17.08.2013 Views

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

170<br />

Af Landnámu og áðurgreindri umfjöllun Einars Arnórssonar sé ljóst að Grímsnesið hafi verið<br />

numið til eignar. Ekki sé frá því greint að Lyngdalsheiðin hafi verið numin en það þurfi ekki endilega<br />

að þýða að svo hafi ekki verið. Land hafi verið numið til eignar og umráða í því skyni að reisa<br />

þar býli og stofna þannig til beins eignarréttar að landi. Býli þessi hafi náð mislangt inn til óbyggða.<br />

Ekki sé rökrétt að telja Lyngdalsheiðina til óbyggða þar sem land inn á hana smáhækki og engin<br />

skörp skil verði á gróðurfari. Hæsti punktur heiðarinnar, Þrasaborgir, sé aðeins 404 m y.s. en<br />

meginhluti heiðarinnar virðist vera u.þ.b. 200 m y.s. Af þessum sökum sé óljóst hvar mörk landnámsins<br />

hafi verið á heiðinni. Engra heimilda njóti við hversu lengi heiðin hafi verið nefnd þessu<br />

nafni, Lyngdalsheiði, en hún gæti áður hafa verið talin hluti af Grímsnesinu.<br />

Þau rök sem hnígi að því að telja Lyngdalsheiðina alla innan þjóðlendumarka séu þau helst að<br />

óglöggt sé hvort hún hafi verið numin í öndverðu. Heiðin sé ekki smöluð sem eignarland heldur að<br />

frumkvæði fjallskilastjórnar en sá háttur hafi verið hafður á hvað afréttina varði allt frá Jónsbókartíma.<br />

Þá hafi eigendur jarða, sem telja sig eiga land á Lyngdalsheiði ekki girt af lönd sín þar.<br />

Þrátt fyrir framangreind rök hafi íslenska ríkið ekki séð sér fært að krefjast þess að Lyngdalsheiðin<br />

teljist innan marka þjóðlendu. Ráði þar mestu að öll heiðin sé eða hafi verið innan landamerkja<br />

lögbýla sem mætist í Þrasaborgum á miðri heiðinni. Heiðin sé frekar láglend landtunga, sem<br />

gangi fram í Grímsnesið, umlukin byggð á allar hliðar nema að norðan. Hún sé öll gróin og landfræðilega<br />

hafi hún engin mörk við óbyggðir. Þá megi benda á hún sé öll langt fyrir sunnan það<br />

svæði sem heyri undir svæðisskipulag miðhálendis. Heiðin skeri sig því úr öðrum jaðarsvæðum í<br />

Árnessýslu að þessu leyti.<br />

Þá sé fallist á að afréttarland Grímsnesinga sunnan Þrasaborga, er áður tilheyrði jörðinni Klausturhólum,<br />

sé undirorpið beinum eignarrétti og því ekki þjóðlenda.<br />

Af hálfu íslenska ríkisins er því mótmælt að landsvæði norðan kröfulínu íslenska ríkisins sé<br />

undirorpið beinum eignarrétti annars vegar hreppsins en hins vegar þeirra jarðeigenda, sem upprekstrarrétt<br />

eigi á afréttinn. Af hálfu íslenska ríkisins er þó viðurkenndur upprekstrarréttur þessara<br />

aðila á afréttinn og af þess hálfu eru engar athugasemdir gerðar við mörk afréttarins svo sem þeim<br />

sé lýst í kröfugerð hreppsins þar sem engar afréttarkröfur séu gerðar. Landsvæði þetta skiptist í<br />

svonefnt Laugarvatnsland, sem Grímsneshreppur keypti árið 1917, land Þingvallakirkju, sem<br />

Grímsneshreppur eignaðist með makaskiptasamningi árið 1897 og innafrétt Grímsnesinga, þ.e.<br />

landsvæði á milli afrétta Laugardals og Þingvallasveitar.<br />

Hugtakið heimaland hafi ekki verið skilgreint í lögum. Þó hafi orðið heimaland strax í Jónsbók<br />

verið notað í öndverðri merkingu við úthaga sem notaðir hafi verið til sumarbeitar. Benda megi í<br />

þessu sambandi á Jónsbók Llb. 53 „Um afréttarfé, ef þat gengr í heimaland“. Orðið heimaland sé<br />

notað í máldögum kirkna frá fyrstu tíð og án skilgreiningar. Í lögum um afréttamálefni, fjallskil o.fl.<br />

hafi verið lagaákvæði um heimalönd án skilgreiningar. Í þessu sambandi megi benda á lög nr.<br />

6/1986. Í 3. gr. l. mgr. laganna segi þetta: „Í fjallskilasamþykkt, er héraðsnefnd setur, skal kveðið á<br />

um réttindi manna og skyldur að því er varðar afnot afrétta og annarra sameiginlegra sumarbeitilanda,<br />

fjallskil, smalanir heimalanda vor og haust, svo og um önnur atriði, er að framkvæmd fjallskila<br />

lúta“. Einnig sé vísað til 1. gr. landskiptalaga, nr. 46/1941. Landskiptagerðir vegi þungt um<br />

mörk heimalanda.<br />

Í nokkrum dómum Hæstaréttar sé vikið að hugtakinu heimaland. Í því sambandi sé vísað til H<br />

1976 55 (Arnarvatnsheiði), H 1980 1225 (Sandfellshagi, Öxarfjarðarheiði I), H 1997 1162 og H<br />

1997 1183 (Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiðar) og H 1999 2006 (Sandfellshagi).<br />

Um þessa dóma sé það að segja að glöggt komi fram í dómunum varðandi Kalmanstungu og<br />

Sandfellshaga í Öxarfirði að innan landamerkjalýsingar jarðar sé tvenns konar land, heimaland sem<br />

sé í heilsársnotum og síðan afréttarland sem sé í sumarnotum. Í fleiri málum eins og dómi Hæstaréttar<br />

um Jökuldalsheiði hafi verið reynt að varpa ljósi á hversu mikinn hluta fjallajarðarinnar Gilsár<br />

mætti nýta á heilsársgrundvelli og hversu mikill hluti væri aðeins í sumarnotum. Skilgreiningin

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!