17.08.2013 Views

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

86<br />

stefnu út fyrir austan fremri Fagradal og út mitt Fagradalsengi út fyrir Ytri-Fagradal<br />

þaðan beina stefnu vestur sunnan við Krókavötn á austari Vegg“.<br />

Þá taka við þau vesturmörk sem afmörkuð eru í landamerkjabréfi fyrir<br />

„afréttarlandið“, gagnvart jörðinni Hafursstöðum, en þeim er lýst þannig að farið sé úr<br />

Fálkakletti í há Reiði. Í merkjalýsingu frá 1848 er óskiptu „fjalllendi og afréttalandi“<br />

lýst til vesturs með sama hætti og gert er í landamerkjabréfi fyrir “afréttarlandið“.<br />

Samkvæmt landamerkjabréfi Hafursstaða „með Árholti í Axarfirði“, dags. 30. október<br />

1889 og þingl. 24. júní 1890, er austurmörkum gagnvart „afréttarlandinu“ lýst með<br />

sama hætti og fram kemur í landamerkjabréfi fyrir landsvæðið.<br />

Samkvæmt landamerkjabréfi fyrir „afréttarlandið“ eru merki til norðurs,<br />

gagnvart Hafrafellstungu, og til vesturs og norðurs, gagnvart Hvannstöðum, frá Reiði<br />

og þaðan beint austur á fjallgarð á móts við Hafrafellstunguland og „...ræður þaðan<br />

Hvammstaðafjallgarður suður í Mýrgil, þaðan í ytri Minnisöxl og þaðan í Klettagil“.<br />

Bréfið er áritað vegna Hafrafellstungu en ekki Hvannstaða. Í fyrrnefndri<br />

merkjalýsingu frá 1848 er óskiptu „fjalllendi og afréttalandi“ lýst til norðurs, frá Reiði<br />

beint austur yfir Fjallgarð í Sandá móts við Hafrafellstunguland og þaðan beint austur<br />

uppá „Alptadyngu Fjallgarð“. Þessar lýsingar fást samræmst merkjum Hafrafellstungu<br />

eins og þeim er lýst í landamerkjabréfi frá 20. janúar 1888 og þingl. 29. júní sama ár.<br />

Merki Hafrafellstungu eru í samræmi við eldri heimildir um jörðina, þ. á m. lögfestu<br />

frá 1741, sjá kafla 5.5. Samkvæmt landamerkjabréfi Hvannstaða, dags. 24. maí 1890<br />

og þingl. 9. júlí 1891, fá merki Hvannstaða samræmst merkjum landsvæðisins eins og<br />

þeim er lýst í landamerkjabréfi.<br />

Samkvæmt landamerkjabréfi „afréttarlandsins“ eru merki til austurs, þ.e.<br />

gagnvart ágreiningssvæði í máli <strong>nr</strong>. 3 og 4/<strong>2005</strong> hjá óbyggðanefnd, frá Klettagili og<br />

þaðan suður austan við Bungu og suður á Austaribrekku við Dauðagil. Bréfið er ekki<br />

áritað vegna aðliggjandi landsvæða. Í merkjalýsingunni frá 1848 er afmörkun til<br />

austurs og suðurs lýst, frá Alptadyngju fjallgarði og þaðan á há Bungu. „Þaðann í so<br />

nefnda Sandhnjuka. Þaðann i ytri Hrútá þar sem hún fellur í Selá, og eptir sem Hrútá<br />

ræður í Dauðagil“. Um merki aðliggjandi landsvæðis í Svalbarðshreppi er fjallað í<br />

máli <strong>nr</strong>. 4/<strong>2005</strong> og um merki aðliggjandi landsvæðis í Vopnafjarðarhreppi er fjallað í<br />

máli <strong>nr</strong>. 3/<strong>2005</strong> hjá óbyggðanefnd.<br />

Ekki er samræmi milli þeirra lýsinga sem til eru á merkjum „afréttarlandsins“.<br />

Eldri heimildin frá 1848 lýsir merkjum lengra til austurs heldur en gert er í<br />

landamerkjabréfinu, allt austur upp á há „Alptadyngu Fjallgarð“ og síðar í Ytri-Hrútá.<br />

Samkvæmt kröfulýsingu er miðað við afmörkun í landamerkjabréfinu og mörk<br />

landsvæðisins til austurs dregin meðfram hreppamörkum Öxarfjarðar- og<br />

Svalbarðshrepps. Um þessi mörk er ekki ágreiningur nú og telur óbyggðanefnd að<br />

lýsing landamerkjabréfsins geti samræmst þeirri afmörkun sem dregin hefur verið<br />

upp.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!