17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

102<br />

Landeigendur telji að almennt gildi um jarðir í Öræfum að þær séu á landsvæði sem upprunalega<br />

hafi verið ráðstafað úr einstökum landnámum, stofnað hafi verið til nýbýla á eða eignarhefð<br />

unnin yfir. Tilgangurinn með stofnun hverrar jarðar hafi verið að stunda þar búskap árið um kring.<br />

Eflaust sé að finna land innan hverrar jarðar sem ekki verði nýtt til landbúnaðar enda viðurkennt að<br />

setning merkja geti hæglega hafa tekið mið af öðrum atriðum. Nýting landsins hafi verið í samræmi<br />

við búskaparhætti og umfang bús á hverjum tíma. Land hverrar jarðar hafi frá öndverðu borið að<br />

afmarka með landamerkjum. Innan merkja jarðar sinnar hafi eigandi almennt séð farið með umráð<br />

og hagnýtingu, gert ráðstafanir með löggerningum, veðsett jörðina og látið hana ganga að erfðum<br />

á sama hátt og gildi um eignarland yfirleitt.<br />

Vísað er til meginreglna í eignarrétti og stjórnarskrár, einkum 72. gr., landamerkjalaga, nr.<br />

41/1919, laga um skráningu og mat fasteigna, nr. 94/1976, rannsóknarreglu, jafnræðisreglu og meðalhófsreglu<br />

stjórnsýslulaga, jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar, reglu stjórnsýslulaga um álitsumleitan,<br />

laga um afréttarmál og fjallskil, nr. 6/1986, þjóðlendulaga, nr. 58/1998, einkum 1. gr., 5.<br />

gr., 15. gr. og 17. gr., og mannréttindasáttmála Evrópu, einkum 2. og 6. gr. og 1. gr. 1. samningsviðauka.<br />

Um málskostnaðarkröfu er byggt á 17. gr. l. 58/1998, sbr. laga nr. 91/1991, einkum 130.<br />

og 131. gr.<br />

Kröfugerð ríkisins er af hálfu jarðeigenda mótmælt í heild sinni. Því sé haldið fram af hálfu<br />

landeigenda að allt land í A-Skaftafellssýslu hafi frá landnámi verið undirorpið beinum eignarrétti.<br />

Engir almenningar og afréttir séu á svæðinu og nýting og búseta bendi til þess að allt land til jökla<br />

hafi verið nytjað allt frá landnámi og tilheyrt ákveðnum jörðum. Fjöllin hafi verið aðalbeitilandið<br />

og forsenda fyrir byggðinni, það sé því fráleitt að halda því fram að þau hafi ekki verið numin.<br />

Slíkar hugmyndir séu úr lausu lofti gripnar og stangast á við fornar heimildir um eignarrétt á þessu<br />

svæði sem einkum séu máldagar og vísitasíur en skv. þessum skjölum sé ljóst að allt land í Öræfum<br />

hafi verið háð beinum eignarrétti.<br />

Bændur í Öræfum telji að landamerki til norðurs séu við jökulröndina. Það sé venja að líta svo<br />

á þó þess sé ekki getið í landamerkjabréfum. Ljóst sé hins vegar að jökull hafi sum staðar gengið<br />

yfir gróið land í Öræfum og eytt bæjum. Sé eðlilegt að líta svo á að það sé áfram eignarland. Í því<br />

sambandi kom fram við aðalmeðferð að skírskotað sé til þess að tíðkast hafi að landamerki við sjó<br />

geti verið á hreyfingu. Náttúrulegar aðstæður séu þannig að slíkt sé eðlilegasta niðurstaðan hér.<br />

Menn geti ekki nytjað jökulinn en land sem komi undan jökli grói ótrúlega fljótt upp og sé nytjað<br />

um leið. Þá geri menn ekki kröfu til annars lands sem undan jökli komi en þess sem hugsanlega<br />

hafi verið numið enda hafi menn ekki numið jöklana þar sem þeir gátu ekki nýtt sér þá.<br />

Í greinargerð er vikið að helstu heimildum um jarðirnar Svínafell, Hof, Fagurhólsmýri,<br />

Hmappavelli, Kvísker, Fjall og Breiðármörk jafnframt því sem staðháttum er nokkuð lýst. Hér fer<br />

á eftir útdráttur úr umfjöllun lögmanns eigenda þessara jarða um önnur þau atriði sem byggt er á af<br />

þeirra hálfu, í greinargerð og við munnlegan málflutning.<br />

Samkvæmt tilvitnuðum gögnum hafi jarðeigendur óskoraðan eignarrétt fyrir eignarjörðum<br />

sínum með öllum gögnum og gæðum, m.a. á grundvelli hefðar. Eigendur hafi farið með öll hefðbundin<br />

eignarréttindi jarðanna sem m.a. hafi lýst sér í því að þeir hafi bannað öðrum not eignarinnar.<br />

Þá hafi þeir borgað af allri eigninni lögboðin gjöld, þ.m.t eignarskatta.<br />

8.4.2. Svínafellstorfa<br />

Í greinargerð jarðeigenda kemur fram að byggt sé á þinglýstum afsölum, dags. 10. október 1999<br />

(Svínafell I), 5. feb. 1995 (Svínafell II), 7. október 1979 og 10. mars 1996 (Svínfell IV), og 20.<br />

ágúst 1981, 16. júní 1995, og 19. mars 1995 (Svínafell III), sem aftur byggist á eldri heimildum svo<br />

sem afsölum sbr. og jarðabækur og fasteignamöt. Einnig er vísað til þinglýstrar landamerkjaskrár<br />

fyrir jörðina Svínafell, dags. 2. maí 1890. Landamerki Svínafells séu mjög gömul sbr. vísitasíu Hofkirkju<br />

frá 1727 en jarðarinnar sé getið víða í fornum ritum.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!