17.08.2013 Views

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

dauða, hafi máldagar um eign kirkju á nánar tilgreindu afréttarlandi verið lagðir fram er menn vildu<br />

taka að nýta þá að nýju en jarðeigendur hafi enga hliðstæða skriflega sönnun haft fyrir rétti sínum.<br />

Þeir hafi því farið halloka fyrir kirkjuvaldinu og greitt afréttartolla til kirkjunnar til þess að fá heimild<br />

til nýtingar. Á annan hvorn framangreindan hátt sé talið að flestir afréttir í Húnavatnssýslu og<br />

víðar hafi skilist frá jörðum og orðið kirkjueign. Löngu síðar, aðallega á 19. og 20. öld eftir að stétt<br />

sjálfseignarbænda reis upp að nýju í landinu, hafi viðkomandi sveitarfélög keypt þessa afrétti.<br />

Lönd hafi gengið kaupum og sölum á öllum tímum Íslandssögunnar og það hafi alltaf verið<br />

viðurkennd regla að sá sem afsali landi geti ekki veitt viðsemjanda sínum betri rétt en hann sjálfur<br />

átti. Sé venjulegu afréttarlandi afsalað verði það ekki að afrétti með beinum eignarrétti í höndum<br />

viðsemjandans.<br />

Að því viðbættu hvað skýrar línur um inntak eignarréttar að landi skipti miklu, vegna ýmissa<br />

lagaákvæða sem snerta fasteignir, megi benda á að aukin og breytt nýting á landi utan eignarlanda<br />

kalli á að ljóst sé hver sé bær til að taka ákvarðanir vegna þess. Sem dæmi um þetta megi nefna<br />

fjölda ferðamanna sem sæki heim óbyggðir og sívaxandi eftirspurn eftir því að byggja upp aðstöðu<br />

fyrir ferðamenn. Í nútímanum felist í óbyggðunum miklu meiri verðmæti en áður hafi verið þegar<br />

þau hafi einskorðast við ávexti jarðar og veiði.<br />

Ísland skiptist nú í þjóðlendur og eignarlönd. Dómstólar hafi í nokkrum tilvikum hafnað grunneignarrétti<br />

einstaklinga og lögaðila að ákveðnum svæðum á landinu og gagnályktun frá þeim<br />

niðurstöðum leiði til þeirrar úrlausnar að slík svæði séu þjóðlendur. Það hafi hins vegar aldrei verið<br />

fjallað um mörk eignarlanda og þjóðlendna í dómsmálum svo öll þau mörk séu óákveðin en þess<br />

sé að vænta að þau verði öll ákveðin af óbyggðanefnd innan nokkurra ára. Þessi mörk hafi verið til<br />

í landinu frá lokum landnáms en aldrei verið skilgreind.<br />

Við skilgreiningu þjóðlendulínu í Grímsneshreppi sé að meginstefnu við það miðað að mörk<br />

eignarlanda og þjóðlendu í hreppnum séu þau sömu og landnámsmörk. Sunnan þjóðlendulínu séu<br />

eignarlönd sem numin hafi verið til eignar en ofan og norðan þjóðlendulínu séu landsvæði sem að<br />

einhverju leyti hafi verið tekin til afnota í öndverðu og að öllu leyti á síðari tímum.<br />

Nám hafi verið sá háttur sem hafður hafi verið á frumstofnun eignarréttar að landi hérlendis og<br />

meðal annarra germanskra þjóða. Við námið og eftirfarandi aðgerðir landnámsmannsins við að<br />

brjóta land til ræktunar og gera landið að bújörð hafi stofnast honum til handa beinn eignarréttur að<br />

þessum hluta náttúrunnar. Í íslenskri lögfræði sé þessi beini eignarréttur nefndur ýmsum nöfnum,<br />

eins og grunneignarréttur, eignarland, fullkomið eignarland, einkaeign og land undirorpið einstaklingseignarrétti.<br />

Í nýjustu lögum sé um þetta aðallega notað orðið eignarland eða landareign með<br />

sérstökum orðskýringum og sá réttur að einstaklingar geti átt hlut af náttúrunni sé nefndur séreignarréttur.<br />

Benda megi á nokkur ákvæði í fornlögum okkar sem skýri að strax í upphafi byggðar hafi verið<br />

mikill eðlismunur á jörðum og öðrum lendum. Engar nýtingarreglur hafi verið í lögum um jarðir.<br />

Eigandinn hafi ráðið hvenær og hvernig hann beitti landið, hvenær eða hvort hann sló tún eða engi.<br />

Hins vegar hafi bæði í Grágás og Jónsbók verið mörg og ítarleg ákvæði um hvernig nýta hafi mátt<br />

afrétti og almenninga. Til dæmis hafi ekki mátt slá gras í afréttum né reisa þar sel. Hins vegar hafi<br />

mátt reisa sel í almenningum. Um báðar þessar landgerðir hafi svo verið ýmsar reglur um hvernig<br />

og á hvaða tímum hafi mátt beita þar fé.<br />

Í kristinna laga þætti Grágásar hafi verið mismunandi reglur um líkflutningaskyldu eftir því<br />

hvort um var að ræða jörð manns, afrétt, almenning eða háfjöll og öræfi. Í þessu tilliti hafi jörð<br />

manns verið í sérstökum flokki öndverðum við hinar þrjár landgerðirnar.<br />

Ákvæði Jónsbókar um lögfestur hafi sumpart verið til að skera úr um hvort land var eignarland,<br />

afréttur eða almenningur. Þá sé í landsleigubálki Jónsbókar settur eiðstafur er sverja skyldi eftir<br />

þegar deilt var um hvort land væri einstaklingseign eða almenningur eða afréttur. Þar séu afréttir<br />

hliðstæðir almenningum.<br />

167

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!