17.08.2013 Views

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

verið 50 býli, og að Hrafnabjörg hafi þá staðið í miðri sveit.“ 1 Flest þeirra virðast hafa verið á<br />

láglendi eða við jaðar þess en þó er rétt að nefna þrjú býli sem fjær lágu, Ólafsvelli, Eiríksstaði og<br />

Fífilsvelli. Í sóknalýsingu séra Björns Pálssonar frá 1840 er sérstakur kafli um eyðibýli. Þar nefnir<br />

hann m.a. Ólafsvelli sem eiga að hafa verið „í Klukkuskarði, milli Skjaldbreiðar og Tindaskaga“.<br />

Hann tekur þó fram að engar rústir hafi fundist eftir þetta býli. 2 Í Bárðar sögu Snæfellsáss er getið<br />

um mann sem Eiríkur hét og bjó „í Skjaldbreið á Eiríksstöðum“. Í Ármanns sögu er hann nefndur<br />

„Eiríkur á Eiríksstöðum undir Skjaldbreið“. Þar og í Atla sögu Ótryggssonar eru einnig sögð deili<br />

á Ólafi nokkrum á Fífilsvöllum. 3 Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns eru Eiríksstaðir<br />

sagðir hafa verið „fyrir norðan Mjóafelli [!] á milli og Skjaldbreiðar“. 4 Pétur J. Jóhannsson frá<br />

Skógarkoti, sem ritað hefur um örnefni í Þingvallasveit, telur að í Jarðabókinni sé átt við svæðið<br />

milli Skjaldbreiðar og Gatfells, „sem er innsti hluti Innra-Mjóafells og þar tengt Lágafelli“. 5 Á<br />

öðrum stað setur hann fram þá tilgátu að Eiríksstaðir hafi verið „norðvestan í rótum Skjaldbreiðar,<br />

nálægt svokallaðri Breiðarflöt“. 6 Fífilvelli (Fífilsvelli) taldi hann hins vegar hafa verið „norðaustan<br />

við Skjaldbreið við hina fornu leið, sem lá milli uppsveita Borgarfjarðar og Biskupstungna og um<br />

Hlöðuvelli og Helluskarð og heitir Skessubásaleið“. 7 Um sögur þær sem hér er vitnað til er það að<br />

segja að þær geta ekki talist mjög trúverðugar. Elst þeirra er Bárðar saga Snæfellsáss, rituð á fyrri<br />

hluta 14. aldar en Ármanns saga er talin rituð á síðari hluta 18. aldar og Atla saga Ótryggssonar<br />

mun varla yngri en frá því um 1800. 8<br />

6.3. Björk<br />

Björk var eign Skálholtsstóls samkvæmt jarðabók 1597. Hún var talin 21 hndr. og 160 álnir árið<br />

1686 en 18 hndr. og 40 álnir árið 1695. 9 Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (1708) er<br />

dýrleikans ekki getið en eftir landskuldinni að dæma hefur hann verið óbreyttur frá 1695. 10 Jörðin<br />

var seld prófastinum Halldóri Finnssyni á stólsjarðauppboði 18. júní 1790. Hún var þá metin á 28<br />

hndr. og 40 álnir. 11 Dýrleikinn er óbreyttur í Jarðatali Johnsens 1847 en í Nýrri jarðabók 1861 er<br />

hún skráð 21 hndr. 12<br />

Landamerkjabréf jarðarinnar var undirritað 1. júní 1886 og samþykkt vegna jarðanna Klausturhóla,<br />

Minniborgar, Stóruborgar, Þóroddsstaða, Stærrabæjar, Sveinavatns og Brjánsstaða. Bréfinu<br />

var þinglýst 24. júní sama ár:<br />

Syðsta þúfa á Skógarholti er hornmark milli jarðanna Stóruborgar, Klausturhóla og Bjarkar; þaðan<br />

sjónhending í stóran stein (Stóristeinn) austarlega á „Langamel“; þaðan sjónhending í þúfu, sem er<br />

11 Jarðabók Árna og Páls 2, s. 363.<br />

12 Árnessýsla 1979, s. 192.<br />

13 Íslendinga sögur. 3. b. Guðni Jónsson bjó til prentunar. (Bárðar saga Snæfellsáss.) [Reykjavík] 1953. S. 318. Íslendinga<br />

sögur. 12. b. Guðni Jónsson bjó til prentunar. (Ármanns saga.) [Reykjavík] 1953. S. 440, 445. Íslendinga sögur. 4. b.<br />

Guðni Jónsson bjó til prentunar. (Atla saga Ótryggssonar.) [Reykjavík] 1953. 470.<br />

14 Jarðabók Árna og Páls 2, s. 363.<br />

15 Pétur J. Jóhannsson: Þingvallaþankar & lýsing eyðibýla ásamt örnefnaskrá. [Fjölrit án útgst. og árs.] S. XXII.<br />

16 Sunnlenskar byggðir. 3. b. Laugardalur, Grímsnes, Þingvallasveit, Grafningur, Ölfus, Hveragerði og Selvogur. Búnaðarsamband<br />

Suðurlands, 1983. S. 181.<br />

17 Þingvallaþankar…, s. XXIII.<br />

18 Íslendinga sögur 3, s. VIII. Íslendinga sögur 4, s. X. Íslendinga sögur 12, s. XIII-XIV.<br />

19 Björn Lárusson, 1967: The Old Icelandic Land Registers. Lundi. S. 114.<br />

10 Jarðabók Árna og Páls 2, s. 340.<br />

11 Skjöl nr. 57 og 78.<br />

12 Jarðatal á Íslandi, með brauðalýsíngum, fólkstölu í hreppum og prestaköllum, ágripi úr búnaðartöflum 1835-1845, og<br />

skýrslum um sölu þjóðjarða á landinu. Gefið út af J. Johnsen. Kaupmannahöfn 1847. S. 71. Ný jarðabók fyrir Ísland,<br />

samin eptir tilskipun 27. maímánaðar 1848 og allramildilegast staðfest með tilskipun 1. aprílmánaðar 1861. Kaupmannahöfn.<br />

S. 25.<br />

145

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!