17.08.2013 Views

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

20-30 ár að vera 2-3 tímum á eftir Þingvallasveitarmönnum þannig að þeim gefist kostur á að ná fé<br />

niður að Gjábakka. Síðan er safnið rekið saman niður við Hrafnabjörgin og áð þar aðeins áður en<br />

farið er yfir Hrafnabjargaháls. Eiga leitirnar að koma saman suðaustan undir Hrafnabjörgunum og<br />

síðan er smalað saman niður í Kringlumýri. Í Barmaskarðið er sendur maður úr byggð í fyrirstöðu<br />

svo safnið renni ekki austur á Laugarvatnsvelli. Í Kringlumýrinni er það rekið inn í gerði og haft<br />

þar síðustu nóttina. Þangað kemur einnig Grímsnesfé úr Gjábakkarétt. Síðasta daginn er Lyngdalsheiðin<br />

smöluð og rekið til rétta. 1<br />

Böðvar Magnússon komst svo að orði að ekki „[hefði verið] lengra farið en inn að Langjökli og<br />

Skjaldbreið, hlökkuðu fjallmenn mikið til að fara í leitirnar“. 2 En í máli bæði núverandi og fyrrverandi<br />

oddvita Grímsneshrepps hefur komið fram að ekki er farið lengra í leitir en inn í Lambahlíðar. 3<br />

6.11.2. Land fengið í makaskiptum við Þingvallakirkju 1896<br />

Árið 1896 eignaðist Grímsneshreppur „... tiltekið stykki af afrjettarlandi Þingvallakirkju“ í skiptum<br />

fyrir jörðina Kaldárhöfða. Ástæða er því til að gera nokkra grein fyrir sögu Þingvallakirkjulands.<br />

Á Þingvöllum var reist kirkja fljótlega eftir kristnitöku. Í sögu Ólafs konungs Haraldssonar segir<br />

Snorri Sturluson frá því að konungur hafi sent við til kirkjubyggingar á Þingvöllum en ekki er ljóst<br />

hvort þá hafi verið þar fyrir önnur kirkja, væntanlega minni, í umsjá bóndans á staðnum. 4<br />

Vitað er að um 1200 var prestsskyld kirkja á Þingvöllum. Það bendir til að hún hafi þá verið<br />

alkirkja með fulla messuskyldu. Þingvallakirkja hafði þá sérstöðu að hún þjónaði þinghaldi landsmanna<br />

og hefur því trúlega notið góðs af því fé sem lagt var til alþingisneyslu og greint er frá í Íslendingabók<br />

Ara fróða (3. k.).<br />

Í elsta máldaga Þingvallakirkju, Vilkinsmáldaga, frá 1397 er greint frá eignum hennar í fríðu fé,<br />

þ.e. bústofni, einnig kirkjugripum og öðrum umbúnaði til helgihalds. Ekki er vikið að heimalandi<br />

kirkjunnar eða eignarhlut hennar í því eins og þó var venja í máldögum en tekið fram að kirkjan<br />

hafi átt 6 hundruð í Brúsastaðajörð. 5<br />

Næst er getið ítarlega um eignir kirkjunnar í máldaga sem kenndur er við Gísla Jónsson biskup<br />

í Skálholti og mun vera frá um 1575. Þar er í fyrsta skipti minnst á heimaland kirkjunnar og í beinu<br />

framhaldi af því taldar upp aðrar eignir hennar:<br />

Kirkian Š Thijngvelle. Š heimaland alltt med g¿gnum og gi¾dum.<br />

Skialldbreid.<br />

Vridaveijde i allre ¯xar Ša. Silungaveide ad Ölafsdr¾tti.<br />

Jtem thessar Jarder Bru leigd fyrer c. KŠrastader x c . Leigd fyrer x. aura. Heidarbær xv c . leigd fijrer x<br />

aura. Stiflisdalur xv c . leigd fijrer iiij ærgildi.<br />

Jtem fastaeign xx c .<br />

Lausagötz Lxxx c . 6<br />

Björn Þorsteinsson sagnfræðingur taldi að Þingvellir hefðu á miðöldum verið í einkaeigu en<br />

orðið kirkjustaður og sjálfseignarstofnun líklega seint á 15. öld, væntanlega með því að henni hefur<br />

1 Sunnlenskar byggðir 3, s. 85-86.<br />

2 Göngur og réttir 2, s. 254.<br />

3 Skýrslutökur í máli 2/<strong>2000</strong>, 9. 8. <strong>2000</strong> (Gunnar Þorgeirsson og Böðvar Pálsson).<br />

4 Sbr. Matthías Þórðarson 1945, s. 261-271.<br />

5 Íslenskt fornbréfasafn 4, s. 93-94.<br />

6 Íslenskt fornbréfasafn 15, s. 644-645 (skjal nr. 212).<br />

157

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!