17.08.2013 Views

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Böðvar Magnússon á Laugarvatni kvað hins vegar vesturmörkin liggja í Fanntófell („Fantafell“)<br />

þegar hann lýsti mörkum Grímsnesafréttar og Þingvallaafréttar. Þó kann að vera að Böðvar<br />

hafi fremur átt við leitarmörk en ystu merki þess afréttar sem Grímsnesingar gerðu tilkall til:<br />

Að vestan úr Þrasaborgum, sem eru klapparhólar á há-Lyngdalsheiði, í Driftarenda um Hamarsselshelli<br />

og um Stóra-Dímon í Hrafnabjörg. Úr norðurhorni Hrafnabjarga í Gatfellsenda, úr norðurhorni<br />

Gatfells í Fantafell [Fanntófell] og liggur það við Ok.<br />

Afréttarlönd Grímsnesinga eru því aðallega Skjaldbreiður á móti Laugdælingum, svo hin ágætu sauðlönd<br />

Hrafnabjargaháls og hraunin frá Hrafnabjörgum inn að „fjöllum“, Mjóufjöllum og Gatfelli. Þessi<br />

mörk, sem nú voru talin, eru á milli Grímsnesafréttar að vestan og Þingvallaafréttar að austan. Að<br />

norðan eru mörk Þingvallaafréttar úr Hrúðurkötlum við Langjökul, þaðan vestur sjónhendingu yfir<br />

Sjónarhól, yfir há-Kvífénaðsfell eða Kvígindisfell, þaðan yfir Botnsúlur, yfir Kjöl norðan Búrfells,<br />

þaðan í Skálafell og Moldbrekkur, sem eru austarlega á Mosfellsheiði. Þingvallaafréttur liggur að<br />

norðan og vestan á móti afréttarlöndum og heimalöndum Borgfirðinga, Kjósaringa, Mosfellinga og<br />

Grafningshrepps. 1<br />

Að síðustu skal hér vitnað í 2. gr. fjallskilasamþykktar fyrir Árnessýslu austan vatna, nr.<br />

408/1996, en þar segir orðrétt:<br />

Afréttur Grímsneshrepps afmarkast af Hrafnabjörgum, Hlíðargjá og Gatfelli í Hrúðurkarla sem vesturmörk,<br />

en að austan ráða Skefilfjöll í Sköflung um Langafell í Klakk í Langjökli. 2<br />

Næst skal hugað að því hvernig afrétturinn hefur verið nytjaður.<br />

Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (1708) mun vera ein elsta heimild um afrétt<br />

Grímsnesinga. Í lýsingu Efstadals segir svo um afréttinn:<br />

Afrjett á jörðin ásamt öllum Grímsnesíngum norður og vestur á fjöll kringum Skjaldbreið, og var þá<br />

siður að reka þángað sem heitir Lambahraun. Sá afrjettur er nú aflagður fyrir nær því 40 árum; síðan<br />

gánga lömb í búfjárhögum, sem til fjalls vita, og með því jörðin á mikið land til fjalls, þiggja stundum<br />

fleiri, stundum færri, sumarhaga fyrir lömb sín af ábúandanum fyrir einhvorn góðvilja eftir því sem<br />

um semur. 3<br />

Hér er einnig rétt að taka upp það sem sagt er um afrétt Miðfells í Þingvallasveit:<br />

Afrjett hefur til forna brúkuð verið í Skjaldbreiðarhrauni og meinast allur þessi hreppur eigi afrjettinn<br />

saman við Grímsnesínga, en nú yfir 40 ár hefur þángað ei rekið verið, lagðist það af vegna þess að<br />

þaðan voru slæmar heimtur, svo er nú og landið þar mjög blásið og liggur undir snjóum lángt fram á<br />

sumur. 4<br />

Grímsnesingar virðast þannig hafa átt afrétt sameiginlegan með Þingvellingum.<br />

Séra Halldór Jónsson á Mosfelli kemst svo að orði um afréttinn í sóknarlýsingu sinni 1840:<br />

1 Göngur og réttir 2 (1984), s. 252-253.<br />

2 Skjal nr. 176 (14).<br />

3 Jarðabók Árna og Páls 2, s. 313.<br />

4 Jarðabók Árna og Páls 2, s. 359-360.<br />

155

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!