17.08.2013 Views

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

2_2000 Grim.qxd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

3. KRÖFUGERÐ 1<br />

3.1. Kröfur íslenska ríkisins<br />

Í máli þessu gerir íslenska ríkið annars vegar kröfu um þjóðlendu og hins vegar kröfu vegna jarðarinnar<br />

Kaldárhöfða.<br />

3.1.1. Þjóðlenda<br />

Af hálfu íslenska ríkisins er endanleg aðalkrafa sú að viðurkennt verði að þjóðlendumörk í<br />

Grímsnes- og Grafningshreppi séu svo sem hér segir:<br />

Lína sem dregin er frá syðsta hluta Litla Reyðarbarms og í beina stefnu vestur að mörkum Þingvallahrepps.<br />

Varakrafa íslenska ríkisins er sú að viðurkennt verði að þjóðlendumörk í Grímsnes- og Grafningshreppi<br />

séu þessi:<br />

Lína dregin frá Kálfstindum að austan frá Hrossadal í topp Hrafnabjarga.<br />

Verði ekki orðið við þessum kröfum íslenska ríkisins er þess krafist að þjóðlendulína verði<br />

ákveðin sem allra styst til norðurs frá þessum kröfulínum.<br />

Viðurkenndur er réttur afréttareigenda til venjulegra lagalegra afréttarnota af Grímsnes- og<br />

Grafningsafrétti, sbr. lýsingu hreppstjóra á merkjum afréttarins í bréfi, dags. 2. maí 1979.<br />

3.1.2. Kaldárhöfði<br />

Þær kröfur eru gerðar að viðurkenndur verði beinn eignarréttur Þingvallakirkju til alls lands<br />

jarðarinnar innan núverandi landamerkja sem eru þessi:<br />

Að norðanverðu í miðjan Sprænutanga hinn háa og þaðan beina stefnu í gil það í Driptinni er Stóra<br />

skriða kemur úr; verður þá línan sunnan til við svokallaða Brík, sem er í Miðfellslandi og norðan til<br />

við Hraunskyggni, sem er í Kaldárhöfðalandi, svo úr Stóruskriðugili beina stefnu í miðborgina í<br />

Þrasaborgum. Að sunnanverðu úr Stapanum miðjum norðanvert við Dæluna beina stefnu í há-Moldárásenda<br />

vestri og ræður Moldás upp hjá stórum steini (Dagmálasteini) sjónhending norðan til við<br />

Kaplamýri í steina tvo sem eru vestan til í brúninni á Brúarskyggni og þaðan beina stefnu í áðurnefnda<br />

Þrasaborg.<br />

Þá er þess krafist að jörðinni fylgi hlutdeild í sameignarafrétti Grímsness.<br />

3.2. Kröfur Grímsnes- og Grafningshrepps o.fl. um sáttatillögu, frávísun o.fl.<br />

Af hálfu Grímsnes- og Grafningshrepps var þess krafist að óbyggðanefnd legði fram sáttatillögu í<br />

málinu.<br />

Þá er þess krafist af hálfu „eigenda jarða og afrétta í Grímsnes- og Grafningshreppi“ að kröfum<br />

ríkisvaldsins er lúta að þinglýstum eignarlöndum verði vísað frá óbyggðanefnd.<br />

Þá var þess krafist að málflutningur færi ekki fram fyrr en umboðsmaður Alþingis hefði látið í<br />

ljósi álit sitt á atriðum varðandi kröfugerð ríkisins sem til hans hefði verið beint með kvörtun og<br />

fyrir lægju umsagnir allra þeirra aðila sem að ágreiningslandinu kæmu, svo sem Náttúruverndar-<br />

1 Sjá einnig fylgiskjöl nr. I (kort) og III-IV (aðilaskrár).<br />

129

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!