17.08.2013 Views

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

186<br />

11.2. Landnám<br />

Eins og áður hefur komið fram greinir Landnámubók frá tveimur landnámsmönnum í Grímsneshreppi<br />

hinum forna. Annar þeirra var Ketilbjörn hinn gamli Ketilsson en hann „nam Grímsnes<br />

allt upp frá HÄskuldslÏk ok Laugardal allan ok alla Byskupstungu upp til Stakksár ok bjó at<br />

Mosfelli“. Hinn landnámsmaðurinn er nefndur Grímur „ok nam Grímsnes allt upp til Svínavatns“.<br />

Báðar þessar lýsingar gefa mjög óljósa mynd af því landsvæði sem numið var og virðast jafnvel<br />

stangast á. Til að mynda hefur verið vakin athygli á því að miðhluti Grímsness sýnist hafa legið í<br />

landnámi þeirra beggja, Gríms og Ketilbjarnar. Þó þykir sennilegast að landnámsmörk Gríms hafi<br />

verið Hvítá að sunnan og austan og Sogið að vestan upp til Þingvallavatns. Einnig virðist mega<br />

álykta af frásögn Landnámu að Lyngdalsheiði hafi verið í landnámi Ketilbjarnar en að öðru leyti<br />

ríkir óvissa um efri mörk landnámanna.<br />

Þá greinir Landnáma frá því að Ingólfur Arnarson hafi numið land milli Ölfusár og Hvalfjarðar<br />

fyrir utan Brynjudalsá, austur að Öxará, miðja vegu milli Almannagjár og Brúsastaða, að því er<br />

talið er. Ekki er hins vegar greint frá landnámi austan og norðan við Öxará fyrr en kemur að landnámi<br />

Ketilbjarnar gamla í Grímsnesi. Óvíst er um nákvæma legu eða stærð svæðisins á milli<br />

tveggja fyrrgreindra landnáma en af þessum lýsingum má ráða að innan þess liggja nú Þingvellir,<br />

a.m.k. sunnanverðir, og jarðir í Þingvallahreppi, austan við Þingvallavatn. Eftir því sem dregur<br />

norðar og austar upp af Þingvallavatni verður hins vegar óljósara hvar landnám Ingólfs og Ketilbjarnar<br />

hefur endað. Umfjöllun Landnámu um landnám í Borgarfirði veitir engar upplýsingar um<br />

það svæði sem hér er til umfjöllunar.<br />

Ólafur Lárusson taldi að svæði þetta hefði í fyrstu verið almenningur sem enginn taldi sér til<br />

eignar. Heimildir benda til að snemma hafi búseta hafist á þessum slóðum, sbr. frásögn Íslendingabókar<br />

um land Þóris kroppinskeggja í Bláskógum. Fræðimenn eru almennt sammála um að<br />

Bláskógar hafi síðar fengið nafnið Þingvellir. Óljóst er þó um nákvæm mörk Bláskógajarðarinnar<br />

og hafa komið fram mismunandi kenningar um það atriði.<br />

Í greinargerð um gróðurfar á því svæði, sem hér er til umfjöllunar, er komið fram að í upphafi<br />

landnáms hafi birkiskógur eða kjarr að jafnaði teygt sig upp undir 400 m y.s. hæð yfir sjávarmáli<br />

en þar fyrir ofan hafi tekið við víðir, lyng og ýmsar harðgerar jurtir. Í máli nr. 1/<strong>2000</strong>, Þingvallahreppur,<br />

kemur fram að fjalllendið á vestur- og suðvesturhluta Þingvallakirkjulands sé raklendara,<br />

þar sé mikil úrkoma og snjóþyngsli sem séu gróðri hagstæð. Þar séu gróðurskilyrði því að jafnaði<br />

betri nema þar sem hæð fjalla er yfir gróðurmörkum.<br />

Þá er fram komið að milli Oks og Geitlandsjökuls hafi legið þjóðleið þeirra sem komu úr Vestfirðingafjórðungi<br />

og Norðlendingafjórðungi vestanverðum og tengst leið Borgfirðinga.<br />

Samkvæmt framangreindu verður ekki af Landnámu ráðið að svæðið á milli landnáma Ingólfs<br />

Arnarsonar og Ketilbjarnar gamla hafi verið numið. Umfangi þessara landnáma er þó ekki lýst nákvæmlega<br />

og samsvarandi óvissa um afmörkun lands þeirra á milli. Óbyggðanefnd telur ekki útilokað<br />

að svæðið milli Öxarár, Lyngdalsheiðar og Hrafnabjargarháls hafi verið numið að einhverju<br />

leyti, sbr. vísbendingar um að þar hafi mjög snemma tekist byggð, a.m.k. á svæðinu suðvestan- og<br />

suðaustanverðu, hagstætt gróðurfar og nálægar samgönguleiðir.<br />

11.3. Björk<br />

Kröfugerð íslenska ríkisins gerir ráð fyrir að þjóðlendulínan liggi norðan þess lands sem samkvæmt<br />

landamerkjalýsingu frá 1. júní 1886 telst innan landamerkja jarðarinnar Bjarkar og taki ekki til<br />

lands innan þeirra. Enginn ágreiningur er því með fjármálaráðherra f.h. ríkisins og Tryggva Tómassyni,<br />

þinglýstum eiganda jarðarinnar, um eignar-réttarlega stöðu þessa lands. Kröfum íslenska<br />

ríkisins í Grímsnes- og Grafningshreppi er nánar lýst í kafla 3.1. og kröfum þinglýsts eiganda jarðarinnar<br />

í kafla 3.3.<br />

Björk er ein þeirra jarða sem taldar eru upp í tilkynningu óbyggðanefndar, dags. 1. mars 1999,

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!