17.08.2013 Views

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Í Jarðatali Johnsens 1847 er dýrleiki Laugarvatns enn sagður 30 hndr. en samkvæmt Nýrri<br />

jarðabók 1861 var jörðin metin á 40,3 hndr. 1<br />

Landamerkjabréf Laugarvatns í Grímsnesi var undirritað 12. maí 1890:<br />

Milli Laugarvatns og Eivindartungu ræður litla áin í sínum gamla farveg þangað til að gilið, sem er<br />

norðanundir Skógarhólnum kemur í hana, úr því gilmynni beina stefnu í vörðu á Kolhól, þaðan sjónhending<br />

rjetta í stóra steininn á Blönduhálsi; þaðan beint fram í Blönduhálsklofa, þaðan sjónhending<br />

í vörðu á Biskupsbrekku; þaðan sjónhending rjetta í Þrasaborgir, sem er hæzti hnúkurinn á sunnanverðri<br />

Lingdalsheiði, þaðan sjónhending í nyrðri Driptarendan á vestustu Driptinni, þaðan sjónhending<br />

í Hamraselshelli, sem er langt vestur á hrauni, þaðan aptur beina sjónhending í Eldborgir á<br />

Hrafnabjargahálsi, úr Eldborgum sjónhending í háan hnúk á norðan og austan verðri Hrossadalsbrún,<br />

úr nefndum hnúk aptur sjónhending fram á fjallsbrúnina, þar sem hellisskúti er efst í Markagili; síðan<br />

ræður Markagil niður að mýrinni, en úr því sjónhending niður í Hjálmstaðaá, þar sem Fuglstapaþúfa<br />

er, Hjálmstaðameigin og stenzt sú þúfa á við borgarstæðið á Lambhagaholti. Frá áður nefndri þúfu<br />

ræður Hjálmstaðaá niður í Laugarvatn. 2<br />

Landamerkjabréf þetta samþykktu ýmist eigendur, ábúendur eða umráðamenn eftirtalinna jarða:<br />

Miðfells, Gjábakka, Snorrastaða, Hjálmsstaða, Eyvindartungu, Grafar, Efra-Apavatns, Kaldárhöfða,<br />

Neðra-Apavatns, Búrfells og Klausturhóla.<br />

Nokkur munur kemur í ljós þegar borin eru saman landamerkjabréfið og lögfestan frá 1669. Þar<br />

ber helst að geta að Laugarvatn átti áður land vestur í Stelpusteinshelli. Einhvern tíma fyrir 1890<br />

keypti Eiríkur Grímsson í Gjábakka stórt landsvæði af Magnúsi Magnússyni á Laugarvatni og<br />

færðust þá landamerkin í Hamraselshelli eins og nánar er greint frá í landamerkjabréfinu. 3<br />

Samkvæmt kaupsamningi sem undirritaður var 28. ágúst 1917 seldi Böðvar Magnússon Grímsneshreppi<br />

landspildusneið af Laugarvatnslandi „til eignar og umráða, með öllum gögnum og gæðum,<br />

sem hún hefur í sér fólgin“. Landamerki landspildunnar voru þessi:<br />

Markaþúfan á Biskupsbrekku, úr henni bein lína í Þrasaborgir, þaðan sjónhending í norðurendann á<br />

Driftinni, þaðan um Hamarsselshellir, Stóra Dímon, Eldborgir og þaðan sjónhending í norðasta Kálfstind.<br />

Þaðan fram með fjallgarðinum fram í syðra Litlubarmshorn og þaðan sjónhending í áðurnefnda<br />

þúfu í Biskupsbrekku. 4<br />

Í samningnum áskildi seljandi að hreppsnefnd Grímsneshrepps leyfði engum að reka sauðfé til<br />

sumargöngu í hinu selda landi heldur væri það aðallega notað fyrir afrennslisfé úr afrétti Grímsnesinga.<br />

Á móti skuldbatt hann sig til að taka engan sauðfénað af öðrum jörðum í Laugarvatnslandi<br />

sem valdið gæti átroðningi á hinu selda landi. Samningnum var þinglýst að Laugardalshólum 22.<br />

júní 1918.<br />

Um smölun jarðarinnar Laugarvatns hefur verið nokkur ágreiningur á síðari árum. Hreppsnefnd<br />

Laugardalshrepps hefur haldið því fram að eigendur Laugarvatns eigi að sinna og bera allan<br />

kostnað af smölun jarðarinnar utan girðinga og vísar til 39. gr. laga um afréttamálefni o.fl. nr.<br />

6/1986 þar sem segir að hver bóndi sé skyldur að smala heimaland sitt á haustin samhliða leitum<br />

ef sveitarstjórn mæli svo fyrir. Eigendur jarðarinnar Laugarvatns hafa hins vegar verið þeirrar<br />

skoðunar að 12. gr. sömu laga ættu við um þennan hluta jarðarinnar en þar er fjallað um beitilönd<br />

1 Jarðatal 1847, s. 70. Ný jarðabók 1861, s. 25.<br />

2 Skjal nr. 241.<br />

3 Sbr. Sunnlenskar byggðir 3, s. 221.<br />

4 Skjal nr. 103.<br />

165

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!