17.08.2013 Views

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

92<br />

Svo sem rakið er í kafla 6.7. liggur fyrir í máli þessu heimild frá árinu 1848<br />

þar sem lýst er afmörkun „fjalllendis og afréttarlands“ jarðanna Hóls, Hólssels og<br />

Víðirhóls. Sú merkjalýsing nær lengra til austurs heldur en landamerkjabréfið og tekur<br />

m.a. til þess landsvæðis sem afmarkað er í framangreindu landamerkjabréfi<br />

Hvannstaða. Samkvæmt því liggja Hvannstaðir á því landsvæði sem árið 1848 var<br />

afmarkað sem „fjalllendi og afréttarland„ jarðanna Hóls, Hólssels og Víðirhóls.<br />

Í kjölfar þess að landamerkjalög taka gildi 1882 var gerð „landamerkjaskrá<br />

eyðijarðarinnar“ Hvannstaða. Þrír nafngreindir einstaklingar undirrita landamerkjabréf<br />

þetta að Víðirhóli 24. maí 1890 sem „eigendur að ofangreindu landi“. Fyrirliggjandi<br />

gögn benda til þess að landamerkjum Hvannstaða sé þar rétt lýst. Umrætt<br />

landamerkjabréf er þinglesið og fært í landamerkjabók. Eftir sem áður þarfnast<br />

eignarréttarleg staða þessa landsvæðis athugunar, enda þekkt að landamerkjabréf hafa<br />

ekki eingöngu verið gerð fyrir jarðir. Með því að gera landamerkjabréf hafa menn<br />

ekki getað einhliða aukið við land sitt eða annan rétt. Frá upphafi Íslandsbyggðar<br />

helguðu menn sér ekki eingöngu ákveðin landsvæði, sem voru háð beinum eignarrétti,<br />

heldur einnig ítök, afrétti og öll önnur réttindi sem einhverja þýðingu gátu haft fyrir<br />

afkomu þeirra. Meðan landsvæði gaf eitthvað af sér lágu hagsmunir til þess að halda<br />

við merkjum réttindanna, hvers eðlis sem þau voru. Um þetta má t.d. vísa til dóms<br />

Hæstaréttar 28. september 2006 í máli <strong>nr</strong>. 497/2006 (Hoffells-Lambatungur). Í ljósi<br />

dóma Hæstaréttar um eignarréttarlega þýðingu landamerkjabréfa og Almen<strong>nr</strong>ar<br />

niðurstaðna óbyggðanefndar liggur jafnframt fyrir að með gerð landamerkjabréfs varð<br />

ekki einhliða stofnað til eignarréttar á landsvæði sem ekki var fyrir undirorpið<br />

eignarrétti.<br />

Kemur þá til skoðunar hver sé eignarréttarleg staða lands innan<br />

framangreindra merkja.<br />

Svo sem rakið er í kafla 6.7. verður ekkert um það ráðið af heimildum hvort<br />

landsvæði það sem afmarkað er árið 1848 sem „fjalllendi og afréttarland“ jarðanna<br />

Hóls, Hólssels og Víðirhóls hafi verið hluti jarðarinnar Hóls á Fjalli, afréttarland<br />

hennar eða hvorugt. Stærsti hluti þess svæðis sem þannig er lýst 1848 liggur innan<br />

landamerkjabréfs „afréttarlands“ á Hólsfjöllum, frá 3. júní 1890, en land Hvannstaða,<br />

svo sem það er afmarkað í landamerkjabréfi frá 24. maí 1890, liggur á því<br />

norðaustanverðu.<br />

Heimildir um Hvannstaði eru takmarkaðar en þar mun hafa verið byggð á<br />

árunum 1854-1878. Í Lýsingu Þingeyjarsýslu segir að býlið Hvannstaðir sé byggt í<br />

landi Víðirhóls, norðarlega í Búrfellsheiði. Árið 1890, eftir að byggð lagðist af á<br />

Hvannstöðum, gerðu eigendur Víðirhóls landamerkjabréf fyrir þessa „eyðijörð“ og<br />

Hvannstaðir eru taldir með Víðirhóli í fasteignamati 1916-1918.<br />

Engar heimildir finnast um að merki Víðirhóls hafi frekar en hinar jarðirnar<br />

náð yfir land Hvannstaða. Á manntalsþingi að Skinnastað 9. júlí 1867 var presturinn<br />

spurður um hvernig stæði á býlinu Hvannstöðum og gaf hann skýrslu um þau efni. Sú

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!