17.08.2013 Views

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Landnámu, að nefna ekki mörk ef landnámið eigi sérstakt nafn. Hann vekur enn fremur athygli á<br />

því að Höskuldslækur sé um 6 km neðar en uppmörk Gríms, Svínavatn. 1 Um landið milli Höskuldslækjar<br />

og Svínavatns mun síðar hafa sprottið deila milli landnámsmannanna beggja sem ekki var<br />

útkljáð fyrr en Hrafnkell, hálfbróðir Ketilbjarnar, felldi Grím í hólmgöngu.<br />

6.2. Landnám og upphaf búsetu í Þingvallasveit<br />

Þar sem hluti þess svæðis, sem til umfjöllunar er í máli þessu, var áður hluti Þingvallakirkjulands<br />

er óhjákvæmilegt að gera hér grein fyrir landnámi og upphafi búsetu á því svæði.<br />

Í Sturlubók og Hauksbók Landnámu segir m.a. um Ingólf Arnarson:<br />

Ingólfr fór um várit ofan um heiði; hann tók sér bústað þar sem Ändvegissúlur hans hÄfÝu á land komit;<br />

hann bjó í Reykjarvík; þar eru enn Ändugissúlur þær í eldhúsi. En Ingólfr nam land milli ølfusár ok<br />

Hvalfjarðar fyrir útan Brynjudalsá, milli ok Øxarár, ok Äll nes út. 2<br />

Í Hauksbók er frásögnin lítið eitt frábrugðin í lokin. Í stað orðanna „milli ok Øxarár, ok Äll nes út“<br />

stendur „ok millim Hrannagioll [nes út]“. Hér mun vera misritun fyrir „millim Hramnagjár Äll [nes<br />

út]“. 3 Farvegur Öxarár á tíma landnámsins er talinn hafa legið miðja vegu milli Almannagjár og Brúsastaða,<br />

síðan skammt fyrir austan Kárastaðatún og loks út í Þingvallavatn skammt fyrir austan Skálabrekku.<br />

4 Eftir frásögn Sturlubókar að dæma hefur landnám Ingólfs því náð að Öxará en ekki yfir vellina<br />

þar fyrir austan nema rétt sé frá því greint í Hauksbók að austurmörkin hafi verið Hrafnagjá. „Hrannagjá“<br />

(eða „Hramnagjá“) gæti þó verið misritun fyrir „Hvannagjá“ en úr því verður ekki skorið. 5<br />

Ólafur Lárusson kvað líklegt að milli landnáms Ingólfs Arnarsonar og Ketilbjarnar gamla í<br />

Grímsnesi, sem nam land vestur að Lyngdalsheiði og Hrafnabjargarhálsi, hefði í fyrstu verið<br />

almenningur sem enginn taldi sér til eignar. 6<br />

Nokkrar líkur benda til að búseta hafi snemma hafist á völlunum austan Öxarár. Í 3. kafla<br />

Íslendingabókar skýrir Ari fróði svo frá að maður nokkur, er nefndur var Þórir kroppinskeggi, hafi<br />

gerst sekur um þræls morð eða leysings. Hann átti land í Bláskógum. Það varð síðan allsherjarfé<br />

„en þat lÄgÝu landsmenn til alþingis neyzlu. Af því es þar almenning at viða til alþingis í skógum<br />

ok á heiðum hagi til hrossahafnar“. Jakob Benediktsson taldi að Bláskógar hefðu táknað svæðið<br />

norðan, vestan og sunnan Þingvallavatns og að Þórir hefði búið á jörð þeirri sem síðan var kölluð<br />

Þingvöllur. 7 Af orðum Íslendingabókar verður ekki ótvírætt sú ályktun dregin að allt land Þóris<br />

kroppinskeggja með gögnum og gæðum hafi verið gert að allsherjarfé heldur getur einnig falist í<br />

þeim að þingmönnum hafi verið heimilt að nýta skóg og hagbeitarland bótalaust. Björn Þorsteinsson<br />

virðist a.m.k. ekki hafa verið í vafa um að Bláskógar og síðar Þingvellir (-völlur) 8 hafi<br />

verið mikið land og í einkaeign á miðöldum. 9<br />

Einar Arnórsson var einnig þeirrar skoðunar að land Þóris hefði verið á milli Almannagjár og<br />

1 Haraldur Matthíasson, 1982: Landið og Landnáma. 2. b. Reykjavík. S. 501.<br />

2 Landnámabók, 1986. s. 45.<br />

3 Landnámabók 1986, s. 45 (9. nmgr.).<br />

4 Haraldur Matthíasson, 1982: Landið og landnáma. 2. b. Reykjavík. S. 505. Sbr. Einar Arnórsson 1950, s. 122.<br />

5 Einar Arnórsson 1950, s. 194-195.<br />

6 Ólafur Lárusson, 1930: „Alþingi og Þingvellir.“ Árbók Ferðafélags Íslands. S. 4.<br />

7 Íslendingabók, 1986. Íslensk fornrit. 1. b. Jakob Benediktsson gaf út. Reykjavík. S. 8 (2. nmgr.). Almenningar vestri,<br />

vestan Kjaransvíkur, eru annað dæmi um að sektarfé hafi verið gert að almenningum (sbr. Landnámabók 1986, s. 154).<br />

8 Nafnið var fyrrum notað í eintölu um þingstaðinn og jörðina en síðar hvarf r í eignarfalli Þingvalla í samsetningum og<br />

fleirtölumynd nafnsins varð mönnum töm (Björn Þorsteinsson, 1986: Þingvallabókin. Handbók um helgistað þjóðarinnar.<br />

Reykjavík. S. 60).<br />

9 Sbr. Björn Þorsteinsson 1986, s. 61-62.<br />

143

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!