17.08.2013 Views

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Í makaskiptasamningnum er dregin lína úr Galtafelli [þ.e. Gatfelli] „og þaðan beina stefnu í<br />

vesturhornið á Hrúðurkörlum“. Hér verður að líta svo á að Hrúðurkarlarnir séu viðmiðunarpunktur<br />

fremur en að þeir standi á markalínu. Að öðrum kosti er ekki samræmi á milli makaskiptasamningsins<br />

og landamerkjalýsingar Þingvalla. Þetta er þó umdeild túlkun eins og kemur fram í því að<br />

við merkjalýsingu afréttarins frá síðari hluta 20. aldar er ævinlega gert ráð fyrir því að Hrúðurkarlar<br />

(Hrúðurkatlar) séu nyrst á vesturmörkum afréttarins (sjá k. 6.11.1).<br />

6.11.3. Land keypt úr Laugarvatni 1917<br />

Árið 1917 gerði Grímsneshreppur samning við Böðvar Magnússon um kaup á landspildusneið af<br />

Laugarvatnslandi „til eignar og umráða, með öllum gögnum og gæðum, sem hún hefur í sér fólgin“.<br />

Af þessari ástæðu þykir rétt að rekja hér í stórum dráttum sögu Laugarvatns.<br />

Ekki er vitað hvenær fyrst var reistur bær að Laugarvatni. Fyrst er Laugarvatns getið í Njálu en<br />

óvíst er hvort þar sé átt við vatnið sjálft eða bæ sem þar stóð hjá. 1<br />

Á Laugarvatni var bændakirkja helguð heilögum Blasíusi. Í máldaga, sem talinn er frá 1379, er<br />

sagt að kirkjan eigi 10 hndr. í heimalandi. 2 Þetta er síðan endurtekið í Vilkinsmáldaga 1397 og máldaga<br />

Gísla biskups Jónssonar frá um 1570. 3 Árið 1497, að talið er, var lýst landamerkjum milli<br />

Laugarvatns og Snorrastaða og er ljóst að á þeim tíma var jörðin orðin eign klaustursins í Viðey:<br />

landa merki aa milli laugarvatz og snorrastada.<br />

Þessi ero landa merki j mille lavgar vatz og snorastada.<br />

vr hellinvm ofan vpp j brvninne og sionhending ofan j rvnnin firir avstan hrístanga þar sem lýr(i)tarner<br />

liggia vnder. og sionhending yfer j þvfvna er stendur hia divpaa. Enn mille eyvindar tvngv skilvr<br />

ain og nedann vnder gotvrnar firir vtann aana er ridit er vt aa vollvna. og fra hnvkvm og vt til blondv<br />

og svo yfer vnder goturnar er ridit er vr skalhollti. og vt epter heidinne sem goturnar liggia. og vp j<br />

stelpv steins helli og nordvr j sanndgýgi og þadann nordvr j hrafna biorg. Af henti oddvr brandzson<br />

lavgar vatnn med þessvm tilsogdvm landamerkivm brodur ormi jonssyne conventubrodur j videý<br />

vegna klavstvrzins j videy.<br />

Ridv aa fir sogd landa merki gvdmvndvr magnvsson. gestvr andreosson og hafdi gestur þa verid xxiij<br />

vetvr aa lavgar vatnni. 4<br />

Við siðaskiptin eignaðist konungur Laugarvatn þegar hann lagði hald á allar klaustureignir í<br />

landinu en árið 1616 lét hann jörðina af hendi ásamt Bakka og Kiðafelli í Kjósarsýslu í makaskiptum<br />

fyrir Reykjavík. 5 Eftir það var Laugarvatn í einkaeign.<br />

Um landamerki Laugarvatns er til vitnisburður sem saminn var í Skálholti 31. mars 1618.<br />

Vitnisburðurinn var síðan borinn fram í staðfestu afriti á manntalsþingi að Stóruborg 14. maí 1728<br />

og í nýju afriti á manntalsþingi á sama stað 21. maí 1833. Vitnisburðurinn er á þessa leið:<br />

Þad medkénni eg Magnús Brandsson ad eg er barnfæddur á Laugarvatni j Middals kyrkiu sókn og ólst<br />

eg þar upp og var eg þar hjá mínum födur til þess eg hafdi fimm um tvítugt og sídan hef eg hvörgi<br />

annarstadar til vista enn þar í Laugardalnum verid nema fjögur ár á Arnarbæli í Grímsnesi og nú þrjú<br />

1 Haraldur Matthíasson, 1961: „Árnessýsla. Grímsnes og Biskupstungur.“ Árbók Ferðafélags Íslands. S. 53.<br />

2 Íslenskt fornbréfasafn 3, s. 343.<br />

3 Íslenskt fornbréfasafn 4, s. 91. Íslenskt fornbréfasafn 15, s. 646.<br />

4 Íslenskt fornbréfasafn 7, s. 324-325.<br />

5 Björn Lárusson 1967, s. 127-128 (28. nmgr.).<br />

163

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!