17.08.2013 Views

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

efnis að landnám hafi ekki náð til heiða, algerlega ósannaðar, enda ekki reistar á<br />

neinum hlutlægum sönnunargögnum.<br />

6.7.3. Niðurstaða<br />

Saga afmörkunar, ráðstafana að eignarrétti og nýtingar á landsvæði því sem hér er til<br />

umfjöllunar er rakin í kafla 5.6. og er einnig gerð grein fyrir Hól á Fjalli/Nýhól,<br />

Víðirhól, Hólsseli og Fagradal sem þó liggja utan við kröfusvæði íslenska ríkisins. Þar<br />

kemur fram að Hóls á Fjalli er getið í heimildum allt frá 1500 og hefur haft stöðu<br />

sjálfstæðrar jarðar. 204 Engin gögn hafa hins vegar fundist um afmörkun á þeirri jörð.<br />

Þó segir í lögfestu fyrir Hafrafellstungu frá árinu 1741 að suðurmörk jarðarinnar séu<br />

til móts við Hól á Fjalli eða eins og segir í lögfestunni: „...og Reidur Mots uid Hool á<br />

fialle...“<br />

Hólssel, Víðirhóll, Fagridalur koma til sögunnar á 18. og 19. öld. Tvær hinar<br />

síðarnefndu voru byggðar þar til um miðja 20. öld en í Hólsseli er enn búið. Þess<br />

svæðis sem hér um ræðir, þ.e. „afréttarlandsins“, er fyrst getið í heimild frá 1848 þar<br />

sem lýst er annars vegar mörkum Hóls, þ. á m. gagnvart Hólsseli og Víðirhóli, og hins<br />

vegar „fjalllendis og afréttarlands“ þessara þriggja jarða. Til eru landamerkjabréf fyrir<br />

Fagradal og Víðirhól frá 1885 og Nýjahól frá 1888. Árið 1890 var svo gert sérstakt<br />

landamerkjabréf fyrir „afréttarland jarðanna Víðirhóls, Hólssels, Fagradals og<br />

Nýhóls“. Ekki er ljóst hvort eða hver þessara landsvæða hafa áður verið hluti<br />

jarðarinnar Hóls eða tilheyrt henni með einhverjum hætti.<br />

Kemur þá til skoðunar hvernig merkjum „afréttarlandsins“ er lýst í<br />

landamerkjabréfinu, dags. 3. júní 1890 og þingl. 12. júní 1891, og hvað ráðið verður<br />

af öðrum heimildum um sama efni. Jafnframt verður litið til gagna um merki<br />

aðliggjandi landsvæða. Athugun þessi tekur til alls landsvæðisins enda allt innan<br />

kröfulínu íslenska ríkisins. Að fenginni niðurstöðu um landamerki verður fjallað um<br />

eignarréttarlega stöðu landsvæðisins.<br />

Verður þá fyrst litið til vesturmerkja „afréttarlandsins“ . Hluti vesturmerkjanna<br />

liggur að jörðunum Víðirhól og Fagradal að suðvestan. Þessum merkjum er hvorki<br />

lýst í landamerkjabréfinu né öðrum heimildum um landsvæðið. Verður því að líta til<br />

merkjalýsinga aðliggjandi jarða við afmörkun landsvæðisins gagnvart þeim.<br />

Samkvæmt landamerkjabréfi Víðirhóls, dags. 7. ágúst 1885 og þingl. 31. maí 1886,<br />

eru merki gagnvart landsvæðinu svofelld: „að austan ræður bein stefna úr<br />

Hrafnaklettum í háa fjallgarðinn fyrir ofan Krubbana, þaðan bein stefna út fyrir ofan<br />

Bunguvatnsmýrar að Langamúla. Að utan ræður bein stefna þvert vestur fyrir utan<br />

Ytri-Fagradal“. Samkvæmt landamerkjabréfi Fagradals, ódagsett en þingl. 31. maí<br />

1886, eru merki gagnvart landsvæðinu miðuð við „að austan frá Hóli í Lækjum, beina<br />

204 Sbr. umfjöllun um hugtakið jörð í Almennum niðurstöðum óbyggðanefndar (í viðauka).<br />

85

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!