17.08.2013 Views

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Hefð megi rekja allt til Rómarréttar og sé hún vissulega skyld námi þannig að segja megi að<br />

hefð hafi tekið við þegar eiginlegu landnámi var lokið. Lengi hafi verið óvissa um hvort hefðarréttur<br />

gilti hér á landi. Í erindisbréfi til biskupa frá 1. júlí 1746 hafi verið kveðið á um að á 100 árum<br />

mætti hefða eignir og réttindi sem verið hefðu kirkjueign. Víða megi sjá þess stað að út frá því hafi<br />

verið gengið að hefðarreglur Norsku eða Dönsku laga (1683 og 1687) giltu hér á landi. Einnig sé<br />

vikið að hefðarreglum í nokkrum tilskipunum, sbr. konungsbréf frá 18. apríl 1761, nýbýlatilskipunina<br />

frá 1776 og tilskipun frá 17. apríl 1833 er varði óðalsrétt á Íslandi. Landsyfirréttur hafi í<br />

dómi frá 5. maí 1830 gengið ótvírætt út frá því að hefðarreglur Norsku laga giltu á Íslandi þó að<br />

rétturinn hafi síðar, eða í dómi frá 19. desember 1887, hafnað hefðarreglum. Hefð hafi síðan fyrst<br />

og fremst haft gildi sem eignarheimild eftir gildistöku laga nr. 46/1905. Ákvæði 1. gr. hefðarlaga<br />

sé ætlað að taka af öll tvímæli um að hefð verði unnin á verðmæti enda þótt það hafi verið opinber<br />

eign. Að þessu leyti sé greininni ekki ætlað að takmarka svið hefðar heldur þvert á móti að rýmka<br />

það. Samkvæmt þessu megi halda því fram að úr því að hefðarlög heimili eignarhefð á landi, sem<br />

sé í opinberri eigu, þeim mun fremur hljóti að vera unnt að hefða land sem ekki sé eignarrétti<br />

undirorpið. Í fyrri Landmannaafréttardóminum sé beinlínis gert ráð fyrir því að eignarhefð verði<br />

unnin á landi sem sé afréttareign. Sama megi lesa út úr 3. gr. þjóðlendulaga i.f. Gaukur Jörundsson<br />

telji að eignarhefð verði unnin á landi hvort heldur um sé að ræða afrétt eða almenning ef skilyrðum<br />

hefðar sé á annað borð fullnægt. Hann telji þó að gera verði strangari kröfur um not ef um eigendalaust<br />

landsvæði sé að tefla. Því sé hins vegar ekki haldið fram að afréttur Grímsnesinga hafi verið<br />

eigendalaust land heldur sé ljóst að landið hafi verið numið og nýtt sameiginlega af jarðeigendum<br />

í Grímsnesi. Sjónarmiðin um hefð séu til staðfestingar náminu, þ.e. til þess að festa í sessi eignarrétt<br />

jarðeigenda í hreppnum. Gaukur Jörundsson telji jafnframt að slaka beri á kröfum til eignarhalds<br />

eftir því sem verðmætið og allar aðstæður gefi minna tilefni til víðtækra umráða og fjölbreyttra<br />

nota. Í dómi Hæstaréttar frá 20. janúar 1939 hafi verið fallist á eignarhefð engjalands enda<br />

þótt hefðandi virtist hafa haft lítil sem engin önnur not af landinu en til slægna.<br />

Engu breyti um eignarhaldið hvort hefðandi lands er einn aðili eða margir sameigendur. Það að<br />

landið hafi frá upphafi nánast einungis verið nýtt til beitar og þótt þeir sem það nýttu, hafi nýtt það<br />

sameiginlega og að um afréttamálefni og fjallskil hafi gilt almenn lög þá breyti það ekki því að<br />

þessir sameigendur hafi nýtt landið eins og kostur var í fullan hefðartíma og meira en það og jafnframt<br />

meinað öðrum not þess. Ríkisvaldið hafi ekki nýtt afréttarland Grímsnesinga með nokkrum<br />

hætti. Þrátt fyrir að sveitarfélögin hafi snemma haft afskipti af nýtingu afrétta með skipulagningu smölunar<br />

og eyðingu refa geti slík stjórnsýsluleg afskipti ein sér ekki haft í för með sér yfirfærslu eignarréttarins<br />

frá jarðeigendum til sveitarfélagsins eða ríkisvaldsins. Venjuréttur og hefð falli hér saman<br />

og eigi að leiða til þess að afrétturinn tilheyri jörðunum í hreppnum sem hafi nýtt landið öldum saman.<br />

Miklu síðar hafi því verið haldið fram að jarðeigendur ættu einungis beitarrétt á afréttinum og<br />

sé þar um útúrsnúning að ræða enda þjóni það hagsmunum valdhafa að beinn eignarréttur að landsvæði<br />

þessu tilheyri ríkisvaldinu. Þessa pólitísku niðurstöðu, sem menn telja almannahagsmunum<br />

hagfelldari, sé síðan reynt að búa í skrautbúning þess lagaumhverfis sem við lifum í nú. Af hálfu<br />

hreppsins og jarðeigenda er því haldið fram að virða beri þá skipan sem gilt hafi um aldir og<br />

staðfest hafi verið m.a. með landamerkjalögunum frá 1882 og að eignarréttindi verði ekki færð í<br />

hendur ríkisvaldsins með almennum lögum.<br />

Þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi talið að ríkisvaldið geti farið með ákveðin umráð lands í skjóli<br />

valdheimilda sinna sé ekki þar með sagt að löggjafinn geti framselt vald þetta til stjórnvalda og<br />

jafnframt falið stjórnvöldum að skera úr um það hvaða land skuli vera undirorpið eignarrétti ríkisvaldsins<br />

og hvað skuli skilið eftir handa raunverulegum eigendum landsins. Hér sé fyrst og fremst<br />

um pólitískar deilur að ræða sem færðar hafi verið að nokkru leyti í lögfræðilegan búning. Minni<br />

deilurnar á margan hátt á þær deilur, sem í byrjun síðustu aldar hafi verið um eignarrétt að vatni og<br />

vatnsföllum.<br />

179

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!