17.08.2013 Views

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

150<br />

Brúar og Miðfells. Kaldárhöfði var þá orðinn eign Grímsneshrepps. Landamerkjabréfið, sem þinglýst<br />

var 24. maí 1884, er á þessa leið:<br />

Að norðanverðu í miðjann Sprænutanga hinn háa og þaðan beina stefnu í gil það í Driptinni er Stóra<br />

skriða kemur úr; verður þá línan sunnan til við svokallaða Brík, sem er í Miðfellslandi og norðan til<br />

við Hraunskignir, sem er í Kaldárhöfðalandi, svo úr Stóruskriðugili beina stefnu í miðborgina í Þrásaborginn.<br />

En að sunnanverðu, úr Stapanum miðjum norðanvert við Dæluna beina stefnu í há Moldásarenda<br />

vestri og ræður Moldás upp hjá stórum steini (Dagmálasteini) sjónhending norðan til við Kaplamýri<br />

í steina tvo sem eru vestan til í brúninni á Brúarskignir og þaðan beina stefnu í áðurnefnda Þrásaborg.<br />

1<br />

Árið 1896 seldi Grímsneshreppur Kaldárhöfða í makaskiptum fyrir afréttarland Þingvallakirkju<br />

og er hér vísað til þess sem um það er sagt í kafla nr. 6.11.2.<br />

Heimildir benda ekki til annars en að búseta hafi verið nokkuð samfelld í Kaldárhöfða frá því<br />

að jarðarinnar er fyrst getið og að hún hafi framselst með hefðbundnum hætti og verið veðsett fram<br />

til þess tíma er Grímsneshreppur eignaðist jörðina.<br />

6.8. Klausturhólar og Hallkelshólar I og II<br />

Í þessum kafla verður fjallað um jörðina Klausturhóla en jafnframt vikið að býlunum Hallkelshólum<br />

I og II sem stofnuð voru um miðbik 20. aldar.<br />

Klausturhólar voru kirkjujörð og nefndust fyrr á öldum Hólar. Í máldaga Vilkins biskups frá<br />

1397 er greint frá því að kirkjan eigi 20 hndr. í heimalandi. Sama kemur fram í máldaga Gísla<br />

biskups Jónssonar frá um 1570. 2 Klausturhólar voru 40 hndr. að dýrleika samkvæmt jarðabókinni<br />

1686 en 30 hndr. árið 1695 og skýrist þessi munur sennilega af landspjöllum. Eftir þessu að dæma<br />

hefur kirkjan átt helming í heimalandi.<br />

Í fyrrnefndum máldaga Gísla Jónssonar er ekki minnst á það hver eigi heimalandið til móts við<br />

kirkjuna. Í jarðabók frá 1597 eru Klausturhólar skráðir sem eign Skálholtsstóls, en í heimild frá<br />

svipuðum tíma (1569) eru Hólar taldir með jörðum Viðeyjarklausturs (þaðan er nafnið Klausturhólar<br />

komið). 3 Kaupahluti jarðarinnar hefur þannig verið „innlimaður“ í jarðagóss klaustursins.<br />

Konungur eignaðist Klausturhóla eftir siðaskipti, eins og aðrar klausturjarðir. Árið 1652 gaf konungur<br />

út tilskipun um stofnun holdsveikraspítala á Klausturhólum og þremur öðrum jörðum. 4<br />

Spítalahald á Klausturhólum virðist hafa að mestu lagst af áður en Jarðabók Árna Magnússonar og<br />

Páls Vídalíns var gerð 1708 en í stað landskuldar var áskilin „forsorgun eins spítelsks ómaga“. 5<br />

Þegar stólsjarðauppboðið fór fram í lok 18. aldar voru Klausturhólar boðnir upp á 50 hndr. og<br />

240 álnir þó að jörðin væri sögð 75 hndr. Ekkert tilboð fékkst. 6 Með konungsleyfi 31. júlí 1801 var<br />

kirkjan á Snæfoksstöðum lögð niður sökum örbirgðar og eignir hennar seldar á opinberu uppboði<br />

en í hennar stað var kirkjan á Klausturhólum gerð að sóknarkirkju. 7 Eftir það voru Klausturhólar<br />

skráðir sem beneficium (staður) eins og Snæfoksstaðir höfðu áður verið (sbr. Jarðatal Johnsens<br />

1847). 8 Í Nýrri jarðabók 1861 er dýrleiki Klausturhóla ásamt Hólakoti færður úr 75 hndr. í 35,7 hndr. 9<br />

1 Skjal nr. 14. Sbr. skjal nr. 215.<br />

2 Íslenskt fornbréfasafn 4, s. 90. Íslenskt fornbréfasafn 15, s. 646.<br />

3 Bréfabók Guðbrands byskups Þorlákssonar, s. 283. Sbr. Kirkjueignir á Íslandi 2, s. 79.<br />

4 Sbr. Björn Lárusson 1967, s. 170 (22. nmgr.). Lovsamling for Island. 1. b. Kaupmannahöfn 1853. S. 245-246.<br />

5 Jarðabók Árna og Páls 2, s. 342. Sbr. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. 13. b. Fylgiskjöl. Reykjavík 1990. S. 490.<br />

6 Skjal nr. 57.<br />

7 Lovsamling for Island. 6. b. Kaupmannahöfn 1856. S. 520-522.<br />

8 Sbr. Jarðatal 1847, s. 71.<br />

9 Ný jarðabók 1861, s. 25.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!