17.08.2013 Views

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

6.10. Þóroddsstaðir<br />

Þóroddsstaðir voru eign Skálholtsstóls samkvæmt jarðabók 1597. Jörðin var nálægt 22 hndr. að<br />

dýrleika samkvæmt jarðabókunum 1686 og 1695. 1 Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns<br />

(1708) er tekið fram að jörðin kallist almennt „Þórustadir“ þótt aðrir segi rétt nafn vera<br />

„Þóroddzstadir“. Jörðin var seld ábúanda á uppboði stólsjarða 18. júní 1790. Hún var þá metin á 32<br />

hndr. og 40 álnir. 2 Þetta jarðamat er óbreytt í Jarðatali Johnsens 1847 en í Nýrri jarðabók 1861 er<br />

jörðin talin 23,8 hndr. að dýrleika.<br />

Landamerkjabréf Þóroddsstaða er frá 15. maí 1885 og samþykkt af „eigendum og umráðamönnum<br />

allra kringumliggjandi jarða“. Bréfinu var þinglýst 6. júní sama ár:<br />

Að norðanverðu úr Morulækjarminni vestur í þúfu á norðasta Tjaldhól, þaðan beina stefnu í þúfu á<br />

mið Hofmannahól, þaðan áfram haldandi stefna um Melhól í þúfu norðast í syðstu Lingdalshæð beint<br />

í hornmark millum Klausturhóla og Neðra-Apavatns. Að austan og sunnan ræður Stangarlækur útí Áttungslækjarminni,<br />

þaðan bein stefna út í syðstu þúfu á Stelpuhæð, þaðan sjónhending í opinn Lingdalslæk<br />

fyrir austan Lingdal, þaðan bein stefna í áðurnefnt hornmark.<br />

Þessi skráðu landamerki sem eru undirskrifuð af eiganda Þóroddsstaða og eigendum og umráðamönnum<br />

allra kringumliggjandi jarða, skulu vera óraskanleg um aldur og æfi. 3<br />

Fjórir menn rituðu nöfn sín undir bréfið en um jarðir þeirra er ekki getið. Af samanburði við<br />

önnur landamerkjabréf má þó ráða að þeir hafi verið fulltrúar þessara jarða: Þóroddsstaða (Árni<br />

Guðmundsson), Neðra-Apavatns (Guðjón Vigfússon), Svínavatns (Guðmundur Guðmundsson) og<br />

Bjarkar (Jónas Sigvaldason).<br />

Heimildir benda ekki til annars en að búseta hafi verið nokkuð samfelld á Þóroddsstöðum frá<br />

því að jarðarinnar er fyrst getið. Í afsals- og veðmálabókum kemur fram að eftir gerð landamerkjabréfsins<br />

hefur jörðin framselst með hefðbundnum hætti og verið veðsett. 4<br />

6.11. Grímsnesafréttur<br />

6.11.1. Saga og nýting Grímsnesafréttar<br />

Í þessum kafla verður rakin saga og nýting Grímsnesafréttar að fornu og nýju en fyrst vikið að skiptingu<br />

afréttarins sem átti sér stað þegar Grímsneshreppi hinum forna var skipt og Laugardalshreppur stofnaður.<br />

Í maí 1905 barst Stjórnarráði Íslands bréf frá sýslumanni Árnessýslu og fylgdi því erindi hreppsnefndar<br />

Grímsneshrepps um skiptingu hreppsins í tvö sveitarfélög. Stjórnarráðið féllst á þessi tilmæli<br />

með bréfi 21. nóvember sama ár og var þar tekið fram að mörkin milli hinna nýju hreppa<br />

skyldu verða „Apá, Apavatn og Hagaós, og nefnist efri hlutinn Laugardalshreppur, en syðri hlutinn<br />

haldi nafninu Grímsnesshreppur“. Skipting hreppsins fór fram 1906 og var ákveðið að ¾ hlutar<br />

allra eigna, skulda og sveitarþyngsla skyldu falla til Grímsneshrepps en ¼ til Laugardalshrepps. 5<br />

Á fundi hreppsnefnda Grímsnes- og Laugardalshreppa 12. maí 1920 var að fullu komist að<br />

niðurstöðu um skiptingu afréttarins milli hreppanna:<br />

Kálfstindar ráða inn að Skífilfjallahorni, þaðan sjónhending um Skjaldbreið í Langafell, þaðan í svartan<br />

hnjúk vestan í Langjökli inn af Jökulkróknum. 6<br />

1 Björn Lárusson 1967, s. 114.<br />

2 Skjal nr. 89.<br />

3 Skjal nr. 81.<br />

4 Skjal nr. 219. Sbr. Sunnlenskar byggðir 3, s. 120.<br />

5 Skjal nr. 226.<br />

6 Skjal nr. 195. Sbr. Göngur og réttir. 2. b. Bragi Sigurjónsson bjó til prentunar. Önnur prentun aukin og endurbætt.<br />

Akureyri 1984. S. 253.<br />

153

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!