17.08.2013 Views

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

va fyrirtækisins verði viðurkennd. Umræddar kröfur Landsvirkjunar sýnast byggjast á þeim sérstöku<br />

lögum sem heimila Landsvirkjun byggingu og rekstur virkjana, orkuveitna og vatnsveitna,<br />

þ.e. lögum nr. 59/1965 og lögum nr. 42/1983 með áorðnum breytingum.<br />

Sú niðurstaða er fyrr rökstudd, sbr. kafli 12.3., að í lögbundnum heimildum Landsvirkjunar til<br />

byggingar hvers kyns mannvirkja í tengslum við starfsemi fyrirtækisins á nánar tilgreindu svæði,<br />

felst ekki tilætlun um stofnun eignarréttarlegra heimilda að vatni, landi eða öðrum fasteignaréttindum.<br />

Landsvirkjun sé því hvorki eigandi vatns- eða landsréttinda í skilningi 1. 2. eða 7. gr. laga nr.<br />

58/1998, sbr. og 2. gr. og 49. gr. vatnalaga í þeim tilvikum að heimildir fyrirtækisins styðjast<br />

eingöngu við lagaheimildir og leyfi veitt á grundvelli þeirra. Með vísan til þessa er það niðurstaða<br />

óbyggðanefndar að Landsvirkjun sé eigandi þeirra mælistöðva sem fyrirtækið hefur komið fyrir í<br />

tengslum við einstök virkjunarmannvirki sem fullnægjandi heimildir eru fyrir að lögum og njóti þá<br />

lögvarins réttar til nýtingar mælistöðvanna. Hins vegar er Landsvirkjun ekki eigandi þess lands sem<br />

mælistöðvarnar standa á.<br />

Við rekstur máls þessa ber þess hins vegar að gæta að ekki hefur verið upplýst hverjar né<br />

hversu margar þær mælistöðvar eru sem um er að ræða né heldur hvar þær eru. Eru því ekki efni<br />

til þess af hálfu óbyggðanefndar að nein afstaða sé tekin til meintra eða mögulegra réttinda þeim<br />

tengdum.<br />

12.4.4. Miðlun í Þingvallavatni og Kaldárhöfði<br />

Krafan um vatnsmiðlun í Þingvallavatni kemur ekki hér til álita þar sem Þingvallavatn er utan þess<br />

svæðis sem er til meðferðar í máli þessu. Á sama hátt verður ekki fjallað um kröfuna vegna austurenda<br />

stíflu í landi Kaldárhöfða við útfallið í Efra-Sog þar sem það mannvirki stendur ekki í þjóðlendu.<br />

13. ÚRSKURÐARORÐ 1<br />

Land innan eftirfarandi landamerkja er þjóðlenda:<br />

Um línu sem dregin er úr Klakki í hæsta punkt Stóra-Björnsfells, þaðan í hæsta punkt Litla-<br />

Björnsfells og loks að mörkum við Borgarfjarðarsveit í stefnu á Hrúðurkarla. Þaðan að vörðu<br />

við suðvesturhorn Þórisjökuls og í hábungu Þórisjökuls, að jökulrönd Geitlandsjökuls með<br />

stefnu á hábungu Geitlandsjökuls og loks með jökulröndinni að Klakki í Langjökli.<br />

Land innan eftirfarandi merkja er þjóðlenda og jafnframt afréttur Grímsnes- og Grafningshrepps:<br />

Frá Gjábakkalandi á Hlíðarstíg, eftir Hlíðargjá inn á enda hennar fyrir innan Prestastíg, þaðan<br />

beina stefnu í hæsta hnúkinn á Gatfelli, og þaðan beina stefnu í vesturhornið á Hrúðurkörlum.<br />

Frá Hlíðarstíg beina stefnu yfir þúfuhól í Hrafnabjörg. Síðan liggja mörkin strandlengis með<br />

fjallabrúnum allt til norðausturenda Tindaskaga svo sem hér segir: eftir norðureggjum<br />

Hrafnabjarga, og úr Hrafnabjörgum yfir tvo hnúka beint á Tröllatind, úr Tröllatind sjónhending<br />

í suðvesturhorn Tindaskaga, síðan eftir Tindaskaga endilöngum til norðausturenda hans,<br />

þaðan í austurrætur fjallsins Skjaldbreiðs og svo kringum það norður fyrir með fram rótum<br />

þess, og úr norðurrótum þess eftir beinni stefnu á Leirárhöfða, þar til kemur að skurðarpunkti<br />

við framangreinda stefnulínu úr Gatfelli í vesturhornið á Hrúðurkörlum.<br />

1 Sjá til skýringar fylgiskjal nr. I (kort).<br />

215

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!