17.08.2013 Views

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

ofar dró í hlíðabeltinu varð skógurinn lágvaxnari og gisnari og við tók lyng og víðir og ýmsar harðgerar<br />

jurtir. Í fjallbeltinu var ríkjandi mosagróður, fléttur og snjódældagróður en við efri mörk þess<br />

tók við bersvæðisgróður á því landi sem í daglegu máli er nefnt ógróið.<br />

Landnámsgróður svæðisins var þannig gróskumikill en viðkvæmur fyrir því álagi sem búsetunni<br />

fylgdi, þeirri kólnun í veðurfari, sem hófst fljótlega eftir að landið var fullnumið og lauk ekki<br />

fyrr en í lok 19. aldar, og áhrifum eldgosa. Þá hafa breytingar í vatnsstöðu uppi við jökul leyst úr<br />

læðingi mikið magn jarðefna sem borist hafa yfir afréttinn og spillt honum. Samverkandi áhrif<br />

þessara þátta leiddu til mikillar gróðurrýrnunar og síðan til mikillar gróður- og jarðvegseyðingar. Í<br />

Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, sem var skráð fyrir Grímsneshrepp árið 1708, 1 kemur<br />

fram að gróðri á þessum afrétti og núverandi Laugardalsafrétti sem voru sameiginlegir Grímsnesi<br />

og Laugardal, sem þá voru einn hreppur, hafi þá hnignað svo mjög að jafnvel var hætt að reka<br />

sauðfé á hluta hans.<br />

Á síðari árum, sem réttað var í Barmaréttum undir Reyðarbarmi á Laugarvatnsvöllum, voru 15-<br />

16 þúsund fjár á afréttinum og ef til vill meira eftir að hætt var að færa frá um 1920. 2 En síðar var<br />

ástand lands á afréttum Þingvallasveitar, Grímsnes- og Laugardalshrepps talið vera orðið svo slæmt<br />

að á árunum 1975-1979 lét Landgræðsla ríkisins setja upp nær 59 km langa girðingu þvert yfir<br />

þessa afrétti frá austri til vesturs, m.a. til að friða sandfoks- og uppblásturssvæðin við Sandkluftavatn,<br />

í Skjaldbreið og við Hlöðufell. Þetta varð stærsta landgræðslusvæði landsins, um 43,1 ferkm<br />

að stærð. Í kjölfar þessara aðgerða var sáð í ýmis svæði innan hins friðaða lands. Girðingin hefur<br />

nú að mestu verið tekin niður.<br />

5.3. Núverandi gróðurfar<br />

Núverandi gróður á kröfusvæðinu á Grímsnes- og Grafningsafrétti er gerólíkur þeim gróðri sem<br />

klæddi svæðið við upphaf landnáms og sem hér að framan er lýst og framangreindra gróðurbelta<br />

gætir lítið í svipbragði landsins. Gróðurþekjan hefur dregist mikið saman vegna beinnar gróður- og<br />

jarðvegseyðingar og þekur nú um 170 ferkm lands. Snjóalög á svæðinu hafa öðru fremur spornað<br />

gegn enn frekari eyðingu.<br />

Hins vegar hefur einnig orðið mikið tap á þeim landgæðum, sem felast í jarðvegi og gróðri<br />

vegna breytinga, sem orðið hafa á tegundasamsetningu, grósku og framleiðslugetu svæðisins síðan<br />

um landnám.<br />

Skógur og kjarr, sem áður var svo snar þáttur í gróðurfari svæðisins, vex nú aðeins í takmörkuðum<br />

mæli syðst á svæðinu á hrauninu milli Hrafnabjarga og Hrauntúns. Hrafnabjörg, Tröllatindur og<br />

Tindaskagi eru að mestu ógróin en að öðru leyti eru á suðurhluta svæðisins allvel gróin hraun,<br />

klædd grámosa, fjalldrapa, víði og lyngi. Austan Tindaskaga nær þetta gróðurlendi yfir Þjófahraun<br />

norður undir hlíðar Skjaldbreiðar en vestan og norðvestan Skjaldbreiðar er það, með mismunandi<br />

þéttleika, á víðáttumiklu svæði allt vestur að mörkum kröfusvæðisins.<br />

Hlíðar Skjaldbreiðar eru vel grónar og valda því einkum hagstæð snjóalög. Gróður er þéttastur<br />

neðan til í hlíðunum en verður gisnari þegar ofar dregur. Sunnan, vestan og norðan á dyngjunni er<br />

fyrst og fremst um að ræða grasvíðigróður sem endurspeglar mjög þung snjóalög, en suðaustan og<br />

austan á henni er starargróður ríkjandi. Nær hann austur yfir mörk kröfusvæðisins og norður undir<br />

Tjaldafell.<br />

Norður við Þórisjökul eru dreifðar en allvíðáttumiklar breiður af tegundasnauðum mosa- og<br />

snjódældagróðri sem nær allt upp í 800-900 m hæð.<br />

1 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. 2. b. Kaupmannahöfn 1918-1921.<br />

2 Göngur og réttir. 1. b. Bragi Sigurjónsson bjó til prentunar. Önnur prentun aukin og endurbætt. Akureyri 1984. S. 271-<br />

274 (frásögn Böðvars Magnússonar).<br />

141

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!