17.08.2013 Views

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

200<br />

Samkvæmt því sem hér hefur verið rakið eru mörk þess hluta hins upphaflega Grímsnesafréttar<br />

sem er sunnan og suðaustan við makaskiptalandið frá 1896 svo sem hér segir:<br />

Mörk Gjábakka og afréttarins eru um línu sem dregin er með stefnu úr Dímon í Stórueldborg; þaðan<br />

í landsuðurshorn á Hrafnabjörgum, þaðan beint í útnorðurhorn sama fjalls; síðan í vörðu á Hlíðarstíg.<br />

Mörk Þingvallakirkjulands og afréttarins eru eftir norðureggjum Hrafnabjarga, og úr Hrafnabjörgum<br />

yfir tvo hnúka beint á Tröllatind, úr Tröllatind sjónhending í suðvesturhorn Tindaskaga, síðan eftir<br />

Tindaskaga endilöngum til norðausturenda hans, þaðan í austurrætur fjallsins Skjaldbreiðs og svo<br />

kringum það norður fyrir meðfram rótum þess allt þar til kemur að mörkum við Laugardalsafrétt.<br />

Mörk Grímsnesafréttar og Laugardalsafréttar eru um línu sem dregin er úr Sköflungi í Skefilfjöll og<br />

loks að mörkum við Laugarvatn, í stefnu á Hrútafjöll. Mörk Grímsnesafréttar og Laugarvatnsjarðarinnar<br />

eru um línu sem dregin er úr Eldborgum og að skiptalínunni frá 1920 milli Kálfstinda og Skífilfjallahorns,<br />

í stefnu á háan hnúk á norðan- og austanverðri Hrossadalsbrún.<br />

Þá verður næst fjallað um þann hluta hins upphaflega Grímsnesafréttar sem á mörk að makaskiptalandinu<br />

til suðurs. Þar liggja að norðan Þórisjökull og Langjökull. Að austan er Laugardalsafréttur<br />

og að vestan er annars vegar landspilda norðan við land Þingvallakirkju innan hreppamarka<br />

Grímsnes- og Grafningshrepps og hins vegar land í Borgarfjarðarsveit.<br />

Verða fyrst könnuð mörk landspildu þeirrar, norðan Þingvallakirkjulands, sem er til meðferðar<br />

í máli nr. 1/<strong>2000</strong>. Forsaga þessa er sú að við skiptingu Þingvallakirkjulands 1896, vegna makaskipta<br />

Þingvallaprests og Grímsneshrepps, er miðað við stefnulínu eftir því endilöngu, frá Gatfelli<br />

og norður í Hrúðurkarla en þeir liggja utan við land Þingvallakirkju. Með því að gefa þessari línu<br />

sjálfstætt gildi eftir að Þingvallakirkjulandi sleppir afmarkast þríhyrnt svæði í Grímsneshreppi sem<br />

liggur að Borgarfirði ofan við Þingvallakirkjuland. Ákvæði 2. gr. fjallskilasamþykktarinnar miðar<br />

við makaskiptalínuna. Þennan skika vilja jarðeigendur í Þingvallahreppi kalla Þingvallaafrétt, sbr.<br />

mál nr. 1/<strong>2000</strong>, en Grímsnesingar telja hann ekki til afréttar síns. Er þetta ástæða þess að um hann<br />

er fjallað í máli nr. 1/<strong>2000</strong>, Þingvallahreppur. Þar sem makaskiptalínan sker markalínuna við Borgarfjörð,<br />

þ.e. stefna úr ósi Brunnavatns í suðvesturhorn Þórisjökuls, er hornmark. Loks eru suðurmörk<br />

skikans jafnframt norðurmörk Þingvallakirkjulands.<br />

Því næst tekur við landsvæði í Borgarfjarðarsveit, þ.e. afréttur Lundarreykjadalshrepps en mörk<br />

þessi eru jafnframt vesturmörk þess svæðis sem óbyggðanefnd tók til meðferðar með tilkynningu,<br />

dags. 1. mars 1999, sbr. kafla 2.3. Lýsing á austurmörkum þessa afréttar í ritinu „Byggðir Borgarfjarðar<br />

III“ er í samræmi við það sem þar kemur fram, svohljóðandi:<br />

Að austan Þórisjökull (Geitlandsjökull) og úr suðvesturhorni hans (nálægt eða þar, sem forn varða<br />

stendur á fjallsbrúninni) stefna í ós Brunnavatns, þar sem Reyðarlækur fellur úr vatninu.<br />

Norðurmörk þess svæðis sem hér er til umfjöllunar eru frá vörðu við suðvesturhorn Þórisjökuls<br />

í hábungu Þórisjökuls, þaðan að jökulrönd Geitlandsjökuls með stefnu á hábungu Geitlandsjökuls<br />

og loks með jökulröndinni að Klakki í Langjökli, sbr. kafla 2.3. Á milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls<br />

er Þórisdalur. Mörkum Grímsnesafréttar til norðurs er fyrst lýst í framangreindri fundargerð<br />

frá 1920 þar sem miðað er við „svartan hnjúk vestan í Langjökli inn af Jökulkróknum“. Samkvæmt<br />

afréttarlýsingu í Sunnlenskum byggðum og fjallskilareglugerð 1996 er hér um að ræða Klakk enda<br />

er hann beina stefnu frá Langafelli um há-Sköflungahálsinn.<br />

Fyrsta lýsing á norðurmörkum að vestanverðu er í yfirlýsingu oddvita frá 1975 þar sem dregin<br />

er lína í vestasta Hrúðurkarl, sbr. viðmiðun úr makaskiptasamningi Þingvallaprests og Grímsneshrepps<br />

1896. Lýsingar hreppstjóra gera ráð fyrir því sama en Böðvar Magnússon dregur mörk í<br />

Fanntófell sem er norðvestan við Hrúðurkarla. Ekki verður séð að það eigi við rök að styðjast.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!