17.08.2013 Views

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

prest 1896. Samkvæmt makaskiptasamningnum er þar um að ræða „afrjettarland“ austan við línu<br />

sem dregin er yfir u.þ.b. mitt land kirkjunnar samkvæmt landamerkjabréfi hennar, dags. 1. sept.<br />

1886 og þingl. 7. júní 1890. Nánar tiltekið liggur lína þessi „frá Gjábakkalandi á Hlíðarstíg, eftir<br />

Hlíðargjá inn á enda hennar fyrir innan Prestastíg, þaðan í beina stefnu í hæsta hnúkinn á Galtafelli,<br />

og þaðan í beina stefnu í vesturhornið á Hrúðurkörlum“. Svo sem áður hefur komið fram greina<br />

heimildir um Grímsnesafrétt frá 1708 og 1840 frá því að Grímsnesingar hafi beitt fé sínu innan þess<br />

„afréttarlands“ sem þeir festa hér kaup á, sbr. orðalagið „vestur á fjöll kringum Skjaldbreið“ og<br />

örnefnið „Skjaldbreiðarhraun“. Eðlilegt er þó að miða við að merkjum Grímsnesafréttar hins forna<br />

og Þingvallakirkjulands, austan við makaskiptalínuna, sé rétt lýst í landamerkjabréfi hins síðarnefnda,<br />

enda enginn fyrirvari gerður um annað í makaskiptasamningnum tíu árum síðar. Samkvæmt<br />

landamerkjabréfinu liggja merkin eftir norðureggjum Hrafnabjarga og úr Hrafnabjörgum<br />

yfir tvo hnúka beint á Tröllatind, úr Tröllatind sjónhending í suðvesturhorn Tindaskaga, síðan eftir<br />

Tindaskaga endilöngum til norðausturenda hans, þaðan í austurrætur fjallsins Skjaldbreiðs og svo<br />

kringum það norður fyrir meðfram rótum þess.<br />

Að austanverðu er Laugardalsafréttur sem var hluti Grímsnesafréttar til 1920. Ákvæði 2. gr.<br />

fjallskilasamþykktarinnar kveður á um merki úr Skefilfjöllum í Sköflung og þaðan í Langafell.<br />

Þannig er tekið mið af landamerkjabréfinu frá 1920, þ.e. skiptalínunni, nema hvað lýsing bréfsins<br />

hefst í því landi sem hreppurinn keypti úr Laugarvatni 1917, sbr. tilgreiningu Kálfstinda, og fer<br />

beint í Langafell. Lýsingar oddvita og hreppstjóra miðast einnig við kennileiti í Laugarvatnslandinu<br />

syðst en þegar norðar dregur er mörkum lýst austar en í fundargerð eða reglugerð, þ.e. í Skriðuna.<br />

Sú lýsing samræmist hins vegar ekki landamerkjabréfinu frá 1920 og kemur þegar af þeirri ástæðu<br />

ekki til álita. Mörk Grímsnesafréttar og Laugardalsafréttar fyrir sunnan Skefilfjöll og norðan Laugarvatnslands<br />

ráðast af því hvaðan stefna er tekin að sunnan í Skefilfjöll þar sem lýsing fjallskilareglugerðarinnar<br />

hefst. Landamerkjabréfið frá 1920 miðar við Kálfstinda, án nánari tilgreiningar,<br />

en hreppstjóri við Hrútafjöll 1979. Við þetta síðarnefnda kennileiti er nú miðað í skipulagi bæði<br />

Grímsnes- og Grafningshrepps og Laugardalshrepps og því eðlilegt að leggja það til grundvallar.<br />

Að sunnanverðu er jörðin Laugarvatn, þar á meðal landspilda sem Grímsneshreppur keypti 1917.<br />

Landamerkjabréf Laugarvatns er dags. 12. maí 1890 og þingl. 6. júní s.á. Samkvæmt því eru mörk<br />

jarðarinnar við hinn upphaflega Grímsnesafrétt, og um leið þann hluta hans sem Grímsneshreppur<br />

hélt eftir 1920, um línu sem dregin er úr Eldborgum og að skiptalínunni frá 1920, í stefnu á háan<br />

hnúk á norðan- og austanverðri Hrossadalsbrún. Eldri heimildir um landamerki Laugarvatns styðja<br />

þetta, sjá nánar í kafla 11.11.3. og máli nr. 3/<strong>2000</strong> (Laugardalshreppur). Ákvæði 2. gr. fjallskilasamþykktarinnar,<br />

þar sem Skefilfjöll eru tilgreind sem syðsti punktur austurmarka, fær ágætlega samrýmst<br />

þessu. Mörkum Grímsnesafréttar og Laugarvatnsjarðarinnar er ekki lýst í öðrum heimildum<br />

um merki afréttarins en ekkert í þeim mælir gegn framangreindri lýsingu í landamerkjabréfi Laugarvatns.<br />

Jafnframt festir Grímsneshreppur kaup á hluta af landi Laugarvatns 1917 og við það tækifæri<br />

er norðurmörkum lýst á mjög svipaðan hátt og í landamerkjabréfi Laugarvatns 1890, þ.e. úr<br />

Eldborgum og þaðan sjónhending í norðasta Kálfstind, sem er lítið eitt sunnar en hnúkur sá á norðan-<br />

og austanverðri Hrossadalsbrún sem landamerkjabréfið miðar við. Þar sem mið er tekið með<br />

þessum hætti verður til mjó landræma úr landi Laugarvatns sem skilur á milli Grímsnesafréttar og<br />

landsins sem hreppurinn keypti úr Laugarvatni 1917. Hér er nánar tiltekið um að ræða svæðið á<br />

milli framangreindra tveggja stefnulína úr Eldborgum og að skiptalínu hreppanna frá 1920, milli<br />

Kálfstinda og Skífilfjallahorns, enda nær lýsing fjallskilareglugerðarinnar 1996 ekki svo sunnarlega.<br />

Landamerkjabréfi Laugarvatns var þinglýst og á lýsingu þess hefur verið byggt síðan án<br />

athugasemda yfirvalda eða ágreinings. Það bendir til þess að hún sé í samræmi við það sem almennt<br />

er talið gilda. Jafnframt er ljóst að hagsmunaaðilar hafa haft réttmæta ástæðu til að vænta þess að<br />

merkjum jarðarinnar við afréttinn sé rétt lýst. Líta verður svo á að landamerkjabréf jarðarinnar gildi<br />

til fyllingar ákvæði 2. gr. fjallskilareglugerðarinnar sem er mun ónákvæmara.<br />

199

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!