17.08.2013 Views

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

6.8.3. Niðurstaða<br />

Saga afmörkunar, ráðstafana að eignarrétti og nýtingar á Hvannstöðum er rakin í kafla<br />

5.7. Þar kemur fram að Hvannstaða er fyrst getið á manntalsþingi að Skinnastað árið<br />

1867. Auk þess eru Hvannstaðir taldir með Víðirhóli í fasteignamati 1916-1918. Er<br />

hér um að ræða eitt svokallaðra heiðarbýla, sbr. kafla 6.1.2., í byggð á árunum 1854-<br />

1878. Svo sem rakið er í kafla 6.2. er því ekki lýst í Landnámabók hversu langt inn til<br />

landsins landnám á þessu svæði náði. Sé tekið mið af staðháttum og fjarlægðum við<br />

túlkun landnámslýsinga hlýtur vafi um landnám að vaxa eftir því sem sunnar dregur<br />

og land hækkar.<br />

Kemur þá til skoðunar hvernig merkjum Hvannstaða er lýst í landamerkjabréfi<br />

fyrir landsvæðið, dags. 24. maí 1890 og þingl. 12. júní 1891, en bréfið er undirritað af<br />

eigendum Víðirhóls. Engra eldri heimilda nýtur við um merki Hvannstaða. Jafnframt<br />

verður litið til gagna um merki þeirra landsvæða sem liggja að Hvannstöðum.<br />

Athugun þessi tekur til alls landsvæðisins enda allt innan kröfulínu íslenska ríkisins.<br />

Að fenginni niðurstöðu um landamerki Hvannstaða verður fjallað um eignarréttarlega<br />

stöðu landsvæðisins.<br />

Samkvæmt landamerkjabréfi Hvannstaða eru merki til norðurs gagnvart,<br />

Hafrafellstungu, og til austurs, gagnvart Vatnsenda í Svalbarðshreppi sem er á<br />

ágreiningssvæði í máli <strong>nr</strong>. 4/<strong>2005</strong> hjá óbyggðanefnd, frá Hvannstaðafjallgarði (í<br />

bréfinu nefndur „Hvammstaðafjallgarður“) út að „...Hafrafellstúngu merkja línu,<br />

þaðan í upptök Svartásskvíslar, og ræður landamerkjum þar til hún fellur í Sandá;<br />

þaðan bein stefna í Þorsteinsnef og þaðan í Sandhaug á Alptadyngjufjallgarði; að<br />

austan ræður Fjallgarðurinn frá Sandhaug að Klettagili“. Bréfið er áritað vegna<br />

Hafrafellstungu. Merkjum Hafrafellstungu er eins lýst í landamerkjabréfi fyrir jörðina<br />

frá 20. janúar 1888 og þingl. 29. júní sama ár. Bréfið er áritað af eiganda Víðirhóls<br />

vegna Hvannstaða. Eldri heimildir um Hafrafellstungu styðja lýsingu bréfsins, sbr.<br />

kafla 5.5. Samkvæmt landamerkjabréfi Vatnsenda frá 4. júní 1889 og þingl. 26. júní<br />

1890, eru merki að austan frá „...Álftadyngjufjallgarðshaus þaðan ræður sama stefna í<br />

suður þar til tekin verður bein lína vestur í Sandá um Þorsteinsnef. Að vestan ræður<br />

Sandá frá Þorsteinsnefi...“ Bréfið er ekki áritað vegna Hvannstaða. Þessar línur virðast<br />

í samræmi.<br />

Samkvæmt landamerkjabréfi Hvannstaða eru merki gagnvart „afréttarlandi“ á<br />

Hólsfjöllum að sunnan frá Sandhaug að Klettagili í Mynnis öxl og þaðan í Mýrdalgil<br />

en að vestan ræður Hvannstaðafjallgarður út að Hafrafellstungu merkja línu. Bréfið er<br />

undirritað af eigendum Víðirhóls og samþykkt vegna Fagradals, Nýhóls og Hólssels. Í<br />

landamerkjabréfi „afréttarlands jarðanna Víðirhóls, Hólssels, Fagradals og Nýhóls“<br />

frá 3. júní 1890 og þingl. 12. júní 1891 er einnig miðað við sömu kennileiti. Í sama<br />

bréfi „afréttarlandsins“ er vísað í landamerkjabréf fyrir Víðirhól frá 1848 sem ekki<br />

hefur fundist þrátt fyrir athugun Þjóðskjalasafns.<br />

91

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!