17.08.2013 Views

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

ein stefna í vestar Gilklofann sem liggur ofan úr norðari Búrfellsfjallsenda vestur að austari brún á<br />

Búrfellshálsi, þaðan yfir Búrfellsdal upp eptir Lingdalsheiði Klapparhólinn við efri Beinugrófarenda,<br />

og þaðan í Þrasaborgir, þaðan aptur til suðurs í Markagil sem liggur vestan við Lingbrekku, þaðan bein<br />

stefna í norðurendann á Grænugróf, svo eptir miðri Grænugróf og þaðan í Berjaholtalæk, svo ræður<br />

hann til Búrfellslækjar, svo ræður hann (Búrfellslækur) til áðurnefnds Þrengslaáss.<br />

Hér að auki tilheyrir jörð þessari svo kallaður „Hólmi“ fyrir sunnan Búrfellslæk, sem er afmarkaður í<br />

suðursíðuna með gömlum lækjarfarveg.<br />

Þar að auki á jörðin skógarítak í Miðengislandi sem liggur innan þeirra ummerkja er nú skal greina:<br />

Frá kirkjuvaðinu á Búrfellslæk suður vestari kirkjugötuna suður á hraunbrún, svo ræður brúnin til<br />

landnorðurs í Kálfshóla, þaðan bein stefna norður í Búrfellslæk.<br />

Þar á móti á jörðin Miðengi slægjuítak, sem kallað er „Ítala“, sem er þríhyrnd spilda siðst við Búrfellslæk,<br />

sem takmarkist að austanverðu af litlum farveg sem liggur til vesturs, þvert yfir lækjarbakkann,<br />

og þaðan ræður bein stefna vestur í klett í hrauninu.<br />

Landamerki þessi sem eru samþykkt og undirskrifuð af eiganda téðrar jarðar og öllum umráðamönnum<br />

kringumliggjandi jarða, skulu héðan í frá óröskuð standa. 1<br />

Árið 1939 stofnuðu þeir bræður Páll og Halldór Diðrikssynir tvíbýli á jörðinni, Búrfell I og II.<br />

Skiptu þeir húsum, túnum og engjum en annað land er óskipt. Nýbýlið Búrfell III stofnaði Böðvar<br />

Pálsson árið 1963. Það er á hálfu landi jarðarinnar Búrfells II eða ¼ hluta alls Búrfells. 2<br />

Heimildir benda ekki til annars en að búseta hafi verið nokkuð samfelld á Búrfelli frá því að<br />

jarðarinnar er fyrst getið. Í afsals- og veðmálabókum kemur fram að eftir gerð landamerkjabréfsins<br />

hefur jörðin framselst með hefðbundnum hætti og verið veðsett. 3<br />

6.5. Efri-Brú og Brúarholt<br />

Í þessum kafla verður fjallað um jörðina Efri-Brú en jafnframt vikið að býlinu Brúarholti sem stofnað<br />

var á ofanverðri 20. öld. Á Efri-Brú var kirkja á miðöldum og átti samkvæmt Vilkinsmáldaga<br />

1397 10 hundruð í heimalandi. 4 Jörðin er sögð í einkaeign í heimildum frá 17. öld og metin á 30<br />

hundruð í jarðabókum 1686 og 1695. 5 Dýrleikinn er óbreyttur í Jarðabók Árna Magnússonar og<br />

Páls Vídalíns (1708) og einnig í Jarðatali Johnsens 1847 en í Nýrri jarðabók 1861 er jörðin skráð<br />

34,1 hundrað. Kirkjan (bænhúsið) á Efri-Brú mun líklega hafa niður fallið um miðja 17. öld.<br />

Landamerkjabréf Efri-Brúar var undirritað 4. maí 1887 og samþykkt vegna jarðanna Kaldárhöfða,<br />

Syðri-Brúar og Búrfells. Bréfið var þinglesið á manntalsþingi sumarið 1887 (staðar og dagsetningar<br />

er ekki getið):<br />

Millum landa Efri-Brúar og Syðri-Brúar liggja landamerkin úr Soginu eptir Kaldalæk einum, er rennur<br />

í Sogið fyrir sunnan Ljósafoss og ræður sá lækur upp að krók þeim er á honum er fáum föðmum<br />

neðar en hann greinist og hverfur í tvær keldur. Úr þessum krók á læknum ræður bein lína austur yfir<br />

1 Skjal nr. 39.<br />

2 Sbr. skjal nr. 219 (samningurinn var gerður 1938 og honum þinglýst 1939). Sunnlenskar byggðir 3, s. 134-135. Nafntökuleyfi<br />

Búrfells III var þinglýst 4. maí 1971 (skjal nr. 219).<br />

3 Skjal nr. 219. Sunnlenskar byggðir 3, s. 133-135.<br />

4 Íslenskt fornbréfasafn 2, s. 63. Íslenskt fornbréfasafn 4, s. 91.<br />

5 Björn Lárusson 1967, s. 115.<br />

147

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!