17.08.2013 Views

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

þessa línu: Frá Gjábakkalandi á Hlíðarstíg, eftir Hlíðargjá inn á enda hennar fyrir innan Prestastíg,<br />

þaðan í beina stefnu í hæsta hnúkinn á Galtafelli, og þaðan í beina stefnu í vesturhornið á<br />

Hrúðurkörlum.“ Hér verður fjallað um þann hluta Þingvallakirkjulands sem Grímsneshreppur<br />

eignaðist í þessum makaskiptum, þ.e. Skjaldbreið og landsvæði vestur og suðvestur af honum.<br />

Þingvallakirkjuland að öðru leyti, eins og því er lýst í áðurnefndu landamerkjabréfi frá 1886, er hins<br />

vegar formlega séð til meðferðar í máli nr. 1/<strong>2000</strong>, Þingvallahreppur, og eignarréttarleg staða þess<br />

er því ekki til efnislegrar úrlausnar í þessu máli. Samhengis vegna verður þó fjallað um það hér að<br />

því marki sem saga þess er samofin sögu makaskiptalandsins.<br />

Kröfugerð íslenska ríkisins gerir ráð fyrir að landsvæði þetta sé að öllu leyti þjóðlenda, sjá nánar<br />

í kafla 3.1.1. Bent er á að fleiri heimildir séu til um þetta heiðarland en makaskiptasamningur<br />

Þingvallaprests og Grímsneshrepps. Saga umrædds afréttar Þingvallakirkju sýni að afrétturinn hafi<br />

ekki verið hluti af jörðinni sjálfri heldur hafi kirkjan einungis átt þar upprekstrarrétt sem hafi þó<br />

varla verið einkaréttur.<br />

Krafa hreppsins er sú að landsvæði þetta sé fullkomin eign hans, sjá nánar í kafla 3.10. Land<br />

þetta hafi tilheyrt Þingvallakirkju og verið fullkomið eignarland þegar hreppurinn eignaðist það í<br />

makaskiptum og lagði til afréttarins. Makaskiptasamningur þessi hafi verið staðfestur af hálfu ríkisvaldsins<br />

6. apríl 1897 og honum þinglýst 16. júní s.á. Þrátt fyrir að landsvæði þetta sé þar nefnt<br />

„afréttarland“ sé ljóst af orðalagi samningsins að verið var að afsala fullkomnu eignarlandi.<br />

Landamerkjabréf fyrir jörðina hafi verið gert 1. september 1886 og sé það að mestu leyti í samræmi<br />

við eldri heimildir um landamerki hennar. Í greinargerð jarðeigenda og í málflutningi kom fram að<br />

þeir litu svo á að í kröfugerð þeirra fælist að ef kröfu þeirra um beinan eignarrétt yrði hafnað fælist<br />

í kröfugerð þeirra jafnframt krafa um afnotarétt þeirra í þjóðlendu, að öllum venjubundnum afnotum<br />

að fornu og nýju.<br />

Í kafla 11.2. er gerð grein fyrir þögn Landnámu um svæðið milli landnáma Ingólfs Arnarsonar<br />

og Ketilbjarnar gamla í Grímsnesi. Í 3. kafla Íslendingabókar skýrir Ari fróði svo frá að maður<br />

nokkur, er nefndur var Þórir kroppinskeggi, hafi gerst sekur um þræls morð eða leysings. Hann átti<br />

land í Bláskógum. Það varð síðan allsherjarfé, „en það lögðu landsmenn til alþingis neyslu. Af því<br />

es þar almenning at viða til alþingis í skógum ok á heiðum hagi til hrossahafnar“. Fræðimenn<br />

greinir á um hvar land þetta liggur; Jakob Benediktsson telur að Bláskógar hafi táknað svæðið<br />

norðan, vestan og sunnan Þingvallavatns og að Þórir hafi búið á jörð þeirri sem síðan var kölluð<br />

Þingvöllur. Einar Arnórsson taldi það naumast orka tvímælis að land Þóris hefði verið á milli<br />

Almannagjár og Hrafnagjár. Bláskógaheiði hefði hins vegar náð yfir hálendið milli Borgarfjarðar<br />

og hraunsins vestanvert við Skjaldbreið, að því er virðist sunnan undir Oki og suður um Hallbjarnarvörður<br />

eða jafnvel suður undir Kvígindisfell. Um það hvort Bláskógaheiði hafi verið hluti<br />

af jörðinni Bláskógum er hins vegar ekki vitað. Eftir frásögnum Íslendingabókar og Landnámu að<br />

dæma virðast Þingvellir og heiðarnar þar fyrir ofan hafa verið einhvers konar almenningur sem<br />

fyrst og fremst var nytjaður þann tíma sem þinghald stóð yfir.<br />

Fyrsti nafngreindi maðurinn sem vitað er með vissu að búið hafi á Þingvöllum, með því nafni,<br />

var Brandur Þórisson og er þá komið fram undir 1200. Vitað er að um 1200 var prestsskyld kirkja<br />

á Þingvöllum. Kirkjan var orðin beneficium (kirkjulén), fyrir lok 14. aldar en í því fólst að hún taldist<br />

myndug og sjálfstæð undir forræði biskups. Þingvallakirkja hafði þá sérstöðu að hún þjónaði<br />

þinghaldi landsmanna og þingmenn hafa líklega deilt hlunnindum jarðarinnar að einhverju leyti<br />

með kirkjunni.<br />

Í elsta máldaga Þingvallakirkju, Vilkinsmáldaga frá 1397, er ekki greint frá öðrum fasteignum<br />

í hennar eigu en 6 hundruðum í Brúsastaðajörð. Samkvæmt Gíslamáldaga frá 1575 á Þingvallakirkja<br />

hins vegar m.a. „heimaland allt með gögnum og gæðum. Skjaldbreið.“ Ekkert liggur nánar<br />

fyrir um hvenær eða hvernig til þessara eignarréttinda hafi verið stofnað.<br />

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1711 segir að kirkjustaðurinn á Þingvöllum hafi<br />

203

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!