17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

verið byggðar á eldri heimildum svo sem lögfestum, máldögum og eldri landamerkjabréfum. Svo<br />

sé einnig í Öræfum, svo sem síðar verði rakið. Þessum lýsingum hafi síðan verið gefið aukið vægi<br />

með þinglýsingu og eftirlitsskyldu valdsmanna sem landeigendur telji að leiði til þess að þarna<br />

verði til fullkomnar heimildir um landamerkin og þannig eignarrétt þinglýstra eigenda. Þessi landamerki<br />

og þetta fyrirkomulag beri að virða að mati landeigenda. Þess sé krafist að land sem í tugi<br />

ára hafi verið talið innan þinglýstra landamerkja jarða eða eftir atvikum í sameign einhvers tiltekins<br />

fjölda jarða teljist eignarland.<br />

Á því sé byggt að venjuréttur og hefðarsjónarmið leiði einnig til þess að allt land innan landamerkja<br />

jarða teljist eignarland og í því sambandi vísað til úrskurða óbyggðanefndar í Árnessýslu.<br />

8.3.4. Hefðarreglur leiði til þeirrar niðurstöðu að allt land í Öræfum sé eignarland<br />

Því er haldið fram að hefðarreglur leiði til þeirrar niðurstöðu að allt land í Öræfum sé eignarland.<br />

Hefð megi rekja allt til rómaréttar og sé hún vissulega skyld námi þannig að segja megi að hefð<br />

hafi tekið við þegar eiginlegu landnámi taldist lokið. Lengi hafi verið óvissa um hvort hefðarréttur<br />

gilti hér á landi. Í erindisbréfi til biskupa frá 1. júlí 1746 hafi verið kveðið á um að á 100 árum mætti<br />

hefða eignir og réttindi sem verið hefðu kirkjueign. Víða sjái þess stað að út frá því hafi verið<br />

gengið að hefðarreglur Norsku eða Dönsku laga (1683 og 1687) hafi gilt hér á landi. Einnig sé vikið<br />

að hefðarreglum í nokkrum tilskipunum, sbr. konungsbréf frá 18. apríl 1761, nýbýlatilskipuninni<br />

frá 1776 og tilskipun frá 17. apríl 1833 viðvíkjandi óðalsrétt á Íslandi.<br />

Landsyfirréttur hafi í dómi sínum þann 5 maí 1830 ótvírætt gengið út frá því að hefðarreglur<br />

Norsku laga giltu á íslandi þó að rétturinn hafi síðar í dómi frá 19. desember 1887 hafnað hefðarreglum.<br />

Hefð hafi síðan fyrst og fremst gildi sem eignarheimild eftir gildistöku laga nr. 46/1905.<br />

Ákvæði 1. gr. hefðarlaga frá 1905 sé ætlað að taka af öll tvímæli um að hefð verði unnin á verðmæti<br />

enda þótt það hafi verið opinber eign. Að þessu leyti sé ákvæðinu ekki ætlað að takmarka svið<br />

hefðar heldur þvert á móti að rýmka það. Samkvæmt því megi fremur segja að úr því að hefðarlög<br />

heimili eignarhefð lands sem sé í opinberri eigu, þeim mun fremur hljóti að vera unnt að hefða land<br />

sem ekki sé eignarrétti háð. Í fyrri Landmannaafréttardóminum sé beinlínis gert ráð fyrir því að<br />

eignarhefð geti unnist á landi sem sé afréttareign. Sama megi lesa út úr 3. gr. þjóðlendulaga in fine.<br />

Gaukur Jörundsson telji að eignarhefð verði unnin á landi, hvort heldur sé afréttur eða almenningur<br />

sé skilyrðum hefðar á annað borð fullnægt en telji að gera verði strangari kröfur um not ef um<br />

eigendalaust landsvæði sé að tefla.<br />

Því sé alls ekki haldið fram að umþrætt landsvæði í Öræfum hafi verið eigendalaust land fram<br />

eftir öldum heldur liggi fyrir að landið hafi verið numið. Sjónarmiðin um hefð séu því til staðfestingar<br />

náminu, þ.e. til þess að festa í sessi eignarrétt þessara aðila.<br />

Gaukur Jörundsson telji jafnframt að slaka beri á kröfum til eignarhalds eftir því sem verðmætið<br />

og allar aðstæður gefi minna tilefni til víðtækra umráða og fjölbreyttra nota. Í H 1997 2792 (Laugavellir)<br />

hafi eignarhefð verið viðurkennd enda þótt not hefðanda, sem jafnframt studdi rétt sinn við<br />

kaupsamning, hefðu verið sambærileg afréttarnotum, þ.e. beit og eftir atvikum önnur þrengri nýting.<br />

Í H 1939 28 (Einarsnes) hafi eignarhefð einnig talist fullnuð enda þótt eignarheimild væri sögð<br />

glötuð og ekki annar grundvöllur fyrir hendi en takmörkuð not.<br />

Venjuréttur og hefð falli hér saman og eigi að leiða til þess að allar eignarheimildir landsins í<br />

Öræfum tilheyri jörðunum sem það land hafi nýtt öldum saman. Hluti af þessu landi hafi verið í<br />

opinberri eigu og hafi landeigendur keypt það af ríkinu.<br />

8.3.5. Landnámsmörk í Öræfum<br />

Í greinargerðinni er þessu næst vikið að landnámsmörkum í Öræfum. Ríkið haldi því fram í greinargerð<br />

sinni að miða beri eignarlönd við landnámsmörk en sá sé munurinn að landeigendur telji að<br />

landsvæði það, sem deilt sé um í þessu máli, hafi allt verið numið í öndverðu. Vísað er í Landnámu,<br />

99

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!