17.08.2013 Views

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

164<br />

ár í Haukadal í Biskupstúngum enn eg hefi nú sex um fertugt og um allan þann tíma sem eg hefi til<br />

vitad hefir svo verid haldit um Laugarvatns landamerki.<br />

Í fyrstu á milli Laugarvatns og Ejvindartungu rædur litla áin (í sínum gamla farveg) allt upp fyrir Nónhólin<br />

sem kalladur er Nónhóll frá Laugarvatni og þadan í Smalaskálan sem er austan til á Hnúkaheijdi<br />

og sjónhending úr þeim Smalaskála og í stóra steinin á Blönduhálsi og úr þeim steini réttsýnis í<br />

Þrasaborgir sem standa hædst sudur á heijdinni og úr þeim Þrasaborgum sjónhending í nordra Driftar<br />

endan á þeirri vestustu Driftinni. Þadan sjónhending og í Stelpusteinshellir vestur á hrauninu. Þadan<br />

upp í sandgygjenn sem er í Hrafnabiargahálsi langt frá Reidarbarminumm.<br />

J ödru lægi á millum Laugarvatns og Snorrastada. Fyrst sjónhending úr Markatánga (fyrir austan stóra<br />

Hrístanga) og í Markagilskjaptin. Úr því rædur Markagilid þángad sem Hellirsskútin er í fjallsbrúninni.<br />

J þridia máta úr fyrnefndum Markatánga sjónhending fram í Hialmstadaá. Þar sem ein fuglstapaþúfa<br />

er Hiálmstada mégin á arbackanum. Hún stendst á vid Borgarstædid á Lambhagaholti. … 1<br />

Árið 1626 báru nafngreindir menn því vitni að Oddur Einarsson hefði látið lesa upp opinberlega<br />

fyrir Magnúsi Brandssyni fyrrnefndan vitnisburð og hefði Magnús staðið við hvert orð sem þar<br />

kæmi fram.<br />

Lögfesta fyrir Laugarvatni var lesin upp á Alþingi 1669 og er hún á þessa leið:<br />

Eg Sæmundur Árnason í handsöluðu og vottuðu umboði Jóns Árnasonar lögfesti hér í dag hans eignarjörð<br />

Laugarvatn, liggjandi í þessari sýslu og Miðdals kirkjusókn, akra og töður, engjar og skóga, holt<br />

og haga, vötn og veiðistaði og allar landsnytjar, þær er því landi eiga að fylgja, til þessara takmarka,<br />

þar til önnur löglegri með sanni reynist: Í fyrstu millum Laugarvatns og Eyvindartungu ræður litla áin<br />

í sínum gamla farveg allt upp yfir Nónhólinn, sem kallaður er Nónhóll frá Laugarvatni, og þaðan í<br />

Smalaskála, sem er austan til á Hnúkaheiði, og sjónhending úr þeim Smalaskála og í stóra steininn á<br />

Blönduhálsi, og úr þeim steini réttsýnis á Þrasaborgir, sem standa hæst suður á heiðinni, og úr þeim<br />

Þrasaborgum sjónhending í norðra Driftarendann á þeirri vestustu Driftinni, þaðan sjónhending og í<br />

Stelpusteinshellir vestur á hrauninu, þaðan og upp í sandgíginn, sem er í Hrafnabjargarhálsi langt frá<br />

Reyðarbarminum. Í öðru lagi millum Laugarvatns og Snorrastaða: Fyrst sjónhending úr Markatanga<br />

fyrir austan stóra Hrístanga og í Markagilskjaftinn. Úr því ræður Markagilið þangað sem hellisskútinn<br />

er í fjallbrúninni. Í þriðja máta úr fyrrnefndum Markatanga sjónhending fram í Hjálmsstaðaá, þar sem<br />

ein fuglstapahrúga er Hjálmsstaðamegin á árbakkanum. Hún stenzt á við borgastykkið á Lambhagaholti.<br />

Fyrirbýður Jón Árnason hverjum manni sér að nýta eður brúka, nema hans sé lof eður leyfi fyrir.<br />

Að vitni lögmanna og lögréttumanna, er orð mín heyra. 2<br />

Laugarvatn var talið 30 hndr. jörð í jarðabókunum 1686 og 1695. 3 Dýrleikinn er óbreyttur í<br />

Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (1708). Kirkjuhúsið var þá fyrir löngu niður fallið en<br />

munnmæli voru að þar hefði að fornu verið hálfkirkja. Eigandi jarðarinnar var sagður Oddur<br />

Sigurðsson varalögmaður eða móðir hans, Sigríður Hákonardóttir. Eins og aðrar jarðir í hreppnum<br />

átti Laugarvatn afrétt „norður og vestur á fjöll kringum Skjaldbreið“. Raftviðarskógur jarðarinnar<br />

var gereyddur en til kolgerðar og eldiviðar var hann enn nýtilegur. Tvær hjáleigur eru nefndar með<br />

jörðinni, Stekkjarbakki sem hafði legið 14 ár í eyði og „hjáleigunefna“ sem varaði aðeins í eitt ár. 4<br />

1 Skjal nr. 242.<br />

2 Skjal nr. 240 (Alþingisbækur Íslands. 7. b. Reykjavík 1944-1948. S. 153-154).<br />

3 Björn Lárusson 1967, s. 113.<br />

4 Jarðabók Árna og Páls 2, s. 319-320.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!