17.08.2013 Views

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

172<br />

skylda og til að tryggja öryggi í viðskiptum og skapa eigendum réttarvernd gagnvart grandlausum<br />

viðsemjendum og lánardrottnum.<br />

Spurning sé hvort þegjandi eða jákvæðar athafnir ýmissa umboðsmanna ríkisins geti falið í sér<br />

samþykki valdstjórnar eða ríkis vegna lands sem nær inn í þjóðlendu. Þetta geti verið í tengslum<br />

við mótmælalausa móttöku og þinglýsingu landamerkjabréfa sem haft hafi að geyma lýsingu í átt<br />

að óbyggðum eða einfaldlega afsal ríkisins á tilteknum lendum. Því sé til að svara að af Landmannaafréttardómi<br />

síðari megi ráða þá reglu að löggjafinn einn sé bær til að ráðstafa réttindum yfir<br />

landsvæði utan eignarlanda. Af því leiði að athafnir eða athafnaleysi starfsmanna stjórnsýslunnar<br />

geti ekki leitt af sér slík yfirráð nema heimild í almennum lögum hafi verið fyrir hendi.<br />

Því álitaefni hafi verið hreyft að hafi beinn eignarréttur ekki verið að öllu landi innan merkja<br />

skv. landamerkjabréfi, er það var ritað eftir landamerkjalögin 1882, þá hafi þessi beini eignarréttur<br />

orðið til síðar fyrir hefð vegna óslitins eignarhalds.<br />

Talið hafi verið að hefðarréttur hafi ekki verið í okkar fornlögum, alla vega ekki í þeirri mynd sem<br />

við þekkjum hann. Lagaákvæði í bæði Grágás og Jónsbók um að almenningar skyldu vera sem að fornu<br />

hafa verið, hafi verið nefnd sem óræk sönnun þess að nám landa utan byggðar hafi verið óheimilt<br />

og sömuleiðis hafi verið andstætt þessu lagaákvæði að til hefðaréttar stofnaðist til slíkra landsvæða.<br />

Í þessu sambandi megi benda á Jónsbók Llb. 52, „Ef menn vitu eigi, hvárt eru almenningar eða<br />

afréttir“. Þar segi: „Svá skulu almenningar vera, sem at fornu hafa verit, bæði hit efra ok hit ytra“.<br />

Fyrstu lögin um hefð séu í Norsku lögum frá 1687, V. bók 5. kap. Í 7. gr. laganna segi svo:<br />

Enginn á að fá eignardóm að nokkurri fasteign, nema hann leiði lögfulla sönnun að heimild sinni, með<br />

erfðum, kaupum, eignaskiptum, gjöf eða 20 ára hefð, án þess að átalið hafi verið og að hann hafi þannig<br />

öðlast hana ákærulaust af öllum er kynnu að hafa haft einhverjar athugasemdir við það.<br />

Þegar þessi lög hafi verið sett hafi lagaákvæði Jónsbókar um að almenningar skyldu vera sem<br />

að fornu hafa verið enn verið í gildi og þessi hefðarlög hafi ekki afnumið Jónsbókarákvæðið, þess<br />

sé að minnsta kosti ekki getið. Einnig sé talið að orðið fasteign beri að túlka á þann veg, að merki<br />

eignarjörð með byggingum eða bara byggingu eða hús. Lögin taki því ekki til afrétta eða almenninga<br />

og því enn óheimilt að hefða slík landsvæði.<br />

Næstu lög um hefð séu nr. 46 frá 1905. Í 1. gr. þeirra segi að hefð megi vinna á hverjum hlut,<br />

jafnt fasteign sem lausafé, er geti verið eign einstakra manna, án tillits til þess hvort hann hafi áður<br />

verið einstaks manns eign eða opinber eign. Þessi lög staðfesti enn gildandi rétt til að hefða fasteignir<br />

sem undirorpnar séu beinum eignarrétti en skv. gagnályktun sé ekki heimilt að hefða eign,<br />

sem ekki geti verið eign einstakra manna, eins og grunnréttinn að afréttum og almenningum, sem<br />

nú heiti þjóðlendur. Segja megi að þessi skoðun komi fram í Landmannaafréttardóminum síðari.<br />

Þar sé því slegið föstu að afréttarlandsvæði sé einskis manns eign og af því leiði að slík landsvæði<br />

geti ekki verið eign í skilningi hefðarlaga. Í núgildandi lögum um þjóðlendur sé þessi regla lögfest<br />

í niðurlagsákvæði 3. greinar en þar segir: Frá og með gildistöku laga þessara er ekki unnt að öðlast<br />

eignarréttindi innan þjóðlendna fyrir nám eða hefð.<br />

Rétt sé að vekja athygli á því að skilyrði fyrir hefðarhaldi sé óslitið eignarhald sem hafi verið<br />

skýrt þannig að hefðandi hafi haft svo víðtæk ráð eignar að þau bendi til eignarréttar og jafnframt<br />

þurfi hann að hafa útilokað aðra frá því að ráða yfir eigninni. Í þessu sambandi skipti auðvitað<br />

miklu máli hvernig afnot séu og ekki síst girðingar umhverfis landareign.<br />

Á hefð hafi verið minnst í mörgum dómum Hæstaréttar og í engu tilviki hafi hefðarréttur verið<br />

talinn hafa stofnast yfir landi sem nú gæti heitið þjóðlenda, sbr. H 1955 108 (Landmannaafréttardómur<br />

fyrri), H 1981 1581 (Landmannaafréttardómur síðari), H 1997 1162 og H 1997 1183<br />

(Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiðar). Í þessum dómum sé ekki tekið á því hvort hægt sé að hefða<br />

grunneignarrétt afréttarlands. Sleppt sé að fjalla um það þar sem efnisskilyrði skorti.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!