17.08.2013 Views

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

192<br />

Að norðanverðu í miðjann Sprænutanga hinn háa og þaðan beina stefnu í gil það í Driptinni er Stóra<br />

skriða kemur úr; verður þá línan sunnan til við svokallaða Brík, sem er í Miðfellslandi og norðan til<br />

við Hraunskignir, sem er í Kaldárhöfðalandi, svo úr Stóruskriðugili beina stefnu í miðborgina í<br />

Þrásaborginn. En að sunnanverðu, úr Stapanum miðjum norðanvert við Dæluna beina stefnu í há<br />

Moldásarenda vestri og ræður Moldás upp hjá stórum steini (Dagmálasteini) sjónhending norðan til<br />

við Kaplamýri í steina tvo sem eru vestan til í brúninni á Brúarskignir og þaðan beina stefnu í<br />

áðurnefnda Þrásaborg.<br />

Landamerkjabréf þetta er þinglesið 24. maí 1884 og innfært í landamerkjabók sýslumanns.<br />

Að Kaldárhöfða liggja jarðirnar Miðfell og Efri-Brú. Er þá ekki tekið tillit til breytinga sem<br />

orðið hafa á aðliggjandi jörðum eftir gerð landamerkjabréfsins. Jörðin liggur einnig að Þingvallavatni,<br />

Soginu og Úlfljótsvatni. Landamerkjabréf Kaldárhöfða er áritað um samþykki vegna beggja<br />

framangreindra jarða.<br />

Árið 1896 seldi Grímsneshreppur Kaldárhöfða í makaskiptum fyrir „afréttarland Þingvallakirkju“,<br />

sjá nánar í kafla 11.11.2.<br />

Hér hefur að framan verið rakið hvernig Kaldárhöfða er getið í heimildum allt frá 16. öld. Af<br />

þeim verður ráðið að um sjálfstæða jörð hafi verið að ræða, sbr. umfjöllun í kafla 10.4.2. Jafnframt<br />

eru líkur til þess að landsvæði það sem hér er til umfjöllunar sé innan upphaflegs landnáms í<br />

Grímsneshreppi. Þá benda fyrirliggjandi gögn til þess að landamerkjum Kaldárhöfða sé rétt lýst í<br />

landamerkjabréfi, dags. 3. maí 1884. Ekki eru heimildir um annað en að jörðin hafi verið byggð og<br />

nýtt eftir búskaparháttum og aðstæðum á hverjum tíma.<br />

Svo sem að framan greinir tekur þjóðlendukrafa íslenska ríkisins ekki til jarðarinnar Kaldárhöfða.<br />

Jafnframt benda þau gögn málsins sem hér hafa verið reifuð ekki til annars en að þar sé um<br />

eignarland að ræða, sbr. einnig umfjöllun í kafla 10.6., án þess þó að tekin sé afstaða til þess hver<br />

fari með þau eignarréttindi eða hver séu mörk milli eignarlanda, sbr. 7. gr. laga nr. 58/1998.<br />

Það er því niðurstaða óbyggðanefndar að landsvæði það sem afmarkað er í landamerkjabréfi<br />

Kaldárhöfða frá 3. maí 1884 teljist ekki þjóðlenda í skilningi 1. gr., sbr. einnig a-lið 7. gr., laga nr.<br />

58/1998.<br />

11.8. Klausturhólar og Hallkelshólar I og II<br />

Kröfugerð íslenska ríkisins gerir ráð fyrir að þjóðlendulínan liggi norðan þess lands sem samkvæmt<br />

landamerkjalýsingu frá 3. júní 1890 telst innan landamerkja jarðarinnar Klausturhóla og taki ekki<br />

til lands innan þeirra. Enginn ágreiningur er því með fjármálaráðherra f.h. ríkisins og Guðmundi<br />

Jóhannessyni o.fl., þinglýstum eigendum jarðarinnar Klausturhóla, Rannveigu Albertsdóttur,<br />

þinglýstum eiganda Hallkelshóla I, og Gísla Hendrikssyni, þinglýstum eiganda Hallkelshóla II, um<br />

eignarréttarlega stöðu þessa lands. Kröfum íslenska ríkisins í Grímsnes- og Grafningshreppi er<br />

nánar lýst í kafla 3.1. og kröfum þinglýstra eigenda jarðanna í kafla 3.7.<br />

Klausturhólar og Hallkelshólar I og II eru á meðal þeirra jarða sem taldar eru upp í tilkynningu<br />

óbyggðanefndar, dags. 1. mars 1999, þegar norðurhluti Árnessýslu var tekinn til meðferðar. Ástæða<br />

er því til að gera sérstaka grein fyrir athugun óbyggðanefndar á jörðunum, sbr. rannsóknarreglu 5.<br />

mgr. 10. gr. Þjóðlendulaga, nr. 58/1998.<br />

Elsta heimild um Klausturhóla er í máldaga frá 1397 og um jörðina er einnig fjallað í máldögum<br />

frá 1569 og 1570 og konungstilskipun 1652. Hennar er jafnframt getið í jarðabókum 1597, 1686,<br />

1695, 1708, 1847 og 1861. Í þessum heimildum er ekkert fjallað um landamerki Klausturhóla.<br />

Fyrstu lýsingu á landamerkjum jarðarinnar er að finna í svohljóðandi lögfestu Jóns Jónssonar<br />

frá 20. júní 1830, sbr. einnig svipaðar lögfestur frá 1842 og 1846:<br />

Eftir skriflegum og munnlegum vitnisburðum þeirra gamalla manna sem verið hafa á Klausturhólum

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!