17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

indum og skyldum sem landeigendur hafi þar haft. Það sem mestu skipti sé þó að innan jarða, þó<br />

víðfeðmar séu, hafi landeigendur getað bannað öðrum not landsins, sbr. þá búsetu sem varð á þessu<br />

svæði með samþykki landeigenda. Hún hefði ekki orðið án samþykkis landeiganda sem sanni að<br />

hann hafi getað bannað not landsins.<br />

Algerlega sé því mótmælt sjónarmiðum um að til séu einhvers konar almenningsafréttir innan<br />

jarðanna sem og kenningum um að land á þessu svæði hafi verið numið til afnota. Slíkar hugmyndir<br />

fari þvert gegn heimildum um landnám á þessu svæði og gegn þeim heimildarskjölum sem liggi<br />

til grundvallar eignarrétti viðkomandi jarðeigenda. Miklu líklegara sé að afnotaréttur af eigendalausu<br />

landi á miðhálendi Íslands hafi getað myndast fyrir venju. Slíkt eigi ekki við í Öræfum og er<br />

því mótmælt sérstaklega að miðhálendi Íslands nái til lands í Öræfum.<br />

8.3.9. Umsvif og framkvæmdir á jörðunum sem ekki lúta að beit<br />

Í greinargerðinni er því næst vikið að umsvifum og framkvæmdum sem ekki lúta að beit. Allt frá<br />

því að áhugi hafi skapast á annarri starfsemi en lýtur að beit búfjár á landsvæði þessu hafi verið litið<br />

á það sem sjálfsagðan hlut að landeigendur þyrftu að veita leyfi til þess, ef frumkvæði væri annarra,<br />

en tækju sjálfir upp slíka starfsemi þar án þess að bera það undir aðra. Enginn hafi gert<br />

athugasemd við þetta forræði. Bændur í Öræfum hafi nú hafið stórfellda ferðaþjónustu á jörðum<br />

sínum.<br />

8.3.10. Skotveiðidómar<br />

Af hálfu ríkisvaldsins séu raktir svonefndir skotveiðidómar. Geitlandsdómur er fallið hafi í Hæstarétti<br />

3. nóvember 1994 sé einn þeirra. Um þann dóm hafi Karl Axelsson hrl, nú einn nefndarmanna,<br />

skrifað grein í Tímarit lögfræðinga 1995 og spurt sig þeirrar spurningar hvort dómurinn breytti réttarstöðunni.<br />

Niðurstaða hans hafi verið sú að líta yrði til þess að um opinbert mál væri að ræða og<br />

sönnunarbyrðin því alfarið lögð á ákæruvaldið, um tilvist þess eignarhalds sem málareksturinn var<br />

byggður á. Jafnframt hafi hann bent á að eigendur landsins hefðu ekki verið aðilar að málinu og því<br />

ekki haft tækifæri á að reifa sjónarmið sín eða hugsanleg gögn sem þeir byggðu eignarréttartilkall<br />

sitt á. Niðurstaða Karls hafi því verið sú að dómurinn breytti ekki neinum grundvallarforsendum á<br />

þessu réttarsviði eða skapaði það fordæmi sem leysi almennt úr sambærilegum eignarréttarþrætum.<br />

Það sama megi segja um aðra skotveiðidóma.<br />

8.4. Nánar um kröfugerð vegna einstakra jarða<br />

8.4.1. Almennt<br />

Þá er vikið sérstaklega að kröfugerð eigenda nokkurra jarða í Öræfum. Á því sé byggt að ríkisvaldið<br />

hafi í aldanna rás margsinnis viðurkennt að umrætt land, innan landamerkja jarðanna, sé undirorpið<br />

fullkomnum eignarrétti og aldrei haldið öðru fram.<br />

Hafi ríkisvaldið nokkru sinni getað haft uppi vefengingarkröfu á hendur eigendum jarðanna, þá<br />

sé ljóst að hún sé löngu niður fallin vegna fyrningar og tómlætis. Öllum heimildarskjölum<br />

jarðeigenda hafi verið þinglýst athugasemdalaust.<br />

Á því sé byggt að sá sem hafi í hendi þinglýsta eignarheimild sé talinn eiga tilsvarandi rétt yfir<br />

eigninni þar til annað sannast, sbr. H 1961 629. Ríkisvaldið hafi því sönnunarbyrði fyrir því að<br />

umrætt land jarðeigenda í Öræfum sé ekki fullkomin eign þeirra.<br />

Samkvæmt eignarheimildum þeim, sem lagðar hafi verið fram með kröfulýsingum í málinu,<br />

hafi umræddir eigendur jarða í Öræfum óskoraðan eignarrétt fyrir þessum eignarjörðum sínum með<br />

öllum gögnum og gæðum, m.a. á grundvelli hefðar.<br />

Þeir hafi farið með öll hefðbundin eignarréttindi hverrar jarðar, sem m.a. hafi lýst sér í því að<br />

þeir hafi bannað öðrum not eignarinnar. Þá hafi þeir borgað af allri eigninni lögboðin gjöld, þ.m.t.<br />

eignarskatta.<br />

101

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!