðhvort hafi hún fengið jörðina gefna eða keypt hana. Það skipti þó ekki máli þar sem<br />

gerningurinn hafi verið lögfestur í máldaganum 1387. Beinn eignarréttur hafi því ekki fallið niður<br />

enda hafi jörðin ekki verið til almenningsnota í neinn tíma. Hofsmenn hafi síðan fengið skilríki fyrir<br />

eignartilkalli sínu með lögfestunni. Þeir hafi því eignast jörðina með sama hætti og fyrri eigendur<br />

hafi átt hana, með öllum gögnum og gæðum.<br />

Lögfestan sé greinilega um eignarland enda jörðin ætíð eignarland. Enginn hafi nytjað landið<br />

nema eigendur Hofs. Af þessu landi hafi verið greiddir skattar til jafns við annað land Hofs. Í landamerkjabréfinu<br />

felist að jörðin Fjall sé í raun hluti af jörðinni Hofi og því hafi átt sér stað aðilaskipti<br />

að þessu landi samhliða aðilaskiptum að Hofi þar sem þetta land hafi ekki verið skilið undan við<br />

sölu. Núverandi eigendur Hofs eigi því þessa jörð eins og Hof. Heimildir þeirra til jarðanna séu<br />

sambærilegar. Það sé augljóslega ríkisins að sanna að land þetta sé ekki undirorpið beinum eignarrétti<br />

þar sem þetta sé jörð með þinglýstum landamerkjum.<br />

Ekki sé um ítaksréttindi að ræða. Jörðin Fjall sé eign Hofsmanna með öllum gögnum og gæðum<br />

eins og aðrar jarðir á þessu svæði. Þeir hafi einir farið með þetta land og enginn nýtt nema þeir og<br />

þeir sem hafa haft heimild þeirra til þess, í aldaraðir. Enginn eigi þar upprekstrarrétt. Beitarítak<br />

Sandfells sé fallið niður fyrir notkunarleysi og því hafi ekki heldur verið lýst þegar lög um lausn<br />

ítaka hafi komið fram. Enginn skipuleggi leit eða smali þetta land nema eigendur sjálfir, opinberir<br />

aðilar komi þar ekki nærri.<br />

8.4.8. Breiðármörk<br />

Í greinargerð kemur fram að vegna Kvískerjabræðra sé byggt á þinglýstu afsali til föður þeirra,<br />

dags. 26. febrúar 1937. Eignarhald Fellseigenda byggist á afsali til forföðurs þeirra Eyjólfs<br />

Runólfssonar, dags. 31. maí 1891 og 1. mars 1890, sem aftur byggist á eldri heimildum, svo sem<br />

máldögum og vísitasíum. Sérstaklega sé vísað til lögfestu Hofs 1851. Samkvæmt þessum heimildum<br />

sé ljóst að allt land jarðarinnar er háð beinum eignarrétti.<br />

Einnig er vísað til þinglýstrar landamerkjaskrár fyrir jörðina Hof, dags. 15. júlí 1922, og þinglýst<br />

sama dag. Þá er vísað til þinglýstrar landamerkjaskrár milli jarðanna Fells í Borgarhafnarhreppi<br />

og Breiðumerkur í Hofshreppi, dags. 13. maí 1922, þinglesin 13. júlí 1922.<br />

Land jarðarinnar Breiðumerkur sé greinilega allt innan landnáms, sbr. og máldaga Maríukirkju<br />

á Breiðá frá 1343, enda byggist krafa ríkisins á því að eignarrétturinn hafi fallið niður. Slíkt sé þó<br />

fráleitt í ljósi þeirra heimilda er við njóti enda sé hægt að rekja lögskiptin allt aftur til þess er<br />

biskupinn í Skálholti seldi jörðina til einkaaðila 3. ágúst 1525 að undanskildum stórreka.<br />

Að halda því fram að land þetta hafi ekki verið numið að öllu leyti sé ekki rökstutt frekar en<br />

sagt að landnámið geti ekki hafa náð lengra en að upptökum Kvíár og Jökulsár án þess að reynt sé<br />

að rökstyðja hvar upptök þeirra hafi verið. Virðist hugmyndir ríkisins í þessu úr lausu lofti gripnar<br />

og stangist á við fornar heimildir um eignarrétt á þessu svæði sem einkum séu máldagar og vísitasíur<br />

en skv. þessum skjölum sé ljóst að allt land í Öræfum hafi verið háð beinum eignarrétti.<br />

Á því er byggt að bændur í Öræfum telji að landamerki til norðurs séu almennt við jökulröndina.<br />

Það sé venja að líta svo á þó þess sé ekki getið í landamerkjabréfum. Varðandi jarðirnar Fell<br />

og Breiðármörk sé þó ljóst að land þeirra hafi að verulegu leyti farið undir jökul. Verði því að skoða<br />

það sérstaklega hvort ekki sé rétt að miða við landnámsmörk jökulsins.<br />

Landamerki Breiðármerkur séu vafalaust mjög gömul enda jörðin á landnámsmörkum, sbr. og<br />

máldagann frá 1343, en jarðarinnar sé getið í fornum ritum.<br />

Breiðamerkurfjara hafi verið nýtt af landeigendum einum eins og venja sé um fjörur á Íslandi.<br />

8.5. Landsvirkjun<br />

Af hálfu Landsvirkjunar er vísað til þess að fyrirtækið sé eigandi 132 kV háspennulínu, svonefndrar<br />

Suðurlínu, sbr. samning frá 11. ágúst 1982 milli ríkisstjórnar Íslands og Landsvirkjunar um virkj-

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!