17.08.2013 Views

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Fram kom hjá Gunnari Þorgeirssyni að sauðfé fer stöðugt fækkandi en afrétturinn er samt<br />

notaður fyrir sauðfjárbeit. Smalað sé inn í Lambahlíðar og þaðan niður í sveit. Á svæði norðan<br />

Skjaldbreiðar gangi fátt sauðfé og þá helst norður í Lambahlíðar. Þegar best hafi verið hafi 3-5000<br />

fjár verið í Hólaréttum en sé nú um þriðjungur þess. Þá sé svæðið norðan Skjaldbreiðar og<br />

Tjaldafells deiliskipulagt og þar hafi verið heimilað að reisa fjallaskála. Ekki séu seld leyfi til<br />

rjúpnaveiða og ekki hafi þótt ástæða til að fylgjast með því hvort menn veiddu þar með eða án leyfis.<br />

Lóðarleigusamningar liggi ekki fyrir við eigendur fjallaskála á svæðinu.<br />

Böðvar Pálsson, bóndi og fyrrverandi oddviti, Búrfelli III, kom fyrir nefndina og gaf skýrslu.<br />

Hann sagðist hafa farið í leitir á Grímsnesafrétti frá 14 ára aldri eða allt frá árinu 1951. Hann<br />

kvað leitarfyrirkomulag eins og því væri lýst í ritinu, Sunnlenskar byggðir, lítið hafa breyst í þau<br />

50 ár sem væru liðin frá því að hann tók fyrst þátt í leitum. Þá kvaðst hann einnig hafa farið í eftirleit<br />

en þá væri leitarfyrirkomulagið nokkuð annað en í fyrstu leit. Þegar komið væri í Kringlumýri<br />

smalaði hver sitt land á heiðinni heim til sín. Þeir sem ekki ættu land á heiðinni smöluðu Klausturhólaland<br />

niður í Klausturhólarétt. Væri litið á landið úr Klausturhólajörðinni, sem undan hefði verið<br />

skilið við sölu jarðarinnar árið 1992, sem eins konar rekstrarleið að Hólaréttum. Að því er varðaði<br />

girðingar á Lyngdalsheiði þá sagði hann að árið 1925 hefði verið girt vestan úr Sogi og austur að<br />

Apavatni. Girðingunni hefði verið haldið ágætlega við fyrst í stað, en ekkert frá árinu 1952, en það<br />

ár hefðu fjárskiptin farið fram. Hún væri nú fallin niður. Þá hefðu verið engjagirðingar á heiðinni,<br />

t.d. frá Búrfelli, en eftir að menn hefðu farið að rækta tún hefði slíkum girðingum ekki verið haldið<br />

við. Almennt væru tún jarða, sem liggja að heiðinni, afgirt.<br />

Frá árinu 1976 kvaðst hann hafa tekið að sér að fara á bíl inn á afréttinn norðan Skjaldbreiðar í<br />

leitum á haustin. Væri litið á þetta sem eina og hálfa leit, en áður hefði þurft að senda þangað þrjá<br />

menn sérstaklega. Hann hefði oft séð för eftir kindur þarna inn frá en aðeins þrisvar fundið kindur,<br />

um það bil þrjár í hvert skipti. Svona hefði þetta verið síðustu 10 til 15 árin. Áður fyrr hefðu fundist<br />

þarna, í svokallaðri Lambahlíðaleit, allt upp í 8 til 10 kindur. Í einhver ár fyrir 1950 hefði þetta<br />

svæði ekki verið smalað í fyrstu leit en eftirleitarmenn hefðu alltaf farið þarna um, þ.e. hringinn í<br />

kringum Skjaldbreið, og gerðu þeir það enn þann dag í dag. Leitunum væri að öðru leyti skipt í<br />

austurleit og vesturleit. Austurleitin væri við Kerlingu og smalaði Skjaldbreið að austan en vesturleitin<br />

smalaði hann að vestan. Þessar leitir kæmu fyrst saman í Kringlumýri á þriðja degi en þaðan<br />

væri Lyngdalsheiðin smöluð að Klausturhólarétt.<br />

Hann sagði að Grímsnesingar hefðu engin tök á að fylgjast með skotveiðimönnum á afréttinum<br />

en of dýrt væri að halda þar uppi einhverri vörslu. Hann sagðist vita til þess að bændur í Grímsnesi<br />

hefðu nýtt þetta land til rjúpnaveiða.<br />

Aðspurður kvað hann Grímsneshrepp og fjallskilasjóð hafa lagt fyrsta veginn á afréttinum frá<br />

Hofmannaflöt inn að Kerlingu. Um 1967 hefði fjallvegasjóður Vegagerðarinnar lagt veginn upp á<br />

Miðdalsfjall og inn á Hlöðuvelli sunnan við Skjaldbreið og vestur úr. Um 1980 hefði Landsvirkjun<br />

síðan lagt svokallaðan línuveg norðan við Skjaldbreið.<br />

Aðspurður um land úr Laugarvatnsjörðinni, sem lagt var til afréttarins 1917, kvaðst hann halda<br />

að bændur á þessum stóru jörðum eins og Laugarvatnsjörðinni hefðu ekki ráðið við smalamennsku<br />

á þeim. Þá hefði fé Grímsnesinga gengið á þessu landi og því hefði þótt eðlilegt að Grímsneshreppur<br />

keypti landið.<br />

Hann sagði að munnmæli hermdu að menn hefðu deilt um landamerki jarða sinna í Þrasaborgum<br />

efst á Lyngdalsheiði. Aðspurður kvaðst hann halda að heimaland jarðanna næði alveg inn í<br />

Þrasaborgir.<br />

Hann sagði að afrétturinn hefði breyst geysilega mikið en mikið uppfok væri inn við Tjaldafell.<br />

139

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!