17.08.2013 Views

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

174<br />

hafi færst yfir á landið sjálft. Ein ástæða þess hafi ef til vill verið sú, að við flestar kirkjur hafi verið<br />

máldagi þar sem tekið hafi verið skilmerkilega fram að kirkjan ætti afrétt án þess reyndar að sú eign<br />

væri skilgreind nánar. Sambærilegt plagg hafi fæstir bændur haft í höndum. Þeir hafi þannig átt<br />

óhægara um vik að verja rétt sinn þótt þeir hefðu viljað. Það sé því hugsanlegt að bændur á þeim<br />

jörðum, sem áttu afrétt í Skjaldbreiðarhrauni samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls<br />

Vídalíns, hafi verið grunlausir um að í raun hafi Markús Snæbjörnsson lögfest Þingvallakirkju<br />

víðtækari eignarrétt árið 1740 en beinar heimildir voru fyrir um.<br />

Ljóst sé þegar saga umrædds afréttar Þingvallakirkju sé skoðuð að afrétturinn hafi ekki verið<br />

hluti af jörðinni sjálfri eins og haldið hafi verið fram heldur hafi kirkjan einungis átt þar upprekstrarrétt,<br />

sem hafi þó varla verið einkaréttur.<br />

Í afsali fyrir afréttarlandinu segi: „Ég Jón Thorstensen prestur á Þingvöllum afhendi Grímsneshreppi<br />

til lögfullrar eignar, afnota og umráða afréttarland það allt tilheyrandi Þingvallakirkju<br />

o.s.frv.“ Af hálfu íslenska ríkisins er því haldið fram að hefði eignarland verið gjaldmiðillinn í þessum<br />

makaskiptasamningi hefði ekki verið talað um afhendingu heldur sölu. Enn fremur hefði þá<br />

verið talað um eignarland eða hluta úr jörð Þingvalla. Þess í stað komi skýrt fram að afhent sé til<br />

umráða afréttarland. Í afsalinu sé í fleiri skipti talað um umrætt landsvæði sem afréttarland.<br />

Orð og efni afsala skeri oftast úr um hvað selt sé og í umræddu tilfelli sé það ótvírætt. Meginreglan<br />

sé sú að kaupandi öðlist ekki betri rétt en seljandi átti. Því geti kaupandi ekki eignast beinan<br />

eignarrétt að landi ef viðsemjandi hans átti þar eingöngu takmörkuð eignarréttindi svo sem beitarrétt.<br />

Hins vegar sé hægt að selja tiltekin afnotaréttindi án þess að grunneignarréttur landsins fylgi<br />

með í kaupunum. Þannig ráði orð og efni afsala miklu þegar skera þurfi úr um álitaefni eins og því<br />

sem hér sé til umfjöllunar. Á þetta hafi reynt í nokkrum dómum Hæstaréttar, sbr. H 1969 510<br />

(Nýjabæjarafréttur), H 1971 1137 (Reyðarvatn II), H 1994 2227 (Geitland), H 1997 1162 og H<br />

1997 1183 (Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiðar). Einkum verði að líta svo á að dómarnir um Auðkúlu-<br />

og Eyvindarstaðaheiði séu fordæmisgefandi í máli þessu en notkun heiðanna, svo og staðhættir,<br />

víðátta og gróðurfar þar svipi til afréttarlands þess sem Grímsneshreppur eignaðist í fyrrnefndum<br />

makaskiptum við Þingvallakirkju.<br />

7.4. Sameignarafréttur Grímsnesinga<br />

Af hálfu íslenska ríkisins er á það bent að engar heimildir séu til um nám þess lands sem nú teljist<br />

innan landamerkjalýsingar sameignarafréttar Grímsness. Landnáma sé mjög glögg hvað þetta varði<br />

og ljóst sé að allur afrétturinn sé utan þess lands sem numið var. Kröfulína íslenska ríkisins miðist<br />

við lýsingu á landnámi á þessu svæði svo sem fyrr greini og sé vísað til þess.<br />

Af hálfu íslenska ríkisins er því mótmælt að jarðeigendur í hreppnum hafi öðlast beinan eignarrétt<br />

að afréttinum á grundvelli landnytja. Á það sé bent að af tilteknum nytjum megi ráða hvort<br />

landið sé undirorpið beinum eignarrétti þess sem nytjar landið eða hvort hann eigi þar einungis<br />

óbein eignarréttindi. Meginreglan sé sú að land, sem nytjað hafi verið til beitar og smalað að frumkvæði<br />

fjallskilastjórnar, sé þjóðlenda. Land, sem nytjað hafi verið til búrekstrar með byggingum og<br />

öðrum mannvirkjum, sé hins vegar eignarland. Sameignarafréttur Grímsness sé í flokki þess fyrrnefnda,<br />

þ.e. þjóðlenda. Kenningar fræðimanna um beinan eignarrétt að landi miðast við að hann<br />

stofnist fyrir mannanna verk. Á afréttinum séu hins vegar ekki önnur mannanna verk en þau sem<br />

tengist beitarafnotunum. Því geti hann ekki verið undirorpinn beinum eignarrétti.<br />

Því sé mótmælt að jarðeigendur í Grímsnesi geti stutt eignartilkall sitt til afréttarins með vísan<br />

til landamerkjabréfs og þinglýsingu þess. Svo sem fyrr greini sé landamerkjabréf fyrst og fremst<br />

afmörkun yfirráðasvæðis og af hálfu íslenska ríkisins séu engar athugasemdir gerðar um mörk<br />

afréttarins. Þinglýsing sé ekki sönnun fyrir öðrum rétti en þeim sem þinglýst var og að því er afréttinn<br />

varði sé það yfirráðaréttur yfir afréttarlandi.<br />

Þá sé ekki hægt að fallast á þá málsástæðu gagnaðila ríkisins að ríkisvaldið hafi margsinnis

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!